Smitsjúkdómalæknir setur spurningarmerki við að hundruð barna fari í sóttkví ef eitt barn greinist Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2020 10:57 Bryndís Sigurðardóttir er smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Vísir Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, setur spurningarmerki við að mörg hundruð grunnskólabörn þurfi að fara í sóttkví þótt eitt barn í skólanum greinist með kórónuveiruna. Slíkt dæmi kom upp í gær þegar barn í Árbæjarskóla greindist með veiruna og tæplega 400 nemendur í 7. til 10. bekk voru settir í sóttkví. Þá eru 1. til 6. bekkur í skólanum í úrvinnslusóttkví. Að því er fram kom í frétt RÚV fóru allir árgangar unglingadeildar í sóttkví þar sem ekki var mögulegt að kortleggja nákvæmlega blöndun á milli hópa í matsal skólans. Bryndís ræddi ýmis mál tengd kórónvueirufaraldrinum í Bítinu á Bylgjunni í morgun, meðal annars það sem vitað er um smit hjá börnum. Benti hún meðal annars á að börn virðist smita minna sín á milli og að ekkert bendi til þess að þau börn sem smitast muni eiga við langtímavandamál að stríða vegna veirunnar, eins og hefur mikið til umræðu hjá fullorðnum. Bryndís sagði aldursdreifinguna í þessari bylgju faraldursins áhugaverða; upp til hópa væri ungt fólk að smitast, mikið af því á þrítugsaldri, og svo börn og unglingar. Samkvæmt tölfræðiupplýsingum á covid.is eru nú rúmlega 1.200 manns í einangrun með Covid-19. Af þeim er tæplega helmingur, eða um 580 manns, á aldrinum 0 til 29 ára. Á móti eru aðeins 146 manns eldri en 60 ára í einangrun. Fullorðinn kemur með smit inn í skólann Að sögn Bryndísar fær flest ungt fólk, börn og unglingar væg einkenni veirunnar. Þá sagði hún jafnframt erfitt að sýna fram á að barn hefði smitað fullorðinn. Það væri þó reyndar líka erfitt að alhæfa um slíkt. „Þessi smit sem hafa komið upp í skóla hafa verið nánast í öllum tilvikum verið að fullorðinn einstaklingur kemur með smit inn í skólann eða kennslustofu eða hópinn. Börn virðast smita minna á milli sín sem er mjög áhugavert og við getum ekki alveg útskýrt hvers vegna,“ sagði Bryndís. Þá benti hún einnig á að hér á landi sé mjög vel haldið utan um öll tilfelli smita, til dæmis þegar barn á grunnskólaaldri greinist. „Þú ert með einn smitaðan einstakling, barn eða fullorðinn í skóla, og setur í sóttkví og skimar 100 til 300 manns í kring og mjög fá smit eða mjög fá veikindi greinast þá er þetta skrásett og fylgst með og við erum með þessar upplýsingar.“ Í þessu samhengi vísaði hún síðan í fréttir gærkvöldsins af fyrrnefndu smiti í Árbæjarskóla. „Og manni finnst svolítið skrýtið að ef eitt barn greinist jákvætt er virkilega ástæða til að setja í sóttkví fjóra árganga í kringum þetta eina barn?“ sagði Bryndís. Ef til vill röng nálgun að leyfa ekki börnum að æfa íþróttir Eitt væri að börn virðast ekki smita mikið sín á milli. Hitt væri svo að fólk treysti sóttkví kannski minna. „Þetta gerir kannski að verkum að fólk treystir minna sóttkví ef foreldrar vita að sín börn hafa ekkert verið í tengslum við þetta barn. Ég skil náttúrulega mjög vel að það er verið að skoða stöðuna en ég held að maður verði að fara að forgangsraða svolítið betur með þetta þegar maður heyrir að næstum þúsund börn eða mörg hundruð börn í Reykjavík eru í sóttkví heima hjá fjölskyldum sínum einkennalaus,“ sagði Bryndís. Hún telur að undanfarna tvo mánuði hafa safnast upplýsingar sem geti hjálpað og sýni að langlíklegast smiti börn mjög lítið út frá sér. Aðspurð hvort hún teldi þá óþarfa að ganga svona langt í þessum efnum sagðist hún halda að allir væru að hugsa það sama en segðu það kannski ekki upphátt. „Við langflest sem þekkjum börn eða eigum börn erum tilbúin að leggja ansi mikið á okkur til þess að líf okkar barna og unglinga séu sem eðlilegust. Hugsanlega þarf aðeins að endurskoða eitthvað af þessu. Núna er ég að tala um grunnskólabörn. Það sem er á allra vörum undanfarna daga eru æfingar þeirra eða útivist og svo framvegis. Maður veit að grunnskólabörn eru flest, ef þau eru ekki í sóttkví þá eru þau í skóla, sem ég fagna og mér finnst vera eðlilegast í þessu ástandi sem við eigum við hérna á Íslandi sem er gott. En að leyfa þeim ekki að æfa sínar íþróttir, vitandi þó það að þau séu úti að leika sér á daginn, það er kannski, ég veit það ekki, röng nálgun,“ sagði Bryndís. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, setur spurningarmerki við að mörg hundruð grunnskólabörn þurfi að fara í sóttkví þótt eitt barn í skólanum greinist með kórónuveiruna. Slíkt dæmi kom upp í gær þegar barn í Árbæjarskóla greindist með veiruna og tæplega 400 nemendur í 7. til 10. bekk voru settir í sóttkví. Þá eru 1. til 6. bekkur í skólanum í úrvinnslusóttkví. Að því er fram kom í frétt RÚV fóru allir árgangar unglingadeildar í sóttkví þar sem ekki var mögulegt að kortleggja nákvæmlega blöndun á milli hópa í matsal skólans. Bryndís ræddi ýmis mál tengd kórónvueirufaraldrinum í Bítinu á Bylgjunni í morgun, meðal annars það sem vitað er um smit hjá börnum. Benti hún meðal annars á að börn virðist smita minna sín á milli og að ekkert bendi til þess að þau börn sem smitast muni eiga við langtímavandamál að stríða vegna veirunnar, eins og hefur mikið til umræðu hjá fullorðnum. Bryndís sagði aldursdreifinguna í þessari bylgju faraldursins áhugaverða; upp til hópa væri ungt fólk að smitast, mikið af því á þrítugsaldri, og svo börn og unglingar. Samkvæmt tölfræðiupplýsingum á covid.is eru nú rúmlega 1.200 manns í einangrun með Covid-19. Af þeim er tæplega helmingur, eða um 580 manns, á aldrinum 0 til 29 ára. Á móti eru aðeins 146 manns eldri en 60 ára í einangrun. Fullorðinn kemur með smit inn í skólann Að sögn Bryndísar fær flest ungt fólk, börn og unglingar væg einkenni veirunnar. Þá sagði hún jafnframt erfitt að sýna fram á að barn hefði smitað fullorðinn. Það væri þó reyndar líka erfitt að alhæfa um slíkt. „Þessi smit sem hafa komið upp í skóla hafa verið nánast í öllum tilvikum verið að fullorðinn einstaklingur kemur með smit inn í skólann eða kennslustofu eða hópinn. Börn virðast smita minna á milli sín sem er mjög áhugavert og við getum ekki alveg útskýrt hvers vegna,“ sagði Bryndís. Þá benti hún einnig á að hér á landi sé mjög vel haldið utan um öll tilfelli smita, til dæmis þegar barn á grunnskólaaldri greinist. „Þú ert með einn smitaðan einstakling, barn eða fullorðinn í skóla, og setur í sóttkví og skimar 100 til 300 manns í kring og mjög fá smit eða mjög fá veikindi greinast þá er þetta skrásett og fylgst með og við erum með þessar upplýsingar.“ Í þessu samhengi vísaði hún síðan í fréttir gærkvöldsins af fyrrnefndu smiti í Árbæjarskóla. „Og manni finnst svolítið skrýtið að ef eitt barn greinist jákvætt er virkilega ástæða til að setja í sóttkví fjóra árganga í kringum þetta eina barn?“ sagði Bryndís. Ef til vill röng nálgun að leyfa ekki börnum að æfa íþróttir Eitt væri að börn virðast ekki smita mikið sín á milli. Hitt væri svo að fólk treysti sóttkví kannski minna. „Þetta gerir kannski að verkum að fólk treystir minna sóttkví ef foreldrar vita að sín börn hafa ekkert verið í tengslum við þetta barn. Ég skil náttúrulega mjög vel að það er verið að skoða stöðuna en ég held að maður verði að fara að forgangsraða svolítið betur með þetta þegar maður heyrir að næstum þúsund börn eða mörg hundruð börn í Reykjavík eru í sóttkví heima hjá fjölskyldum sínum einkennalaus,“ sagði Bryndís. Hún telur að undanfarna tvo mánuði hafa safnast upplýsingar sem geti hjálpað og sýni að langlíklegast smiti börn mjög lítið út frá sér. Aðspurð hvort hún teldi þá óþarfa að ganga svona langt í þessum efnum sagðist hún halda að allir væru að hugsa það sama en segðu það kannski ekki upphátt. „Við langflest sem þekkjum börn eða eigum börn erum tilbúin að leggja ansi mikið á okkur til þess að líf okkar barna og unglinga séu sem eðlilegust. Hugsanlega þarf aðeins að endurskoða eitthvað af þessu. Núna er ég að tala um grunnskólabörn. Það sem er á allra vörum undanfarna daga eru æfingar þeirra eða útivist og svo framvegis. Maður veit að grunnskólabörn eru flest, ef þau eru ekki í sóttkví þá eru þau í skóla, sem ég fagna og mér finnst vera eðlilegast í þessu ástandi sem við eigum við hérna á Íslandi sem er gott. En að leyfa þeim ekki að æfa sínar íþróttir, vitandi þó það að þau séu úti að leika sér á daginn, það er kannski, ég veit það ekki, röng nálgun,“ sagði Bryndís. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira