Þykir leitt að verða vitni að óróanum í samfélaginu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2020 11:28 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að sér þyki leitt að verða vitni að þeim óróa sem skapast hefur í samfélaginu eftir að hann skilaði minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar og svo útgáfu nýrra reglugerða ráðherra í kjölfarið. Þórólfur segist telja að bæði hann og ráðuneytið þurfi að draga lærdóm af þessum óróa og verða samhentari og skýrari í framsetningu sinni í framtíðinni. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Vísaði hann til reglugerða sem tóku gildi á þriðjudag. Mikið hefur verið rætt um misræmi í minnisblaði sóttvarnalæknis og svo atriði í annarri reglugerðinni sem snýr að því hvort líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu megi hafa opið eða ekki. Lagði Þórólfur til að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra fór gegn þeirri tillögu og heimilaði hópatíma í stöðvunum að uppfylltu tuttugu manna samkomubanni og að ítrustu sóttvarna yrði gætt. Þá hefur verið gagnrýnt að fullorðnir megi mæta í ræktina á sama tíma og íþróttastarf barna á höfuðborgarsvæðinu liggi alveg niðri. Mörg atriði óskýr og í einstaka tilfellum misvísandi Þórólfur ræddi minnisblaðið og reglugerðirnar á upplýsingafundinum í dag. „Mér þykir leitt að verða vitni að þeim óróa sem hefur komið upp í kjölfarið á útgáfu minnisblaðsins og reglugerðanna en ein af ástæðum þess er vafalaust sú að reglugerðirnar og minnisblaðið er í mörgum atriðum óskýrar og í einstaka tilfellum misvísandi. En ég vona hins vegar að þrátt fyrir þessa hnökra þá sjái allir meginmarkmið aðgerðanna sem er að forðast hópamyndun, forðast of mikla nánd, sérstaklega óskyldra og ótengdra aðila, og forðast smithættu af sameiginlegum snertiflötum. Þetta eru meginatriði aðgerðanna og hafa verið allan tímann í raun og veru,“ sagði Þórólfur. Ef allir hefðu þetta í huga væri nokkuð ljóst hvað þyrfti að gera til að hindra útbreiðslu veirunnar og tryggja þann árangur sem sóst er eftir. Ekki óeðlilegt að ráðuneytið fari ekki í einu og öllu eftir tillögum sóttvarnalæknis „Ég held hins vegar að við getum sagt að bæði ég og ráðuneytið þurfum að draga okkar lærdóm af þessum óróa og vera samhentari og skýrari í framsetningu í framtíðinni. Ég vil líka endurtaka það sem ég hef sagt margoft að mér finnst ekkert óeðlilegt við það að ráðuneytið fari ekki í einu og öllu eftir því sem ég legg til. Stjórnvöld þurfa að taka tillit til fjölmargra annarra þátta en sóttvarna og bera að endingu ábyrgð á þeim ráðstöfunum sem gripið er til,“ sagði Þórólfur. Jafnframt sagðist hann ekki efst um það að ef vikið væri frá tillögum hans þá fylgdu því viðhlítandi skýringar. Þá áréttaði hann að þrátt fyrir að fjölda smitaðra hafi farið fækkandi síðustu daga þá væri baráttunni ekki lokið. „Og ég vil hvetja alla til dáða á næstu mánuðum,“ sagði sóttvarnalæknir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að sér þyki leitt að verða vitni að þeim óróa sem skapast hefur í samfélaginu eftir að hann skilaði minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar og svo útgáfu nýrra reglugerða ráðherra í kjölfarið. Þórólfur segist telja að bæði hann og ráðuneytið þurfi að draga lærdóm af þessum óróa og verða samhentari og skýrari í framsetningu sinni í framtíðinni. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Vísaði hann til reglugerða sem tóku gildi á þriðjudag. Mikið hefur verið rætt um misræmi í minnisblaði sóttvarnalæknis og svo atriði í annarri reglugerðinni sem snýr að því hvort líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu megi hafa opið eða ekki. Lagði Þórólfur til að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra fór gegn þeirri tillögu og heimilaði hópatíma í stöðvunum að uppfylltu tuttugu manna samkomubanni og að ítrustu sóttvarna yrði gætt. Þá hefur verið gagnrýnt að fullorðnir megi mæta í ræktina á sama tíma og íþróttastarf barna á höfuðborgarsvæðinu liggi alveg niðri. Mörg atriði óskýr og í einstaka tilfellum misvísandi Þórólfur ræddi minnisblaðið og reglugerðirnar á upplýsingafundinum í dag. „Mér þykir leitt að verða vitni að þeim óróa sem hefur komið upp í kjölfarið á útgáfu minnisblaðsins og reglugerðanna en ein af ástæðum þess er vafalaust sú að reglugerðirnar og minnisblaðið er í mörgum atriðum óskýrar og í einstaka tilfellum misvísandi. En ég vona hins vegar að þrátt fyrir þessa hnökra þá sjái allir meginmarkmið aðgerðanna sem er að forðast hópamyndun, forðast of mikla nánd, sérstaklega óskyldra og ótengdra aðila, og forðast smithættu af sameiginlegum snertiflötum. Þetta eru meginatriði aðgerðanna og hafa verið allan tímann í raun og veru,“ sagði Þórólfur. Ef allir hefðu þetta í huga væri nokkuð ljóst hvað þyrfti að gera til að hindra útbreiðslu veirunnar og tryggja þann árangur sem sóst er eftir. Ekki óeðlilegt að ráðuneytið fari ekki í einu og öllu eftir tillögum sóttvarnalæknis „Ég held hins vegar að við getum sagt að bæði ég og ráðuneytið þurfum að draga okkar lærdóm af þessum óróa og vera samhentari og skýrari í framsetningu í framtíðinni. Ég vil líka endurtaka það sem ég hef sagt margoft að mér finnst ekkert óeðlilegt við það að ráðuneytið fari ekki í einu og öllu eftir því sem ég legg til. Stjórnvöld þurfa að taka tillit til fjölmargra annarra þátta en sóttvarna og bera að endingu ábyrgð á þeim ráðstöfunum sem gripið er til,“ sagði Þórólfur. Jafnframt sagðist hann ekki efst um það að ef vikið væri frá tillögum hans þá fylgdu því viðhlítandi skýringar. Þá áréttaði hann að þrátt fyrir að fjölda smitaðra hafi farið fækkandi síðustu daga þá væri baráttunni ekki lokið. „Og ég vil hvetja alla til dáða á næstu mánuðum,“ sagði sóttvarnalæknir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira