Snjóflóðasafni í Flateyrarhöfn myndi stafa hætta af snjóflóðum Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2020 07:59 Starfshópurinn sæi fyrir sér safnið svona. Varðskipið Ægir myndi þá vera við bryggju í Flateyrarhöfn. Starfshópur um Snjóflóðasafn á Flateyri Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar telur að Snjóflóðasafni um borð í varðskipinu Ægi, sem staðsett yrði í Flateyrarhöfn, myndi stafa hætta af snjóflóðum. Auk þess sé hafnarpláss við bryggjuna á Flateyri of takmarkað til að hægt sé að koma varðskipinu þar fyrir. Þetta kemur fram í umsögn hafnarstjórnar og segir frá í fundargerð bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Var þar verið að fjallað um hugmyndir starfshóps um uppbyggingu Snjóflóðasafns á Flateyri, undir forystu Eyþórs Jóvinssonar, þar sem óskað er samtals við sveitarfélagið um að finna varðskipinu Ægi staðsetningu á Flateyri fyrir Snjóflóðasafn. Starfshópurinn óskaði þar meðal annars eftir tímabundna eða varanlega eftirgjöf af hafnargjöldum og/eða öðrum kostnaði. Eyþór Jóvinsson fer fyrir starfshópnum en hann rekur Gömlu bókabúðina á Flateyri auk þess sem hann leiðir reglulegar snjóflóðagöngur um þorpið. Landhelgisgæslan tekið vel í hugmyndina Vísir fjallaði um hugmyndirnar um miðjan mánuðinn þar sem kom fram að hugmyndir starfshópsins gengju einnig út á að nýta plássið um borð í Ægi undir gisti- og veitingaþjónustu. Sagði að Landhelgisgæslan hefði tekið vel í hugmyndina enda hafi skipið ekki verið í notkun undanfarin ár og glæsilegu hlutverki þess innan Landhelgisgæslunnar lokið. Skipið er nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísaði beiðni starfshópsins sem hafnarstjórnar sem hefur nú skilað umsögn sinni. Þar segir að hafnarstjórn fagni „áhugaverðri hugmynd“, en telji að hafnarpláss við bryggjuna á Flateyri sé of takmarkað til að hægt sé að koma varðskipinu fyrir þar. „Þá er höfnin enn óvarin fyrir snjóflóðum, vinna við nýtt hættumat stendur enn yfir og því ekki tímabært að taka ákvarðanir um framkvæmdir við höfnina. Auk þess telur hafnarstjórn að ekki sé hægt að fara í framkvæmdir sem til þyrfti til að koma varðskipinu fyrir án fjárhagslegrar aðkomu annarra opinberra aðila,“ segir í umsögninni. Bæjarráð hefur þó falið Birgi Gunnarssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, að vinna málið áfram. Ísafjarðarbær Söfn Landhelgisgæslan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar telur að Snjóflóðasafni um borð í varðskipinu Ægi, sem staðsett yrði í Flateyrarhöfn, myndi stafa hætta af snjóflóðum. Auk þess sé hafnarpláss við bryggjuna á Flateyri of takmarkað til að hægt sé að koma varðskipinu þar fyrir. Þetta kemur fram í umsögn hafnarstjórnar og segir frá í fundargerð bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Var þar verið að fjallað um hugmyndir starfshóps um uppbyggingu Snjóflóðasafns á Flateyri, undir forystu Eyþórs Jóvinssonar, þar sem óskað er samtals við sveitarfélagið um að finna varðskipinu Ægi staðsetningu á Flateyri fyrir Snjóflóðasafn. Starfshópurinn óskaði þar meðal annars eftir tímabundna eða varanlega eftirgjöf af hafnargjöldum og/eða öðrum kostnaði. Eyþór Jóvinsson fer fyrir starfshópnum en hann rekur Gömlu bókabúðina á Flateyri auk þess sem hann leiðir reglulegar snjóflóðagöngur um þorpið. Landhelgisgæslan tekið vel í hugmyndina Vísir fjallaði um hugmyndirnar um miðjan mánuðinn þar sem kom fram að hugmyndir starfshópsins gengju einnig út á að nýta plássið um borð í Ægi undir gisti- og veitingaþjónustu. Sagði að Landhelgisgæslan hefði tekið vel í hugmyndina enda hafi skipið ekki verið í notkun undanfarin ár og glæsilegu hlutverki þess innan Landhelgisgæslunnar lokið. Skipið er nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísaði beiðni starfshópsins sem hafnarstjórnar sem hefur nú skilað umsögn sinni. Þar segir að hafnarstjórn fagni „áhugaverðri hugmynd“, en telji að hafnarpláss við bryggjuna á Flateyri sé of takmarkað til að hægt sé að koma varðskipinu fyrir þar. „Þá er höfnin enn óvarin fyrir snjóflóðum, vinna við nýtt hættumat stendur enn yfir og því ekki tímabært að taka ákvarðanir um framkvæmdir við höfnina. Auk þess telur hafnarstjórn að ekki sé hægt að fara í framkvæmdir sem til þyrfti til að koma varðskipinu fyrir án fjárhagslegrar aðkomu annarra opinberra aðila,“ segir í umsögninni. Bæjarráð hefur þó falið Birgi Gunnarssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, að vinna málið áfram.
Ísafjarðarbær Söfn Landhelgisgæslan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira