Fær ekki krónu vegna úra og skartgripa sem fundust ekki hjá lögreglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2020 10:52 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Héraðsdómur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu Viðars Más Friðfinnssonar, fyrrverandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Viðar vildi fá sextán milljónir frá ríkinu vegna verðmæta sem tekin voru af heimili hans við húsleit lögreglu, en fundust ekki þegar kallað var eftir þeim. Forsagan er sú að Viðar var handtekinn og færður í varðhald árið 2013 í tengslum við rannsókn lögreglu á starfsemi Strawberries. Sú rannsókn leiddi til þess að Viðar var ákærður fyrir skattalagabrot og síðar dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Landsréttur þyngdi síðar dóminn um sex mánuði auk þess sem að söluandvirði báts og sjö bíla voru gerð upptæk auk innistæðna á bankareikningum. Fábrotin lýsing í munaskrá Við rannsókn málsins gerði lögregla húsleit á heimili Viðars þar sem haldlagðir voru peningar, bókhaldsgögn og ýmsir munir, þar á meðal úr og skartgripir. Munirnir voru skráðir í munaskrá lögreglu en virðast hafa horfið þaðan, líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Aðeins starfsmenn lögreglu eiga að hafa aðgang að þessum hirslum. Í munaskrá lögreglu vegna munanna kom eftirfarandi fram: „Ýmsir skartgripir, hringir, Rolex úr, hálskeðjur og bindisnælur. Fannst í svörtu veski í peningaskáp inn í bílskúr“. Framleiðendurnir voru sagðir óþekktir og verðmæti þeirra eða raðnúmer ekki skráð. Upp komst að verðmætin væru horfin úr hirslum lögreglu þegar embætti héraðssaksóknara kallaði eftir þeim til að láta verðmeta þau. Hvarf munanna sætti í kjölfarið bæði rannsókn innanhúss hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara. Hvorug skilaði niðurstöðu. Í kjölfar þess krafðist Viðar þess að bótaskylda hans yrði viðurkennd vegna málsins og fór það mál fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn í gær. Lögregla sagði verklagsreglum ekki hafa verið fylgt Í yfirlýsingu frá lögreglunni vegna hvarfs munanna sem gefin var út í janúar árið 2018 var málið harmað og það tekið fram að verklagsreglum hafi ekki verið fylgt sem gilda um haldlagða muni í vörslu lögreglu. Í kæru frá Viðari til héraðssaksóknara vegna hvarfs munanna sagði Viðar að um verðmæta erfðagripi hafi verið að ræða og taldi hann að lögreglumenn hefðu slegið eign sinni á gripina. Sagði hann að um fjögur Rolex-úr hafi verið að ræða og fimmtán skartripi, alls að verðmæti sextán milljónir króna. Byggði fjárhæð krörfunnar á endurkaupaverði á Ebay Krafðist hann bóta fyrir að að hafa ekki fengið munina afhenta og vildi hann meina að starfsmenn lögreglunnar hafi af ásetning eða gáleysi brotið þær reglur sem gilda um haldlagningu muna. Gera þyrfti strangar kröfur til lögreglunnar um að hún starfi eftir settum lögum og verklagsreglum. Byggði hann fjárhæð kröfunnar á endurkaupaverði sambærilegra muna af sömu tegund á uopboðsvefnum Ebay.com. Vörn ríkisins í málinu byggðist á því að ítarleg rannsókn hafi farið fram af hálfu yfirvalda eftir að kæra barst vegna málsins. Ítarleg rannsókn hafi verið gerð innanhús hjá lögreglu auk þess sem að héraðssaksóknari hafi rannsakað málið, án þess að neitt saknæmt hafi komið í ljós og að ekki hafi verið talinn grundvöllur til áframhaldandi