#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: ákall fyrir alþjóðlegan stuðning Stefanía Sigurðardóttir skrifar 22. október 2020 12:01 Undanfarnar vikur hafa átt sér stað mótmæli í Nígeríu gegn lögregluofbeldi þar í landi. Mótmælununum var hrundið eftir nýjustu fregnir af morðum á saklausum borgurum sem framin voru af sérsveitarmönnum SARS, sem lengi hafa starfað án refsingar. Þó að SARS (Special Anti-Robbery Squad) hafi upphaflega verið stofnað árið 1992 til að berjast gegn uppgangi vopnaðra rána hefur það fengið orðspor fyrir handahófskennda handtöku, pyntingar, fjárkúgun og morð án dómstóla. Í ljósi starfa sveitarinnar, vinna sérsveitarmennirnir oft í venjulegum fötum og nota ómerkta bíla. Þeir hafa síðustu ár orðið þekktir fyrir að kúga saklausa unga Nígeríubúa grimmilega og starfa utan laga. Algengast er að þeir taki sérstaklega fyrir unga menn af handahófi og saki þá um fjársvindl á netinu, með enga sönnun nema það að þeir eigi fartölvu eða síma. Þeir krefja þá mennina um öfgakenndar upphæðir til þess að losna úr haldi. Í öðrum tilvikum hafa þeir tekið fyrir fólk og beint þeim að hraðbanka til þess að taka út háar upphæðir, á meðan þeir miða að þeim byssum. Einnig hefur komið fram í skýrslum að það er ekki óalgengt að þeir taki ungar konur haldi og nauðgi þeim áður en þeir sleppa þeim. Mótmæli sem þessi eru ekki ný af nálinni í Nígeríu, en árið 2016 var herferð hrundið af stað þar sem kallað var eftir því að SARS yrði leyst upp. Herferðin var farsæl og vakti mikla athygli. Innan þriggja ára hafði deildin verið endurbætt, yfirfarin og leyst upp þrisvar eða fjórum sinnum. En án árangurs. SARS eru enn starfrækt og halda ofbeldinu áfram. Matthew Ayibakuro Eftir að mótmælin höfðu staðið yfir í nokkra daga tóku yfirvöld tóku til þess að taka rafmagnið af ákveðnum svæðum um landið, en mótmælendur dóu ekki ráðalausir og tóku til þess að bera kerti og ljós til þess að sýna fram á friðinn sem þau eru að óska eftir. Kertafleytingar og ljósasýningar eru þekkt tæki mótmæla, og má þá t.d. nefna árlega ljósagöngu UN Women á Íslandi. Í myndbandinu má sjá mótmælendur í Bayelsa ríkinu í Nígeríu, þar sem þau tóku þátt í mótmælunum í sínu ríki, en mótmælin eiga sér stað um allt landið. Mótmælendur hafa m.a. safnast saman við Lekki tollhliðið í Lagos til þess að loka á umferð. Yfirvöld tóku þá til þess að setja á útgöngubann til þess að sporna við mótmælunum. Mótmælin hafa farið mjög friðsællega fram, en þann 20. Október tóku yfirvöld rafmagnið af öllu Lekki hverfinu og sendu herinn á mótmælendur, sem hófu skotárás gegn þeim. Sjö létust samstundis og fjöldi fólks særðist alvarlega. Mótmælin eru ekki bara söguleg því að ungt fólk í Nígeríu er að standa upp gegn lögregluofbeldi í Nígeríu, heldur líka því að konur eru í forystu mótmælanna. Lengi hafa konur verið kúgaðar í Nígeríu og ekki haft eins mikil umsvif og karlar, en með þessari nýju bylgju mótmæla má sjá breytingar í öllu samfélaginu, þar sem bæði konur og fólk í LGBTQIA+ samfélaginu eru að fá meiri rödd og það er almenn vitundarvakning fyrir allsherjarbreytingum í samfélaginu. Matthew Ayibakuro Mótmælin hafa einnig farið út fyrir landsteinana, en Nígeríubúar hafa safnast saman fyrir framan sendiráð Nígeríu um allan heim til þess að vekja athygli á málefninu. Alþjóðlegur stuðningur er gríðarlega mikilvægur til þess að setja pressu á nígerísk yfirvöld. Til dæmis er núna undirskriftasöfnun í gangi fyrir því að Bresk yfirvöld setji viðurlög á nígerísk stjórnvöld til þess að fá þau til þess að hlusta á og virða kall mótmælendanna. Nú þegar hafa tæplega 200.000 manns skrifað undir, en 100.000 er nóg til þess að málið verði tekið fyrir á breska þinginu. Mótmæli í LondonPrince Louis Omolayo Adekola Ég hvet alla til þess að vekja athygli á málinu á samfélagsmiðlum með því að taka þátt í #ENDsars herferðinni á samfélagsmiðlum, og íslensk stjórnvöld til þess að taka málið upp og sýna ungu fólki í Nígeríu, og þar með um allan heim, stuðning. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nígería Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa átt sér stað mótmæli í Nígeríu gegn lögregluofbeldi þar í landi. Mótmælununum var hrundið eftir nýjustu fregnir af morðum á saklausum borgurum sem framin voru af sérsveitarmönnum SARS, sem lengi hafa starfað án refsingar. Þó að SARS (Special Anti-Robbery Squad) hafi upphaflega verið stofnað árið 1992 til að berjast gegn uppgangi vopnaðra rána hefur það fengið orðspor fyrir handahófskennda handtöku, pyntingar, fjárkúgun og morð án dómstóla. Í ljósi starfa sveitarinnar, vinna sérsveitarmennirnir oft í venjulegum fötum og nota ómerkta bíla. Þeir hafa síðustu ár orðið þekktir fyrir að kúga saklausa unga Nígeríubúa grimmilega og starfa utan laga. Algengast er að þeir taki sérstaklega fyrir unga menn af handahófi og saki þá um fjársvindl á netinu, með enga sönnun nema það að þeir eigi fartölvu eða síma. Þeir krefja þá mennina um öfgakenndar upphæðir til þess að losna úr haldi. Í öðrum tilvikum hafa þeir tekið fyrir fólk og beint þeim að hraðbanka til þess að taka út háar upphæðir, á meðan þeir miða að þeim byssum. Einnig hefur komið fram í skýrslum að það er ekki óalgengt að þeir taki ungar konur haldi og nauðgi þeim áður en þeir sleppa þeim. Mótmæli sem þessi eru ekki ný af nálinni í Nígeríu, en árið 2016 var herferð hrundið af stað þar sem kallað var eftir því að SARS yrði leyst upp. Herferðin var farsæl og vakti mikla athygli. Innan þriggja ára hafði deildin verið endurbætt, yfirfarin og leyst upp þrisvar eða fjórum sinnum. En án árangurs. SARS eru enn starfrækt og halda ofbeldinu áfram. Matthew Ayibakuro Eftir að mótmælin höfðu staðið yfir í nokkra daga tóku yfirvöld tóku til þess að taka rafmagnið af ákveðnum svæðum um landið, en mótmælendur dóu ekki ráðalausir og tóku til þess að bera kerti og ljós til þess að sýna fram á friðinn sem þau eru að óska eftir. Kertafleytingar og ljósasýningar eru þekkt tæki mótmæla, og má þá t.d. nefna árlega ljósagöngu UN Women á Íslandi. Í myndbandinu má sjá mótmælendur í Bayelsa ríkinu í Nígeríu, þar sem þau tóku þátt í mótmælunum í sínu ríki, en mótmælin eiga sér stað um allt landið. Mótmælendur hafa m.a. safnast saman við Lekki tollhliðið í Lagos til þess að loka á umferð. Yfirvöld tóku þá til þess að setja á útgöngubann til þess að sporna við mótmælunum. Mótmælin hafa farið mjög friðsællega fram, en þann 20. Október tóku yfirvöld rafmagnið af öllu Lekki hverfinu og sendu herinn á mótmælendur, sem hófu skotárás gegn þeim. Sjö létust samstundis og fjöldi fólks særðist alvarlega. Mótmælin eru ekki bara söguleg því að ungt fólk í Nígeríu er að standa upp gegn lögregluofbeldi í Nígeríu, heldur líka því að konur eru í forystu mótmælanna. Lengi hafa konur verið kúgaðar í Nígeríu og ekki haft eins mikil umsvif og karlar, en með þessari nýju bylgju mótmæla má sjá breytingar í öllu samfélaginu, þar sem bæði konur og fólk í LGBTQIA+ samfélaginu eru að fá meiri rödd og það er almenn vitundarvakning fyrir allsherjarbreytingum í samfélaginu. Matthew Ayibakuro Mótmælin hafa einnig farið út fyrir landsteinana, en Nígeríubúar hafa safnast saman fyrir framan sendiráð Nígeríu um allan heim til þess að vekja athygli á málefninu. Alþjóðlegur stuðningur er gríðarlega mikilvægur til þess að setja pressu á nígerísk yfirvöld. Til dæmis er núna undirskriftasöfnun í gangi fyrir því að Bresk yfirvöld setji viðurlög á nígerísk stjórnvöld til þess að fá þau til þess að hlusta á og virða kall mótmælendanna. Nú þegar hafa tæplega 200.000 manns skrifað undir, en 100.000 er nóg til þess að málið verði tekið fyrir á breska þinginu. Mótmæli í LondonPrince Louis Omolayo Adekola Ég hvet alla til þess að vekja athygli á málinu á samfélagsmiðlum með því að taka þátt í #ENDsars herferðinni á samfélagsmiðlum, og íslensk stjórnvöld til þess að taka málið upp og sýna ungu fólki í Nígeríu, og þar með um allan heim, stuðning. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun