Lífið

Kári leitar að kettinum sínum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kári saknar Hugins. 
Kári saknar Hugins. 

„Félagi minn og fóstbróðir hann Huginn er týndur,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í færslu á Facebook og auglýsir hann eftir kettinum sínum.

„Það er einmanalegt að sitja yfir kaffibolla og geta ekki rætt við hann heimspeki og vandamál líðandi stundar. Ef þið hafið séð til hans gerið mér þann greiða að hringja í mig í síma 863-1921. Hann á heima að Fagraþingi 5 í Kópavogi sem er ekki langt frá Elliðavatni.“

Kári lætur einnig ljóð fylgja með:

Lífið út í Hróa hött

horfin sólin bjarta

er ég sit og syrgi kött

sorg í gömlu hjarta

Einn svarar Kára með öðru ljóði:

Köttur týndur, Kári sár,

hverf(ð)ist lund hans bjarta.

Landar leitið, glufur, gjár

gleðjið mannsins hjarta.

Uppfært klukkan 15:18 - Kötturinn Huginn er fundinn og fannst hann andvana í garði rétt við heimili Kára Stefánssonar. Dánarorsök er ekki ljós. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.