Laug til að leyna óléttu á HM eftir að liðsfélagi kjaftaði frá Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2020 11:01 Camilla Herrem er ólétt á þessari mynd sem tekin var á HM 2017 þar sem hún vann silfur með Noregi. Getty/Axel Heimken Einn af máttarstólpunum sem Þórir Hergeirsson hefur treyst á í norska kvennalandsliðinu í handbolta, Camilla Herrem, þurfti að ljúga blákalt að blaðamanni til að leyna því að hún væri ólétt á stórmóti. Herrem greinir frá þessu í nýútkominni bók um líf sitt sem atvinnuhandboltakonu. Hún lék ólétt með Noregi á HM í Þýskalandi 2017 og vann til silfurverðlauna með liðinu. Herrem greindi liðsfélögum sínum frá stöðunni á undirbúningsmóti fyrir HM, í nóvember 2017. Þá var hún bara komin átta vikur á leið og fengu liðsfélagarnir skýr skilaboð um að halda óléttunni leyndri. Aðeins þeir, þrjár nánar vinkonur Herrem og allra nánasta fjölskylda vissi að hún væri með barni. Hernaðarleyndarmál en einhver kjaftaði frá „Þetta var hernaðarleyndarmál, eitthvað sem að aðeins fáir útvaldir vissu af. Ég gat ímyndað mér allt fárið ef að þetta kæmist upp rétt fyrir HM. Mér fannst það heldur ekki sanngjarnt gagnvart andstæðingunum, að þeir þyrftu að hafa í huga að vinstri hornamaður Noregs væri óléttur. Ég treysti því að stelpurnar myndu ekkert segja, því lofuðu þær,“ skrifaði Herrem. En eftir að keppni á HM var hafin er ljóst að einhver hefur kjaftað frá. Jostein Overvik, reyndur blaðamaður VG, vatt sér að Herrem og spurði hana í einrúmi hvort hún gæti staðfest að hún gengi með barn. „Heilinn var eldfljótur að bregðast við og ég svaraði því að nei, það passaði ekki, ég væri alls ekki ólétt,“ skrifaði Herrem sem er viss um að einhver liðsfélaga hennar hafi kjaftað frá. Þar með hafi hún verið þvinguð til að ljúga að Overvik sem hafi verið afskaplega óskemmtilegt, sérstaklega þar sem að hún beri mikla virðingu fyrir honum sem blaðamanni og hafi alltaf viljað segja heiðarlega frá. Hún hafi hins vegar sjálf viljað ráða því hvar og hvenær hún segði frá stórtíðindunum. Camilla Herrem og liðsfélagar hennar fögnuðu vel eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á HM 2017. Hún hafði áður lýst yfir vonbrigðum sínum yfir því að einhver liðsfélaganna skyldi segja frá óléttu hennar.Getty/Axel Heimken Eftir að hafa rætt við Overvik lét Herrem liðsfélaga sína vita hvað sér þætti um að kjaftað hefði verið frá. „Ég leyndi því ekki að ég var bálreið en nú vissu allir hvað mér fannst og þá var bara að einbeita sér áfram að leikjunum á HM. Ég setti ekki í gang einhverja rannsókn til að finna út hver kjaftaði, og hafði ekki heldur trú á að einhver myndi brotna saman og biðjast afsökunar,“ skrifaði Herrem, sem enn í dag veit ekki hvaðan Overvik fékk upplýsingarnar. Það var svo 22. desember, eftir að Herrem hafði unnið enn ein verðlaun sín á stórmóti, sem að hún birti mynd af tíkinni sinni á Instagram og skrifaði: „Getið hvað! Ég er að verða stóra systir.“ Herrem, sem er 34 ára gömul, hefur spilað 250 landsleiki fyrir Noreg, alla með Þóri sem aðstoðar- eða síðar aðalþjálfara liðsins. Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Einn af máttarstólpunum sem Þórir Hergeirsson hefur treyst á í norska kvennalandsliðinu í handbolta, Camilla Herrem, þurfti að ljúga blákalt að blaðamanni til að leyna því að hún væri ólétt á stórmóti. Herrem greinir frá þessu í nýútkominni bók um líf sitt sem atvinnuhandboltakonu. Hún lék ólétt með Noregi á HM í Þýskalandi 2017 og vann til silfurverðlauna með liðinu. Herrem greindi liðsfélögum sínum frá stöðunni á undirbúningsmóti fyrir HM, í nóvember 2017. Þá var hún bara komin átta vikur á leið og fengu liðsfélagarnir skýr skilaboð um að halda óléttunni leyndri. Aðeins þeir, þrjár nánar vinkonur Herrem og allra nánasta fjölskylda vissi að hún væri með barni. Hernaðarleyndarmál en einhver kjaftaði frá „Þetta var hernaðarleyndarmál, eitthvað sem að aðeins fáir útvaldir vissu af. Ég gat ímyndað mér allt fárið ef að þetta kæmist upp rétt fyrir HM. Mér fannst það heldur ekki sanngjarnt gagnvart andstæðingunum, að þeir þyrftu að hafa í huga að vinstri hornamaður Noregs væri óléttur. Ég treysti því að stelpurnar myndu ekkert segja, því lofuðu þær,“ skrifaði Herrem. En eftir að keppni á HM var hafin er ljóst að einhver hefur kjaftað frá. Jostein Overvik, reyndur blaðamaður VG, vatt sér að Herrem og spurði hana í einrúmi hvort hún gæti staðfest að hún gengi með barn. „Heilinn var eldfljótur að bregðast við og ég svaraði því að nei, það passaði ekki, ég væri alls ekki ólétt,“ skrifaði Herrem sem er viss um að einhver liðsfélaga hennar hafi kjaftað frá. Þar með hafi hún verið þvinguð til að ljúga að Overvik sem hafi verið afskaplega óskemmtilegt, sérstaklega þar sem að hún beri mikla virðingu fyrir honum sem blaðamanni og hafi alltaf viljað segja heiðarlega frá. Hún hafi hins vegar sjálf viljað ráða því hvar og hvenær hún segði frá stórtíðindunum. Camilla Herrem og liðsfélagar hennar fögnuðu vel eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á HM 2017. Hún hafði áður lýst yfir vonbrigðum sínum yfir því að einhver liðsfélaganna skyldi segja frá óléttu hennar.Getty/Axel Heimken Eftir að hafa rætt við Overvik lét Herrem liðsfélaga sína vita hvað sér þætti um að kjaftað hefði verið frá. „Ég leyndi því ekki að ég var bálreið en nú vissu allir hvað mér fannst og þá var bara að einbeita sér áfram að leikjunum á HM. Ég setti ekki í gang einhverja rannsókn til að finna út hver kjaftaði, og hafði ekki heldur trú á að einhver myndi brotna saman og biðjast afsökunar,“ skrifaði Herrem, sem enn í dag veit ekki hvaðan Overvik fékk upplýsingarnar. Það var svo 22. desember, eftir að Herrem hafði unnið enn ein verðlaun sín á stórmóti, sem að hún birti mynd af tíkinni sinni á Instagram og skrifaði: „Getið hvað! Ég er að verða stóra systir.“ Herrem, sem er 34 ára gömul, hefur spilað 250 landsleiki fyrir Noreg, alla með Þóri sem aðstoðar- eða síðar aðalþjálfara liðsins.
Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira