Alltaf verið meira hrifin af raunveruleikanum en einhverri glansmynd Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. október 2020 20:00 Heimildamyndaröð ljósmyndarans af Sunnu Valdísi, Sigurði Hólmari Jóhannessyni og Ragnheiði Erlu Hjaltadóttur verður til sýnis á stórri ljósmyndahátíð á Spáni á næsta ári. Nokkrar af myndunum má sjá í þessari frétt. Díana Júlíusdóttir Ljósmyndarinn Díana Júlíusdóttir hefur þrátt fyrir stuttan starfsaldur í faginu hlotið mikla athygli fyrir myndir sínar. Í vikunni fékk hún þær fréttir að heimildarmyndaröð hennar af Sunnu Valdísi Sigurðardóttur og foreldrum hennar, Ragnheiði Erlu Hjaltadóttur og Sigurði Hólmari Jóhannssyni, verður sýnd á stórri ljósmyndasýningu í Barcelona á næsta ári. „Hugmyndin kom þegar ég var í ljósmyndanámi í Ljósmyndaskólanum og var í áfanga sem heitir Þitt eigið verkefni undir handleiðslu Atla Más Hafsteinssonar kennara, sem hvatti mig áfram að gera meira úr verkefninu, verkefnið varð mun stærra og ég hélt áfram með það eftir útskrift,“ segir Díana um verkefnið sem verður til sýnis í Barcelona. „Ég hafði verið búin að fylgjast með fjölskyldunni í einhvern tíman á Facebook en við Ragnheiður Erla unnum á sama vinnustað svo við þekktum til hvor annarrar.“ Díana Júlíusdóttir ljósmyndariÓlafur Jónasson Tók tíma að fá samþykki Sunna Valdís er eini Íslendingurinn sem er með sjaldgæfan og ólæknandi taugasjúkdóm sem kallast AHC. Sjúkdómnum hefur verið lýst eins og lifa með tifandi tímasprengju, því köstin geta komið hvenær sem er og oftast án fyrirvara. „Það er oft talað um að AHC sé móðir allra taugasjúkdóma því sjúkdómurinn hefur öll einkenni allra annara taugasjúkdóma. Ég tók eftir að foreldrarnir voru dugleg að pósta sögum og myndum af Sunnu en ég sá aldrei hvernig þeim leið. Ég hugsaði með mér hvernig er að eiga langveikt barn og hvernig get ég tjáð það með ljósmyndum, þá fékk ég hugmynd að tala við þau. Að sagan væri foreldrarnir. Það tók smá tíma að fá samþykki þeirra beggja, enda er mjög viðkvæmt og vandmeðfarið að fara inn á heimili fjölskyldu sem þú þekkir ekkert í þeirra aðstæðum. Mikið er ég þakklát að hafa farið í þetta verkefni því við erum orðnir góðir vinir í dag. Mikil nálægð og traust milli okkar hafa gert vináttu okkar sterka. Ég fékk að heyra frá þeim seinna að ég væri eini ljósmyndarinn sem þau hefðu treyst til að fá að fara inn á heimili þeirra og tekið ljósmyndir af þeim. Það var mér mikill heiður, auðmýkt og þakklæti að heyra það frá þeim.“ Myndir Díönu sína meðal annars líðan foreldranna þegar þau þurfa að horfa á barnið sitt kveljast vegna sjúkdóm sem engin lækning er til við. „Það tók verulega á fyrst því þá var ég að kynnast þeim og við að mynda traust okkar á milli. Ég þurfti svolítið að sannfæra þau að með því að taka góðar heimildaljósmyndir þá verða þær að vera einlægar og þá verður að vera traust á milli okkar. Það var ekki fyrr en að traustið var komið að verkefnið fór að ganga. Ég var fluga á vegg hjá þeim í næstum þrjú ár. Ég er að koma inn á heimili í aðstæður hjá fólki þar sem fáir fá að sjá og heyra. Fólki finnst alltaf vont að sjá sannleikann í ljósmyndun en það verður líka fá að segja þær sögur sem eru óþægilegar. Það er alltaf auðveldast að horfa fram hjá einlægninni og sjá bara glansmyndina af lífi fólks því það er svo þægilegt.“ Díana Júlíusdóttir Gefast aldrei upp Díana segir að myndirnar séu einlægar og er í raun blákaldur veruleiki í lífi þessa fólks, sem tekur hvern dag af æðruleysi. „Mér fannst mjög erfitt að sjá hvað foreldrarnir voru varnarlaus gagnvart barninu sínu, Ég sá sorgina og líka styrkinn sem þau hafa en þau halda alltaf í vonina um að lækning verði til við sjúkdómnum. Það sem kom mér mest á óvart er hvað þau hjónin hafa svo mikla seiglu, ást og gefast aldrei upp, virðingin fyrir hvort öðru er til mikillar fyrirmyndar, þau eru í raun hetjur og við getum öll lært af þeim.“ Hún segir að myndirnar séu í raun að segja frá daglegu lífi fólks þar sem þau eru í stöðugum ótta hvernig dagurinn eða nóttin mun vera hjá barninu þeirra sem glímir við mjög erfiðan ólæknandi sjúkdóm. „Þarna eru foreldrarnir að gera allt til að lina þjáningar barnsins en það eina sem þau geta gert er að sýna ást og þolinmæði. Ég hef fengið mjög jákvæð viðbrögð við myndunum, fólk sér hvað mikla virðingu ég ber fyrir verkefninu og að einlægnin er sjáanleg. Þetta eru óþægilegar myndir en samt svo fallegar.“ Ekkert verið að fela Í vikunni var Díönu boðið að taka þátt á næsta ári í ljósmyndahátíð sem kallast 6th edition of the Biennial of Fine Art & Documentary Photography. Verða myndirnar sem hún tók af fjölskyldunni til sýnis á þessari hátíð. Díana Júlíusdóttir „Ég tók líka þátt á sömu ljósmyndahátið fyrir tveimur árum en þá sýndi ég heimildaljósmyndir af fjölskyldu minni, þegar við erum á sumrin í Galtarvita sem er á einum afskekktasta stað á Íslandi. Þetta eru mjög ólík verkefni en bæði hafa sérstakan blæ yfir sér. Þannig eru líka heimildaljósmyndir, það er ekkert verið að fela heldur verið að segja frá raunverulegum atburðum á einlægan hátt.“ Díana segir að þetta sé mikill heiður og er glöð að fá að segja fleirum sögu fjölskyldunnar. „Þetta er stór ljósmyndahátíð sem haldin er annað hvert ár, til þess að fá inngöngu þá þarftu að vera búin að vinna til ákveðinna ljósmyndaverðlauna. Þarna koma margir ljósmyndarar viða að úr heiminum. Þetta er mjög stór og vönduð ljósmyndahátíð fyrir heimilda- og lista ljósmyndara. Þarna hittist stór hópur fólks sem vinnur að því sama. að hafa ástríðu að skapa sögur og list með ljósmyndun. Ég fékk inngöngu vegna heimildaljósmyndaverðlauna sem ég fékk fyrir þetta verkefni.“ Díana Júlíusdóttir Ljósmyndahátíðin verður haldin í FotoNostrum Gallery sem staðsett er í hjarta Barcelona „Það er mikill heiður að fá að taka þátt í sýningum, það er viðurkenning að maður sé að gera eitthvað sem vekur athygli. Þannig er það í heimildaljósmyndum að maður má aldrei gefast upp heldur halda áfram að segja sögur, því þær lifa. Ljósmyndir er form af list þar sem þú getur breytt sögunni og fengið fólk til að skilja betur um ákveðið málefni, fólk fari að taka betur eftir einhverju ákveðnum málaflokki því það voru teknar myndir og sýnir þá mun betur skilning á viðfangsefninu. Það er mér mjög mikilvægt að saga foreldrana er sögð og það mun hún sannarlega gera með því að taka þátt í þessari ljósmyndahátíð. Ljósmynd getur sagt meira en þúsund orð.“ Díana Júlíusdóttir Eins og gott konfekt Díana fékk mjög snemma áhuga á ljósmyndun en lauk ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og fór ekki í Ljósmyndaskóla Íslands fyrr en mörgum árum seinna. Hún lauk náminu árið 2018 og hefur síðan þá vakið verðskuldaða athygli. „Ég fékk mína fyrstu Kodak filmuvél frá foreldrum mínum í jólagjöf þegar ég var ellefu ára. Þegar ég var fjórtán ára þá bjó ég í Danmörku og var þar í grunnskóla, ég var svo heppin að þar var kennd ljósmyndun í einum áfanga. Ég lærði þar margt, frá því að taka ljósmyndir og að framkalla. Þetta fannst mér mjög skemmtilegt og spennandi sem unglingur. Ég held að þarna hafi ekki verið aftur snúið, ég hef alltaf keypt mun meira af ljósmyndabókum en öðrum bókum og get endalaust verið að grufla í þeim fram og aftur. Fyrir mér eru ljósmyndabækur eins og gott konfekt. Síðan lét drauminn minn rætast þegar ég hóf nám í Ljósmyndaskólanum fyrir níu árum ég reyndar tók síðan pásu eftir fyrsta árið í fjögur ár en fór aftur og útskrifaðist í byrjun árs 2018. Þrátt fyrir langa pásu þá var ég mjög virk að ljósmynda og tók þátt í ýmsum ljósmyndasýningum bæði hér heima á Íslandi og erlendis.“ Hún hefur haldið fjórar einkasýningar og tekið þátt í átta hópsýningum með öðrum ljósmyndurum. Hún hefur meðal annars fengið Julia Margaret Cameron-verðlaunin, Pollux verðlaun og einnig unnið til bæði gull- og silfurverðlaun í San Francisco Bay Internatonal Photo Show. Díana segir að hún hafi á margan hátt þróast sem ljósmyndari síðan hún lauk náminu. „Ég er nákvæmari og geri miklar kröfur til mín. Ég læt ekkert frá mér nema ég sé 100 prósent sátt sjálf með útkomuna. Heimildaljósmyndari þarf að vera þolinmóður og það getur oft tekið marga mánuði eða mörg ár að ljúka verkefninu. Erfiðast finnst mér er að taka ákvörðun að verkefninu er lokið.“ Einlægni og staðreyndir Hún hafði alltaf haft mikinn áhuga á heimildaljósmyndum en bjóst reyndar aldrei við því sjálf að hún færi að taka heimildaljósmyndir. „Þegar ég var í ljósmyndanáminu þá fannst mér mest spennandi áfangar sem tengdist heimildaljósmyndum og svo þróaðist þetta alltaf meir og meir hjá mér. Ég hef alltaf verið meira hrifin af raunveruleikanum, einlægninni og staðreyndum heldur en einhverri glansmynd.“ Hún segir að sér þyki vænt um öll verk sem hún hefur gert, enda verði hún mjög náin öllum verkefnum. „Það er ekki hægt að gera upp á milli þeirra eins og maður gerir ekki upp á milli barnanna sinna.“ Díana Júlíusdóttir Valdaníðsla á Íslandi Díana gaf úr sína fyrstu ljósmyndabók fyrir tveimur árum ásamt vini sínum Sigmundi Erni Rúnarssyni. „Hún heitir Hnúkurinn og er ferðasaga á hæsta fjall Íslands. Það er aldrei að vita hvernig framtíðin verður en það verður að koma ljós hvort ég mun gera aðra ljósmyndabók.“ Þrátt fyrir heimsfaraldurinn hefur Díana í nógu að snúast og segir að öll verkefnin séu hennar draumaverkefni. „Ég er mjög þakklát að fá að vinna að ljósmynduninni og Covid stoppar mig ekki að taka ljósmyndir.“ Í desember mun hún svo taka þátt í sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar. „Þetta verkefni heitir List í 365 daga og verða þarna verk til sýnis sem verða á dagatali fyrir árið 2021. Einn listamaður er með eitt verk fyrir einn dag. Þetta verða því 365 listamenn sem taka þátt og er mjög gaman að fá að vera boðin að taka þátt í því verkefni.“ Í augnablikinu er hún einnig í rannsóknarvinnu fyrir áhugavert verkefni. „Ég er að vinna að ljósmyndaverkefni sem tengist valdníðslu hér á landi og tengi það við galdrabrennur sem voru framdar hér á Íslandi á 17.öld. Svo má maður ekki segja of mikið fyrr en verkið verður tilbúið en þetta er mjög áhugavert verkefni,“ segir Díana að lokum. Ljósmyndun Spjallið með Góðvild Tengdar fréttir „Ég þoldi ekki þetta óréttlæti“ Með hjálp íslensku heimildarmyndarinnar Human Timebombs hafa safnast yfir 600 milljónir króna í rannsóknir á AHC taugasjúkdómnum á síðustu fimm árum. Kvikmyndagerðakonan Ágústa Fanney Snorradóttir leikstýrði myndinni. 20. september 2020 20:16 Sterkari rödd og nýr vettvangur fyrir langveik og fötluð börn á Íslandi Á þriðjudag hefur göngu sína á Vísi þátturinn Spjallið með góðvild og mun nýr þáttur birtast vikulega. Um er að ræða nýjan vettvang sem ætlað er að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni í samfélaginu. 17. september 2020 12:00 Leita að hugrökkum þingmanni eða ráðherra til að taka málið lengra Foreldrar langveikra barna eru flestir í sífelldri baráttu við kerfið hér á landi og segja að það sé löngu kominn tími á breytingar. „Við erum öll alltaf að reyna að kalla eftir hjálpinni og það er hlustað, höldum við, og við erum öll ótrúlega sátt þegar við förum og tölum við einhvern en svo gerist bara ekkert, það er enginn sem fylgir því eftir,“ segir Þórunn Eva um kerfið hér á landi. 24. september 2020 14:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Ljósmyndarinn Díana Júlíusdóttir hefur þrátt fyrir stuttan starfsaldur í faginu hlotið mikla athygli fyrir myndir sínar. Í vikunni fékk hún þær fréttir að heimildarmyndaröð hennar af Sunnu Valdísi Sigurðardóttur og foreldrum hennar, Ragnheiði Erlu Hjaltadóttur og Sigurði Hólmari Jóhannssyni, verður sýnd á stórri ljósmyndasýningu í Barcelona á næsta ári. „Hugmyndin kom þegar ég var í ljósmyndanámi í Ljósmyndaskólanum og var í áfanga sem heitir Þitt eigið verkefni undir handleiðslu Atla Más Hafsteinssonar kennara, sem hvatti mig áfram að gera meira úr verkefninu, verkefnið varð mun stærra og ég hélt áfram með það eftir útskrift,“ segir Díana um verkefnið sem verður til sýnis í Barcelona. „Ég hafði verið búin að fylgjast með fjölskyldunni í einhvern tíman á Facebook en við Ragnheiður Erla unnum á sama vinnustað svo við þekktum til hvor annarrar.“ Díana Júlíusdóttir ljósmyndariÓlafur Jónasson Tók tíma að fá samþykki Sunna Valdís er eini Íslendingurinn sem er með sjaldgæfan og ólæknandi taugasjúkdóm sem kallast AHC. Sjúkdómnum hefur verið lýst eins og lifa með tifandi tímasprengju, því köstin geta komið hvenær sem er og oftast án fyrirvara. „Það er oft talað um að AHC sé móðir allra taugasjúkdóma því sjúkdómurinn hefur öll einkenni allra annara taugasjúkdóma. Ég tók eftir að foreldrarnir voru dugleg að pósta sögum og myndum af Sunnu en ég sá aldrei hvernig þeim leið. Ég hugsaði með mér hvernig er að eiga langveikt barn og hvernig get ég tjáð það með ljósmyndum, þá fékk ég hugmynd að tala við þau. Að sagan væri foreldrarnir. Það tók smá tíma að fá samþykki þeirra beggja, enda er mjög viðkvæmt og vandmeðfarið að fara inn á heimili fjölskyldu sem þú þekkir ekkert í þeirra aðstæðum. Mikið er ég þakklát að hafa farið í þetta verkefni því við erum orðnir góðir vinir í dag. Mikil nálægð og traust milli okkar hafa gert vináttu okkar sterka. Ég fékk að heyra frá þeim seinna að ég væri eini ljósmyndarinn sem þau hefðu treyst til að fá að fara inn á heimili þeirra og tekið ljósmyndir af þeim. Það var mér mikill heiður, auðmýkt og þakklæti að heyra það frá þeim.“ Myndir Díönu sína meðal annars líðan foreldranna þegar þau þurfa að horfa á barnið sitt kveljast vegna sjúkdóm sem engin lækning er til við. „Það tók verulega á fyrst því þá var ég að kynnast þeim og við að mynda traust okkar á milli. Ég þurfti svolítið að sannfæra þau að með því að taka góðar heimildaljósmyndir þá verða þær að vera einlægar og þá verður að vera traust á milli okkar. Það var ekki fyrr en að traustið var komið að verkefnið fór að ganga. Ég var fluga á vegg hjá þeim í næstum þrjú ár. Ég er að koma inn á heimili í aðstæður hjá fólki þar sem fáir fá að sjá og heyra. Fólki finnst alltaf vont að sjá sannleikann í ljósmyndun en það verður líka fá að segja þær sögur sem eru óþægilegar. Það er alltaf auðveldast að horfa fram hjá einlægninni og sjá bara glansmyndina af lífi fólks því það er svo þægilegt.“ Díana Júlíusdóttir Gefast aldrei upp Díana segir að myndirnar séu einlægar og er í raun blákaldur veruleiki í lífi þessa fólks, sem tekur hvern dag af æðruleysi. „Mér fannst mjög erfitt að sjá hvað foreldrarnir voru varnarlaus gagnvart barninu sínu, Ég sá sorgina og líka styrkinn sem þau hafa en þau halda alltaf í vonina um að lækning verði til við sjúkdómnum. Það sem kom mér mest á óvart er hvað þau hjónin hafa svo mikla seiglu, ást og gefast aldrei upp, virðingin fyrir hvort öðru er til mikillar fyrirmyndar, þau eru í raun hetjur og við getum öll lært af þeim.“ Hún segir að myndirnar séu í raun að segja frá daglegu lífi fólks þar sem þau eru í stöðugum ótta hvernig dagurinn eða nóttin mun vera hjá barninu þeirra sem glímir við mjög erfiðan ólæknandi sjúkdóm. „Þarna eru foreldrarnir að gera allt til að lina þjáningar barnsins en það eina sem þau geta gert er að sýna ást og þolinmæði. Ég hef fengið mjög jákvæð viðbrögð við myndunum, fólk sér hvað mikla virðingu ég ber fyrir verkefninu og að einlægnin er sjáanleg. Þetta eru óþægilegar myndir en samt svo fallegar.“ Ekkert verið að fela Í vikunni var Díönu boðið að taka þátt á næsta ári í ljósmyndahátíð sem kallast 6th edition of the Biennial of Fine Art & Documentary Photography. Verða myndirnar sem hún tók af fjölskyldunni til sýnis á þessari hátíð. Díana Júlíusdóttir „Ég tók líka þátt á sömu ljósmyndahátið fyrir tveimur árum en þá sýndi ég heimildaljósmyndir af fjölskyldu minni, þegar við erum á sumrin í Galtarvita sem er á einum afskekktasta stað á Íslandi. Þetta eru mjög ólík verkefni en bæði hafa sérstakan blæ yfir sér. Þannig eru líka heimildaljósmyndir, það er ekkert verið að fela heldur verið að segja frá raunverulegum atburðum á einlægan hátt.“ Díana segir að þetta sé mikill heiður og er glöð að fá að segja fleirum sögu fjölskyldunnar. „Þetta er stór ljósmyndahátíð sem haldin er annað hvert ár, til þess að fá inngöngu þá þarftu að vera búin að vinna til ákveðinna ljósmyndaverðlauna. Þarna koma margir ljósmyndarar viða að úr heiminum. Þetta er mjög stór og vönduð ljósmyndahátíð fyrir heimilda- og lista ljósmyndara. Þarna hittist stór hópur fólks sem vinnur að því sama. að hafa ástríðu að skapa sögur og list með ljósmyndun. Ég fékk inngöngu vegna heimildaljósmyndaverðlauna sem ég fékk fyrir þetta verkefni.“ Díana Júlíusdóttir Ljósmyndahátíðin verður haldin í FotoNostrum Gallery sem staðsett er í hjarta Barcelona „Það er mikill heiður að fá að taka þátt í sýningum, það er viðurkenning að maður sé að gera eitthvað sem vekur athygli. Þannig er það í heimildaljósmyndum að maður má aldrei gefast upp heldur halda áfram að segja sögur, því þær lifa. Ljósmyndir er form af list þar sem þú getur breytt sögunni og fengið fólk til að skilja betur um ákveðið málefni, fólk fari að taka betur eftir einhverju ákveðnum málaflokki því það voru teknar myndir og sýnir þá mun betur skilning á viðfangsefninu. Það er mér mjög mikilvægt að saga foreldrana er sögð og það mun hún sannarlega gera með því að taka þátt í þessari ljósmyndahátíð. Ljósmynd getur sagt meira en þúsund orð.“ Díana Júlíusdóttir Eins og gott konfekt Díana fékk mjög snemma áhuga á ljósmyndun en lauk ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og fór ekki í Ljósmyndaskóla Íslands fyrr en mörgum árum seinna. Hún lauk náminu árið 2018 og hefur síðan þá vakið verðskuldaða athygli. „Ég fékk mína fyrstu Kodak filmuvél frá foreldrum mínum í jólagjöf þegar ég var ellefu ára. Þegar ég var fjórtán ára þá bjó ég í Danmörku og var þar í grunnskóla, ég var svo heppin að þar var kennd ljósmyndun í einum áfanga. Ég lærði þar margt, frá því að taka ljósmyndir og að framkalla. Þetta fannst mér mjög skemmtilegt og spennandi sem unglingur. Ég held að þarna hafi ekki verið aftur snúið, ég hef alltaf keypt mun meira af ljósmyndabókum en öðrum bókum og get endalaust verið að grufla í þeim fram og aftur. Fyrir mér eru ljósmyndabækur eins og gott konfekt. Síðan lét drauminn minn rætast þegar ég hóf nám í Ljósmyndaskólanum fyrir níu árum ég reyndar tók síðan pásu eftir fyrsta árið í fjögur ár en fór aftur og útskrifaðist í byrjun árs 2018. Þrátt fyrir langa pásu þá var ég mjög virk að ljósmynda og tók þátt í ýmsum ljósmyndasýningum bæði hér heima á Íslandi og erlendis.“ Hún hefur haldið fjórar einkasýningar og tekið þátt í átta hópsýningum með öðrum ljósmyndurum. Hún hefur meðal annars fengið Julia Margaret Cameron-verðlaunin, Pollux verðlaun og einnig unnið til bæði gull- og silfurverðlaun í San Francisco Bay Internatonal Photo Show. Díana segir að hún hafi á margan hátt þróast sem ljósmyndari síðan hún lauk náminu. „Ég er nákvæmari og geri miklar kröfur til mín. Ég læt ekkert frá mér nema ég sé 100 prósent sátt sjálf með útkomuna. Heimildaljósmyndari þarf að vera þolinmóður og það getur oft tekið marga mánuði eða mörg ár að ljúka verkefninu. Erfiðast finnst mér er að taka ákvörðun að verkefninu er lokið.“ Einlægni og staðreyndir Hún hafði alltaf haft mikinn áhuga á heimildaljósmyndum en bjóst reyndar aldrei við því sjálf að hún færi að taka heimildaljósmyndir. „Þegar ég var í ljósmyndanáminu þá fannst mér mest spennandi áfangar sem tengdist heimildaljósmyndum og svo þróaðist þetta alltaf meir og meir hjá mér. Ég hef alltaf verið meira hrifin af raunveruleikanum, einlægninni og staðreyndum heldur en einhverri glansmynd.“ Hún segir að sér þyki vænt um öll verk sem hún hefur gert, enda verði hún mjög náin öllum verkefnum. „Það er ekki hægt að gera upp á milli þeirra eins og maður gerir ekki upp á milli barnanna sinna.“ Díana Júlíusdóttir Valdaníðsla á Íslandi Díana gaf úr sína fyrstu ljósmyndabók fyrir tveimur árum ásamt vini sínum Sigmundi Erni Rúnarssyni. „Hún heitir Hnúkurinn og er ferðasaga á hæsta fjall Íslands. Það er aldrei að vita hvernig framtíðin verður en það verður að koma ljós hvort ég mun gera aðra ljósmyndabók.“ Þrátt fyrir heimsfaraldurinn hefur Díana í nógu að snúast og segir að öll verkefnin séu hennar draumaverkefni. „Ég er mjög þakklát að fá að vinna að ljósmynduninni og Covid stoppar mig ekki að taka ljósmyndir.“ Í desember mun hún svo taka þátt í sýningu í Listasafni Reykjanesbæjar. „Þetta verkefni heitir List í 365 daga og verða þarna verk til sýnis sem verða á dagatali fyrir árið 2021. Einn listamaður er með eitt verk fyrir einn dag. Þetta verða því 365 listamenn sem taka þátt og er mjög gaman að fá að vera boðin að taka þátt í því verkefni.“ Í augnablikinu er hún einnig í rannsóknarvinnu fyrir áhugavert verkefni. „Ég er að vinna að ljósmyndaverkefni sem tengist valdníðslu hér á landi og tengi það við galdrabrennur sem voru framdar hér á Íslandi á 17.öld. Svo má maður ekki segja of mikið fyrr en verkið verður tilbúið en þetta er mjög áhugavert verkefni,“ segir Díana að lokum.
Ljósmyndun Spjallið með Góðvild Tengdar fréttir „Ég þoldi ekki þetta óréttlæti“ Með hjálp íslensku heimildarmyndarinnar Human Timebombs hafa safnast yfir 600 milljónir króna í rannsóknir á AHC taugasjúkdómnum á síðustu fimm árum. Kvikmyndagerðakonan Ágústa Fanney Snorradóttir leikstýrði myndinni. 20. september 2020 20:16 Sterkari rödd og nýr vettvangur fyrir langveik og fötluð börn á Íslandi Á þriðjudag hefur göngu sína á Vísi þátturinn Spjallið með góðvild og mun nýr þáttur birtast vikulega. Um er að ræða nýjan vettvang sem ætlað er að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni í samfélaginu. 17. september 2020 12:00 Leita að hugrökkum þingmanni eða ráðherra til að taka málið lengra Foreldrar langveikra barna eru flestir í sífelldri baráttu við kerfið hér á landi og segja að það sé löngu kominn tími á breytingar. „Við erum öll alltaf að reyna að kalla eftir hjálpinni og það er hlustað, höldum við, og við erum öll ótrúlega sátt þegar við förum og tölum við einhvern en svo gerist bara ekkert, það er enginn sem fylgir því eftir,“ segir Þórunn Eva um kerfið hér á landi. 24. september 2020 14:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Ég þoldi ekki þetta óréttlæti“ Með hjálp íslensku heimildarmyndarinnar Human Timebombs hafa safnast yfir 600 milljónir króna í rannsóknir á AHC taugasjúkdómnum á síðustu fimm árum. Kvikmyndagerðakonan Ágústa Fanney Snorradóttir leikstýrði myndinni. 20. september 2020 20:16
Sterkari rödd og nýr vettvangur fyrir langveik og fötluð börn á Íslandi Á þriðjudag hefur göngu sína á Vísi þátturinn Spjallið með góðvild og mun nýr þáttur birtast vikulega. Um er að ræða nýjan vettvang sem ætlað er að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni í samfélaginu. 17. september 2020 12:00
Leita að hugrökkum þingmanni eða ráðherra til að taka málið lengra Foreldrar langveikra barna eru flestir í sífelldri baráttu við kerfið hér á landi og segja að það sé löngu kominn tími á breytingar. „Við erum öll alltaf að reyna að kalla eftir hjálpinni og það er hlustað, höldum við, og við erum öll ótrúlega sátt þegar við förum og tölum við einhvern en svo gerist bara ekkert, það er enginn sem fylgir því eftir,“ segir Þórunn Eva um kerfið hér á landi. 24. september 2020 14:30