Fótbolti

Myndavélarnar á Alberti þegar hann tók úr sér lokkana rétt áður en hann fór inn á

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson að taka úr sér eyrnalokkana á hliðarlínunni nokkrum sekúndum áður en hann kom inn á völlinn á móti Napoli í gær.
Albert Guðmundsson að taka úr sér eyrnalokkana á hliðarlínunni nokkrum sekúndum áður en hann kom inn á völlinn á móti Napoli í gær. Skjámynd/S2 Sport

Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson er duglegur að koma eyrnalokkunum sínum í sviðsljósið og svo var einnig í leik Napoli og AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í gær.

Hingað til hefur Albert æft með lokkana á landsliðsæfingunum og farið sérstaka ferð inn í búningsklefa til að ná í eyrnalokkana áður en hann kemur í sjónvarpsviðtöl. Albert fann nýja leið til að koma eyrnalokkunum sínum í fréttirnar í gærkvöldi.

Albert var á varamannabekknum hjá hollenska félaginu AZ Alkmaar í gærkvöldi þegar liðið sótti þrjú stig til Napoli í Evrópudeildinni.

Albert kom inn á sem varamaður á 88. mínútu leiksins þegar hann leysti af Svíann Jesper Karlsson.

Það vakti athygli þegar sjónvarpsvélarnar fóru á hliðarlínuna þegar Albert var að koma inn á þá átti hann eftir að taka úr sér eyrnalokkana.

Albert vissi örugglega vel að hann mátti ekki spila með lokkana en ákvað samt að taka þá ekki úr sér fyrr en nokkrum sekúndum áður en hann fór inn á völlinn á móti Napoli.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af Alberti að koma inn á völlinn í gær. Aðstoðarmaður hjá AZ Alkmaar fær það hlutverk að passa upp á eyrnalokkana þessar síðustu mínútur sem Albert spilaði.

Klippa: Alberti skipt inn á völlinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×