Tölum um framleiðslutapið Sverrir Bartolozzi skrifar 23. október 2020 11:31 Mikið hefur verið rætt um eftirspurnarskellinn sem kórónuveirufaraldurinn hefur orsakað. Ferðmenn hafa horfið, margir hafa misst vinnuna og geta íbúa til að afla sér ýmissa vara og þjónustu hefur verið minni en áður vegna sóttvarna. Allt vinnur þetta gegn kaupum á vörum og þjónustu og dregur úr eftirspurn í hagkerfinu. Sagan er þó ekki öll sögð enda hafa áhrif faraldursins einnig dregið verulega úr framleiðslugetu hagkerfisins og þar með framboðnu magni af íslenskum verðmætum. Ástæðan eru sóttvarnarráðstafanir sem hafa raskað starfsemi fyrirtækja þannig að framleiðni og framleiðsla hafa minnkað. Ekki er síður mikilvægt að hlúa að þessari hlið hagkerfisins enda myndar framleiðslugetan tekjustofn ríkisins og ákvarðar lífskjörin sem við búum við. Umræða um þessi áhrif faraldursins hefur fallið í skugga háværra radda um aukinn stuðning við eftirspurn. Þeim röddum hafa stjórnvöld svarað og munu á yfirstandandi ári og því næsta veita meira fjármagni en nokkru sinni fyrr í að styðja við eftirspurn í hagkerfinu, með útgjaldaaukningum og skattaívilnunum. Það er ábyrg og skynsamleg ákvörðun sem mun án efa milda efnahagsleg áhrif faraldursins til skamms tíma, en á meðan verður ríkissjóður rekinn með nær 550 ma. kr. halla og samkvæmt fjármálaáætlun mun bætast í hallann allt til ársins 2025. Þar að auki mun stefna stjórnvalda um að mæta auknum útgjöldum með lántökum í stað hækkun skatta krefjast þess að skuldir ríkissjóðs vaxi um rúmlega 1.000 ma. kr. á næstu fimm árum. Víða er vel tekið í þá stefnu og vilja sumir að stigið sé enn fastar á bensíngjöfina. Við beiðnir um frekari innspýtingu ber þó að varast að skauta framhjá þeirri staðreynd að verði ekki gripið til aðgerða sem bæta afkomu ríkissjóðs á næstu árum mun slík stefna einungis bera árangur ef verðmætasköpun, þ.e. hagvöxtur, vex hraðar en kostnaður skuldsetningarinnar, vextir. Í því samhengi er mikið áhyggjuefni að í fjármálaáætlun er viðurkennt að framleiðslutapið á framboðshliðinni verði að öllum líkindum varanlegt enda myndi slík þróun draga úr hagvaxtargetu og kalla á skattahækkanir og niðurskurð í framtíðinni. Þar sem raunverulegur möguleiki er á að grípa þurfi til slíkra aðgerða er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld dragi úr þeim líkum með því að leita í sífellu og hvívetna að leiðum til að auka framleiðni í opinberum rekstri. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs Hið opinbera: Meira fyrir minna eru settar fram tillögur sem geta nýst vel í þeirri vinnu og stuðlað að því að hið opinbera komist af með minni útgjöld og geti aflað meiri skatttekna án þess að auka skattbyrði. Það má gera án þess að skerða þjónustu til viðkvæmra hópa, með því að koma auga á alla þá rekstrarliði sem má umbreyta og skapa þannig svigrúm til að vinna upp gatið sem hefur myndast í opinberum fjármálum. Í heildarmyndinni má nefnilega ekki gleyma að ósjálfbær hallarekstur ríkissjóðs bitnar hvað mest á framtíðarkynslóðum, sem myndu þurfa að þola afleiðingar skattahækkana og niðurskurðar ef stefna stjórnvalda gengur ekki upp. Það er því til mikils að vinna fyrir stjórnvöld, og okkur öll, að ríkisfjármál séu sjálfbær til langs tíma. Höfundur er hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um eftirspurnarskellinn sem kórónuveirufaraldurinn hefur orsakað. Ferðmenn hafa horfið, margir hafa misst vinnuna og geta íbúa til að afla sér ýmissa vara og þjónustu hefur verið minni en áður vegna sóttvarna. Allt vinnur þetta gegn kaupum á vörum og þjónustu og dregur úr eftirspurn í hagkerfinu. Sagan er þó ekki öll sögð enda hafa áhrif faraldursins einnig dregið verulega úr framleiðslugetu hagkerfisins og þar með framboðnu magni af íslenskum verðmætum. Ástæðan eru sóttvarnarráðstafanir sem hafa raskað starfsemi fyrirtækja þannig að framleiðni og framleiðsla hafa minnkað. Ekki er síður mikilvægt að hlúa að þessari hlið hagkerfisins enda myndar framleiðslugetan tekjustofn ríkisins og ákvarðar lífskjörin sem við búum við. Umræða um þessi áhrif faraldursins hefur fallið í skugga háværra radda um aukinn stuðning við eftirspurn. Þeim röddum hafa stjórnvöld svarað og munu á yfirstandandi ári og því næsta veita meira fjármagni en nokkru sinni fyrr í að styðja við eftirspurn í hagkerfinu, með útgjaldaaukningum og skattaívilnunum. Það er ábyrg og skynsamleg ákvörðun sem mun án efa milda efnahagsleg áhrif faraldursins til skamms tíma, en á meðan verður ríkissjóður rekinn með nær 550 ma. kr. halla og samkvæmt fjármálaáætlun mun bætast í hallann allt til ársins 2025. Þar að auki mun stefna stjórnvalda um að mæta auknum útgjöldum með lántökum í stað hækkun skatta krefjast þess að skuldir ríkissjóðs vaxi um rúmlega 1.000 ma. kr. á næstu fimm árum. Víða er vel tekið í þá stefnu og vilja sumir að stigið sé enn fastar á bensíngjöfina. Við beiðnir um frekari innspýtingu ber þó að varast að skauta framhjá þeirri staðreynd að verði ekki gripið til aðgerða sem bæta afkomu ríkissjóðs á næstu árum mun slík stefna einungis bera árangur ef verðmætasköpun, þ.e. hagvöxtur, vex hraðar en kostnaður skuldsetningarinnar, vextir. Í því samhengi er mikið áhyggjuefni að í fjármálaáætlun er viðurkennt að framleiðslutapið á framboðshliðinni verði að öllum líkindum varanlegt enda myndi slík þróun draga úr hagvaxtargetu og kalla á skattahækkanir og niðurskurð í framtíðinni. Þar sem raunverulegur möguleiki er á að grípa þurfi til slíkra aðgerða er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld dragi úr þeim líkum með því að leita í sífellu og hvívetna að leiðum til að auka framleiðni í opinberum rekstri. Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs Hið opinbera: Meira fyrir minna eru settar fram tillögur sem geta nýst vel í þeirri vinnu og stuðlað að því að hið opinbera komist af með minni útgjöld og geti aflað meiri skatttekna án þess að auka skattbyrði. Það má gera án þess að skerða þjónustu til viðkvæmra hópa, með því að koma auga á alla þá rekstrarliði sem má umbreyta og skapa þannig svigrúm til að vinna upp gatið sem hefur myndast í opinberum fjármálum. Í heildarmyndinni má nefnilega ekki gleyma að ósjálfbær hallarekstur ríkissjóðs bitnar hvað mest á framtíðarkynslóðum, sem myndu þurfa að þola afleiðingar skattahækkana og niðurskurðar ef stefna stjórnvalda gengur ekki upp. Það er því til mikils að vinna fyrir stjórnvöld, og okkur öll, að ríkisfjármál séu sjálfbær til langs tíma. Höfundur er hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun