Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2020 08:01 Aron Pálmarsson er í sóttkví vegna smits í herbúðum Barcelona en nær nokkrum æfingum með spænska liðinu áður en hann mætir til Íslands til móts við íslenska landsliðið. EPA/ANDREAS HILLERGREN Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. Engar miðasölutekjur verða af leikjunum tveimur sem framundan eru í Laugardalshöll, í undankeppni EM. Þá felst umtalsverður aukakostnaður í því að hafa íslensku leikmennina og starfsmenn íslenska liðsins á hóteli, öfugt við það sem venja er. Þeir þurfa að vera í vinnusóttkví líkt og gestaliðin, en Ísland mætir Litháen 4. nóvember og Ísrael 7. nóvember. Æfingar og keppni í íþróttum með snertingu er bönnuð á höfuðborgarsvæðinu en það er hluti af sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. „Eins og reglugerð heilbrigðisráðherra er þá er keppni heimiluð eftir 3. nóvember. Fyrri landsleikurinn er 4. nóvember þannig að hann er í raun leyfður samkvæmt reglugerð. Reglugerðin tekur gildi [í dag] og við munum þá senda inn undanþágubeiðni um að fá að hefja landsliðsæfingar með snertingu fyrr. Við reiknum með að byrja æfingar 2. nóvember,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Því miður verða engir áhorfendur á komandi landsleikjum.vísir/andri marinó Róbert segir að auk þess sem koma þurfi landsliðunum fyrir á hóteli, með meira rými en ella til að uppfylla kröfur um sóttvarnir, þá þurfi að skipta Laugardalshöll upp í sóttvarnahólf og tryggja að leikmenn séu ekki í snertingu við aðra. Engar tekjur af miðasölu og aukakostnaður við að hýsa leikmenn Róbert segir reglugerð heilbrigðisráðherra nokkuð afdráttarlausa með það að áhorfendabann sé í gildi til 10. nóvember. Ætla megi að HSÍ verði af 2-2,5 milljónum króna á hvorum leik vegna þess og við það bætist að dýrara en vanalega er að hýsa landsliðin. „Það eru engar áhorfendatekjur af leikjunum og einnig mikil aukakostnaður við hótel og uppihald. Við þurfum að láta búa til sóttvarnarými á hótelunum. Við þurfum að hafa allt íslenska liðið og starfsmenn þess á hótelinu, sem við erum ekki með vanalega, þannig að það fellur til töluverður aukakostnaður,“ segir Róbert, en íslensku landsliðsmennirnir sem koma að utan eiga margir eigin íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eða hafa dvalið hjá sínum nánustu. „Við höfum ekki tekið kostnaðinn saman í heildina, og erum að ganga frá samningum í tengslum við þetta. Miðað við fyrstu sýn er þetta töluvert dýrara en vanalega. Kostnaðurinn hleypur á milljónum.“ Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30 Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30 HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46 HSÍ féllst á beiðni Ísraela Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun taka á móti Litháen og Ísrael í undankeppni EM í Laugardalshöll 4. og 7. nóvember. 12. október 2020 13:01 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. Engar miðasölutekjur verða af leikjunum tveimur sem framundan eru í Laugardalshöll, í undankeppni EM. Þá felst umtalsverður aukakostnaður í því að hafa íslensku leikmennina og starfsmenn íslenska liðsins á hóteli, öfugt við það sem venja er. Þeir þurfa að vera í vinnusóttkví líkt og gestaliðin, en Ísland mætir Litháen 4. nóvember og Ísrael 7. nóvember. Æfingar og keppni í íþróttum með snertingu er bönnuð á höfuðborgarsvæðinu en það er hluti af sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. „Eins og reglugerð heilbrigðisráðherra er þá er keppni heimiluð eftir 3. nóvember. Fyrri landsleikurinn er 4. nóvember þannig að hann er í raun leyfður samkvæmt reglugerð. Reglugerðin tekur gildi [í dag] og við munum þá senda inn undanþágubeiðni um að fá að hefja landsliðsæfingar með snertingu fyrr. Við reiknum með að byrja æfingar 2. nóvember,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Því miður verða engir áhorfendur á komandi landsleikjum.vísir/andri marinó Róbert segir að auk þess sem koma þurfi landsliðunum fyrir á hóteli, með meira rými en ella til að uppfylla kröfur um sóttvarnir, þá þurfi að skipta Laugardalshöll upp í sóttvarnahólf og tryggja að leikmenn séu ekki í snertingu við aðra. Engar tekjur af miðasölu og aukakostnaður við að hýsa leikmenn Róbert segir reglugerð heilbrigðisráðherra nokkuð afdráttarlausa með það að áhorfendabann sé í gildi til 10. nóvember. Ætla megi að HSÍ verði af 2-2,5 milljónum króna á hvorum leik vegna þess og við það bætist að dýrara en vanalega er að hýsa landsliðin. „Það eru engar áhorfendatekjur af leikjunum og einnig mikil aukakostnaður við hótel og uppihald. Við þurfum að láta búa til sóttvarnarými á hótelunum. Við þurfum að hafa allt íslenska liðið og starfsmenn þess á hótelinu, sem við erum ekki með vanalega, þannig að það fellur til töluverður aukakostnaður,“ segir Róbert, en íslensku landsliðsmennirnir sem koma að utan eiga margir eigin íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eða hafa dvalið hjá sínum nánustu. „Við höfum ekki tekið kostnaðinn saman í heildina, og erum að ganga frá samningum í tengslum við þetta. Miðað við fyrstu sýn er þetta töluvert dýrara en vanalega. Kostnaðurinn hleypur á milljónum.“
Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30 Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30 HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46 HSÍ féllst á beiðni Ísraela Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun taka á móti Litháen og Ísrael í undankeppni EM í Laugardalshöll 4. og 7. nóvember. 12. október 2020 13:01 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30
Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30
HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46
HSÍ féllst á beiðni Ísraela Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun taka á móti Litháen og Ísrael í undankeppni EM í Laugardalshöll 4. og 7. nóvember. 12. október 2020 13:01