Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2020 18:16 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. Talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum í gær vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Fyrirmæli hafa verið send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata sem hann segir stimpla alla lögreglumenn sem kynþáttahatara. Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. „Það er mikilvægt að lögreglan sé ekki merkt með neinum hætti sem gefur eitthvað til kynna að þau séu ekki til þjónustu fyrir alla þá sem hér búa. Og það er mikilvægt að við fylgjum því eftir og það verður gert, hvort sem þörf er á aukinni fræðslu eða menntun eða annað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar. „En þetta hefur kannski opnað augu margra fyrir hvað tákn merkja, hvaða skilaboð þau gefa og hvað þau þýða fyrir annað fólk sem lögreglan er að þjóna,“ segir Áslaug. Tákn sem þessi hafi ekki verið mikið til umræðu hérlendis en með fjölbreyttara samfélagi þurfi að taka tillit til mismunandi túlkanna. En finnst þér umræðan hafa verið óvægin? „Já auðvitað tel ég ekki að það sé grasserandi kynþáttahyggja innan lögreglunnar hér á landi en ég tel aftur á móti að við þurfum alltaf að læra af þessu því við munum alltaf fordæma hvers konar haturstákn eða orðræðu sem upp kemur og við getum lært af þessu og skilið hvernig fólk upplifir þessi tákn og hvað þau merkja,“ segir Áslaug. Lögreglan Kynþáttafordómar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. 22. október 2020 15:15 Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. Talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum í gær vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Fyrirmæli hafa verið send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata sem hann segir stimpla alla lögreglumenn sem kynþáttahatara. Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. „Það er mikilvægt að lögreglan sé ekki merkt með neinum hætti sem gefur eitthvað til kynna að þau séu ekki til þjónustu fyrir alla þá sem hér búa. Og það er mikilvægt að við fylgjum því eftir og það verður gert, hvort sem þörf er á aukinni fræðslu eða menntun eða annað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar. „En þetta hefur kannski opnað augu margra fyrir hvað tákn merkja, hvaða skilaboð þau gefa og hvað þau þýða fyrir annað fólk sem lögreglan er að þjóna,“ segir Áslaug. Tákn sem þessi hafi ekki verið mikið til umræðu hérlendis en með fjölbreyttara samfélagi þurfi að taka tillit til mismunandi túlkanna. En finnst þér umræðan hafa verið óvægin? „Já auðvitað tel ég ekki að það sé grasserandi kynþáttahyggja innan lögreglunnar hér á landi en ég tel aftur á móti að við þurfum alltaf að læra af þessu því við munum alltaf fordæma hvers konar haturstákn eða orðræðu sem upp kemur og við getum lært af þessu og skilið hvernig fólk upplifir þessi tákn og hvað þau merkja,“ segir Áslaug.
Lögreglan Kynþáttafordómar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. 22. október 2020 15:15 Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. 22. október 2020 15:15
Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58