45 ár frá því að konur lögðu fyrst niður störf Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. október 2020 12:48 Frá kvennafrídeginum 2018, þegar konur lögðu niður störf klukkan 14:38, og komu saman í miðborginni. Fimm baráttufundir hafa verið haldnir frá 1975. Foto: Kvennafrídagurinn 2018/Vilhelm Fjörutíu og fimm ár eru síðan konur á Íslandi lögðu fyrst niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Kvennafrídagurinn í dag verður með breyttu sniði en þess er krafist að aðgerðir stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum fari í jafnréttismat svo þær gagnist öllum kynjum jafnt. Þann 24. október 1975 lögðu konur á Íslandi niður störf og komu saman á Lækjartorgi á einum fjölmennasta útifundi Íslandssögunnar. Síðan þá hafa fimm baráttufundir verið haldnir; árið 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Eðli máls samkvæmt munu konur ekki koma saman í dag en Kvenréttindafélag Íslands beinir sjónum sínum að áhrifum kórónuveirufaraldursins og þá sérstaklega gagnvart fólki í framlínu. „Þetta eru til dæmis heilbrigðis- og umönnunarstörf, þrif og kennsla. Öll þessi störf hafa verið skilgreind sem lykilstörf í samfélaginu á tímum Covid. Þetta er vissulega viðurkenning á mikilvægi þessara starfa en þessari viðurkenningu virðist ekki fylgja viðleitni til að leysa undirmönnun og undirfjármögnun hjá þeim og margar af þessum stéttum hafa staðið í kjarabaráttu í ár eins og áður,“ segir Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands. Þá megi verði jafnréttissjónarmið ávallt að vera í hávegum höfð – líka í heimsfaraldri. „Við viljum beina athyglinni á þá staðreynd að heimsfaraldur eins og Covid hefur mismunandi áhrif á kyn. Og við höfum séð að það ýtir undir kynjamisrétti og annað ójafnrétti í samfélaginu. Við teljum að það sé mjög mikilvægt að missa ekki sjónar af jafnréttissjónarmiðum þegar verið er að byggja upp samfélagið á ný eftir faraldurinn.“ Haldinn verður netviðburður í beinni útsendingu í tilefni dagsins, en fylgjast má með honum klukkan 13 á Facebook-síðu Kvenréttindafélags Íslands. Jafnréttismál Vinnumarkaður Tímamót Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Út klukkan 14:56 Í dag geng ég út klukkan 14:56. Í dag er dagur til að sýna samstöðu kvenna og þakka fyrir baráttu þeirra sem á undan okkur hafa komið. 24. október 2019 14:45 Funduðu um jafnréttismál á kvennafrídeginum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði í dag til fundar í ráðherranefnd um jafnréttismál. 24. október 2019 12:11 Atvinnutekjur kvenna 1,8 milljónum krónum lægri en karla árið 2019 Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. 12. júlí 2020 15:06 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fjörutíu og fimm ár eru síðan konur á Íslandi lögðu fyrst niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Kvennafrídagurinn í dag verður með breyttu sniði en þess er krafist að aðgerðir stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum fari í jafnréttismat svo þær gagnist öllum kynjum jafnt. Þann 24. október 1975 lögðu konur á Íslandi niður störf og komu saman á Lækjartorgi á einum fjölmennasta útifundi Íslandssögunnar. Síðan þá hafa fimm baráttufundir verið haldnir; árið 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Eðli máls samkvæmt munu konur ekki koma saman í dag en Kvenréttindafélag Íslands beinir sjónum sínum að áhrifum kórónuveirufaraldursins og þá sérstaklega gagnvart fólki í framlínu. „Þetta eru til dæmis heilbrigðis- og umönnunarstörf, þrif og kennsla. Öll þessi störf hafa verið skilgreind sem lykilstörf í samfélaginu á tímum Covid. Þetta er vissulega viðurkenning á mikilvægi þessara starfa en þessari viðurkenningu virðist ekki fylgja viðleitni til að leysa undirmönnun og undirfjármögnun hjá þeim og margar af þessum stéttum hafa staðið í kjarabaráttu í ár eins og áður,“ segir Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands. Þá megi verði jafnréttissjónarmið ávallt að vera í hávegum höfð – líka í heimsfaraldri. „Við viljum beina athyglinni á þá staðreynd að heimsfaraldur eins og Covid hefur mismunandi áhrif á kyn. Og við höfum séð að það ýtir undir kynjamisrétti og annað ójafnrétti í samfélaginu. Við teljum að það sé mjög mikilvægt að missa ekki sjónar af jafnréttissjónarmiðum þegar verið er að byggja upp samfélagið á ný eftir faraldurinn.“ Haldinn verður netviðburður í beinni útsendingu í tilefni dagsins, en fylgjast má með honum klukkan 13 á Facebook-síðu Kvenréttindafélags Íslands.
Jafnréttismál Vinnumarkaður Tímamót Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Út klukkan 14:56 Í dag geng ég út klukkan 14:56. Í dag er dagur til að sýna samstöðu kvenna og þakka fyrir baráttu þeirra sem á undan okkur hafa komið. 24. október 2019 14:45 Funduðu um jafnréttismál á kvennafrídeginum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði í dag til fundar í ráðherranefnd um jafnréttismál. 24. október 2019 12:11 Atvinnutekjur kvenna 1,8 milljónum krónum lægri en karla árið 2019 Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. 12. júlí 2020 15:06 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Út klukkan 14:56 Í dag geng ég út klukkan 14:56. Í dag er dagur til að sýna samstöðu kvenna og þakka fyrir baráttu þeirra sem á undan okkur hafa komið. 24. október 2019 14:45
Funduðu um jafnréttismál á kvennafrídeginum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði í dag til fundar í ráðherranefnd um jafnréttismál. 24. október 2019 12:11
Atvinnutekjur kvenna 1,8 milljónum krónum lægri en karla árið 2019 Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. 12. júlí 2020 15:06