Lífið

Ingó vildi sjálfur syngja ástarlagið Dreymir

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Ingó hrósaði Hreimi fyrir að vera góður lagahöfundur í þættinum og bað um að fá að syngja eitt af lögum hans. 
Ingó hrósaði Hreimi fyrir að vera góður lagahöfundur í þættinum og bað um að fá að syngja eitt af lögum hans.  Skjáskot

Landsliðið í sveitaballatónlist heiðruðu Ingó með nærveru sinni síðasta föstudagskvöld í þættinum Í kvöld er gigg. 

Birgitta, Hreimur og Gunni Óla sungu með Ingó lög hljómsveita sinna ásamt nokkrum vel völdum þjóðhátíðarlögum að vanda. Mikil stemmning var í salnum þetta kvöld og greinilegt að sjá að Ingó sjálfur naut sín sérstaklega vel.

 Í þættinum brá hann út af vananum og söng sjálfur nokkur lög með dyggri aðstoð gesta sinna. Hann hrósaði Hreimi fyrir að vera góður lagasmiður áður en hann rétti Hreimi gítarinn sinn og bað um að fá að syngja eitt laga hans. 

Hér fyrir neðan má sjá Ingó flytja eitt af hugljúfari ástarlögum Landi og sona, lagið Dreymir. 


Tengdar fréttir

Ótrúlegur hæfileiki Matta Matt: Talar og syngur aftur á bak

„Þetta er í alvörunni! Hann getur talað aftur á bak“ sagði Ingó Veðurguð um söngvarann Matta Matt síðasta föstudagskvöld.Í kjölfarið þuldi Ingó upp setningar sem Matti flutti svo aftur á bak án þess að taka sér tíma í að hugsa.

Ingó lyftir Jóni Viðari upp í faraldrinum

Jón Viðar Jónsson sem oft hefur verið kallaður gagnrýnandi Íslands fór fögrum orðum um þáttinn Í kvöld er gigg á Facebook síðu sinni um helgina. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×