rannsóknar málsins. Þá sé það ósannað að lögregla hafi tapað mununum, þvert á móti hafi Viðar ekki sýnt fram á að munirnir hafi yfirhöfuð verið til eða í hans eigu. Þá sé það ósannað að um verðmæta erfðagripi hafi verið að ræða. Tókst ekki að sýna fram á tjón Í dómi héraðsdóms segir að ekkert sem fram hafi komið í málinu veiti vísbendingu um að hvarf munanna megi rekja til þess að einhver sem íslenska ríkið beri ábyrgð á hafi slegið eign sinni á umrædda muni, eða að önnur saknæm háttsemi skýri hvarf þeirra, því væri engin stoð fyrir staðhæfingum í þá veru. Einn lögreglumanna sem kom að málinu sagði fyrir dómi að Viðari hafi verið afhentir munir við lok yfirheyrslu hans, og sagðist hann bera minni til þess að um armbandsúr og fleiri verðlitla muni hafi verið að ræða, líkt og segir í dómi héraðsdóms. Sagðist hann þó ekki geta fullyrt að þeir muni hafi verið þeir sömu og skráðir voru í munaskrá, og málið snerist um. Í dómi héraðsdóms segir að þau gögn sem liggi fyrir í málinu auk vitnisburðar vitna styðji ekki staðhæfingar Viðars um að haldlögðu munirnir hafi í raun verið þeir sem hann byggði þetta mál á, þvert á móti séu vísbendingar um að munirnir sem haldlagðir voru hafi verið verðlitlir og að þeir hafi verið afhentir honum áður en rannsókn á sakamálinu gegn honum lauk. Þá hafi engin gögn verið lögð fram sem sýni að Viðar hafi átt eða haft í fórum sínum þessa dýru muni sem málið snerist um auk þess sem að ekkert hafi verið lagt fram sem sýni að hann hafi erft slíka muni, líkt og Viðar hélt fram. Mat dómurinn því svo að það væri ósannað með öllu að Viðar hefði orðið fyrir því tjóni sem hann taldi sig hafa orðið fyrir. Var íslenska ríkið því sýknað af öllum kröfum Viðars. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Héraðsdómur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu Viðars Más Friðfinnssonar, fyrrverandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Viðar vildi fá sextán milljónir frá ríkinu vegna verðmæta sem tekin voru af heimili hans við húsleit lögreglu, en fundust ekki þegar kallað var eftir þeim. Forsagan er sú að Viðar var handtekinn og færður í varðhald árið 2013 í tengslum við rannsókn lögreglu á starfsemi Strawberries. Sú rannsókn leiddi til þess að Viðar var ákærður fyrir skattalagabrot og síðar dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Landsréttur þyngdi síðar dóminn um sex mánuði auk þess sem að söluandvirði báts og sjö bíla voru gerð upptæk auk innistæðna á bankareikningum. Fábrotin lýsing í munaskrá Við rannsókn málsins gerði lögregla húsleit á heimili Viðars þar sem haldlagðir voru peningar, bókhaldsgögn og ýmsir munir, þar á meðal úr og skartgripir. Munirnir voru skráðir í munaskrá lögreglu en virðast hafa horfið þaðan, líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Aðeins starfsmenn lögreglu eiga að hafa aðgang að þessum hirslum. Í munaskrá lögreglu vegna munanna kom eftirfarandi fram: „Ýmsir skartgripir, hringir, Rolex úr, hálskeðjur og bindisnælur. Fannst í svörtu veski í peningaskáp inn í bílskúr“. Framleiðendurnir voru sagðir óþekktir og verðmæti þeirra eða raðnúmer ekki skráð. Upp komst að verðmætin væru horfin úr hirslum lögreglu þegar embætti héraðssaksóknara kallaði eftir þeim til að láta verðmeta þau. Hvarf munanna sætti í kjölfarið bæði rannsókn innanhúss hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara. Hvorug skilaði niðurstöðu. Í kjölfar þess krafðist Viðar þess að bótaskylda hans yrði viðurkennd vegna málsins og fór það mál fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn í gær. Lögregla sagði verklagsreglum ekki hafa verið fylgt Í yfirlýsingu frá lögreglunni vegna hvarfs munanna sem gefin var út í janúar árið 2018 var málið harmað og það tekið fram að verklagsreglum hafi ekki verið fylgt sem gilda um haldlagða muni í vörslu lögreglu. Í kæru frá Viðari til héraðssaksóknara vegna hvarfs munanna sagði Viðar að um verðmæta erfðagripi hafi verið að ræða og taldi hann að lögreglumenn hefðu slegið eign sinni á gripina. Sagði hann að um fjögur Rolex-úr hafi verið að ræða og fimmtán skartripi, alls að verðmæti sextán milljónir króna. Byggði fjárhæð krörfunnar á endurkaupaverði á Ebay Krafðist hann bóta fyrir að að hafa ekki fengið munina afhenta og vildi hann meina að starfsmenn lögreglunnar hafi af ásetning eða gáleysi brotið þær reglur sem gilda um haldlagningu muna. Gera þyrfti strangar kröfur til lögreglunnar um að hún starfi eftir settum lögum og verklagsreglum. Byggði hann fjárhæð kröfunnar á endurkaupaverði sambærilegra muna af sömu tegund á uopboðsvefnum Ebay.com. Vörn ríkisins í málinu byggðist á því að ítarleg rannsókn hafi farið fram af hálfu yfirvalda eftir að kæra barst vegna málsins. Ítarleg rannsókn hafi verið gerð innanhús hjá lögreglu auk þess sem að héraðssaksóknari hafi rannsakað málið, án þess að neitt saknæmt hafi komið í ljós og að ekki hafi verið talinn grundvöllur til áframhaldandi rannsóknar málsins. Þá sé það ósannað að lögregla hafi tapað mununum, þvert á móti hafi Viðar ekki sýnt fram á að munirnir hafi yfirhöfuð verið til eða í hans eigu. Þá sé það ósannað að um verðmæta erfðagripi hafi verið að ræða. Tókst ekki að sýna fram á tjón Í dómi héraðsdóms segir að ekkert sem fram hafi komið í málinu veiti vísbendingu um að hvarf munanna megi rekja til þess að einhver sem íslenska ríkið beri ábyrgð á hafi slegið eign sinni á umrædda muni, eða að önnur saknæm háttsemi skýri hvarf þeirra, því væri engin stoð fyrir staðhæfingum í þá veru. Einn lögreglumanna sem kom að málinu sagði fyrir dómi að Viðari hafi verið afhentir munir við lok yfirheyrslu hans, og sagðist hann bera minni til þess að um armbandsúr og fleiri verðlitla muni hafi verið að ræða, líkt og segir í dómi héraðsdóms. Sagðist hann þó ekki geta fullyrt að þeir muni hafi verið þeir sömu og skráðir voru í munaskrá, og málið snerist um. Í dómi héraðsdóms segir að þau gögn sem liggi fyrir í málinu auk vitnisburðar vitna styðji ekki staðhæfingar Viðars um að haldlögðu munirnir hafi í raun verið þeir sem hann byggði þetta mál á, þvert á móti séu vísbendingar um að munirnir sem haldlagðir voru hafi verið verðlitlir og að þeir hafi verið afhentir honum áður en rannsókn á sakamálinu gegn honum lauk. Þá hafi engin gögn verið lögð fram sem sýni að Viðar hafi átt eða haft í fórum sínum þessa dýru muni sem málið snerist um auk þess sem að ekkert hafi verið lagt fram sem sýni að hann hafi erft slíka muni, líkt og Viðar hélt fram. Mat dómurinn því svo að það væri ósannað með öllu að Viðar hefði orðið fyrir því tjóni sem hann taldi sig hafa orðið fyrir. Var íslenska ríkið því sýknað af öllum kröfum Viðars.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira