Trump segir Fauci og aðra sérfræðinga vera fífl Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2020 20:45 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Anthony Fauci, sóttvarnalæknir. EPA/Stefani Reynolds Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að Anthony Fauci sóttvarnalæknir og aðrir heilbrigðissérfræðingar í ríkisstjórn hans væru fífl. Þetta sagði forsetinn í símtali við starfsmenn framboðs síns þar sem hann reyndi að stappa stálinu í fólkið tveimur vikum fyrir forsetakosningar. „Fólk er þreytt á Covid. Fólk segir: Skiptir ekki máli, látið okkur í friði,“ sagði Trump og bætti við: „Fólk er þreytt á að hlusta á Fauci og öll þessi fífl.“ Trump sagði þar að auki að Fauci væri 500 ára gamall og að ef hann hefði hlustað á Fauci hefðu örugglega 700 eða 800 þúsund Bandaríkjamenn dáið úr Covid-19. Slétt sama þótt blaðamenn væru að hlusta Samkvæmt opinberum tölum hafa um 220 þúsund Bandaríkjamenn dáið úr Covid-19 frá því faraldurinn hófst og eru þeir hvergi fleiri í heiminum, svo vitað sé. Trump sagði einnig að Fauci hefði verið hörmulegur og að í hvert sinn sem hann færi í sjónvarpsviðtal stæði hann sig ömurlega. Samkvæmt umfjöllun Politico ítrekaði Trump því næst að ef einhverjir blaðamenn væru að hlusta, þá mættu þeir hafa þetta eftir honum. Honum væri slétt sama. Trump er reiður út í Fauci vegna viðtals hans í 60 mínútum um helgina. Þar sagði Fauci meðal annars að það hefði ekkert komið honum á óvart að Trump sjálfur hefði smitast af Covid-19 og gagnrýndi hann viðbrögð ríkisstjórnar Trump við faraldrinum og upplýsingaflæði hans vegna. Fauci gagnrýndi Trump einnig nýverið eftir að framboð forsetans notaði orð Fauci án samhengis í auglýsingu. Forsetinn ítrekaði svo á Twitter í kvöld að hann væri ósáttur við Fauci. Þar gagnrýndi Trump Fauci fyrir að segja í viðtalinu að honum hefði ekki verið leyft að tjá sig í fjölmiðlum eins og hann vildi. Trump gagnrýndi Fauci einnig fyrir að geta ekki kastað hafnabolta. ...P.S. Tony should stop wearing the Washington Nationals Mask for two reasons. Number one, it is not up to the high standards that he should be exposing. Number two, it keeps reminding me that Tony threw out perhaps the worst first pitch in the history of Baseball!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 19, 2020 AP fréttaveitan segir að áðurnefnt símtal við framboðsstarfsmennina hafi einnig snúist um framboðið. Trump lýsti því yfir að hann væri vongóður fyrir kosningarnar, jafnvel þó hann sagðist ekki vera jafn vongóður og hann var fyrir tveimur vikum. Kannanir eru honum ekki í vil þessa dagana. Þá hafa kannanir sýnt að málefnið sem er efst í huga kjósenda er faraldur nýju kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. Þar þykir Trump ekki koma vel út. Forsetinn virðist þar að auki í fjárhagsvandræðum og er Biden víðast hvar að verja mun meiri peningum í sjónvarpsauglýsingar en Trump. Hann segir þó að kosningafundir hans muni gera gæfumuninn. „Ég get farið í þessi ríki og haldið fund. Biden getur það ekki. Ég fer á fund og það mæta 25 þúsund manns. Hann fer og það mæta fjórir,“ sagði Trump. Fram að kosningum mun hann verja miklum tíma í að halda þessa fundi en það er þó óljóst hvort það muni duga til. Það hefur sýnt sig að stuðningsmenn Trump mæta á kosningafundi hans en aðrir gera það ekki. Hann hefur ekki aukið fylgi sitt með því að halda fundi með fólki sem hefur þegar ákveðið að kjósa hann. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Töluvert fleiri fylgdust með Biden en Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, svöruðu spurningum kjósenda í sjónvarpssal í gærnótt. 17. október 2020 08:51 Auknar sigurlíkur Biden leiða til aukinnar skotvopnasölu Hlutabréf skotvopnaframleiðenda í Bandaríkjunum hafa hækkað síðustu vikur, að því er virðist í takti við auknar vinsældir Joes Biden. 16. október 2020 12:42 Fresta sýningu þáttar þar sem Fauci er sakaður um að þróa kórónuveiruna 26. júlí 2020 08:01 Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. 15. júlí 2020 23:54 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að Anthony Fauci sóttvarnalæknir og aðrir heilbrigðissérfræðingar í ríkisstjórn hans væru fífl. Þetta sagði forsetinn í símtali við starfsmenn framboðs síns þar sem hann reyndi að stappa stálinu í fólkið tveimur vikum fyrir forsetakosningar. „Fólk er þreytt á Covid. Fólk segir: Skiptir ekki máli, látið okkur í friði,“ sagði Trump og bætti við: „Fólk er þreytt á að hlusta á Fauci og öll þessi fífl.“ Trump sagði þar að auki að Fauci væri 500 ára gamall og að ef hann hefði hlustað á Fauci hefðu örugglega 700 eða 800 þúsund Bandaríkjamenn dáið úr Covid-19. Slétt sama þótt blaðamenn væru að hlusta Samkvæmt opinberum tölum hafa um 220 þúsund Bandaríkjamenn dáið úr Covid-19 frá því faraldurinn hófst og eru þeir hvergi fleiri í heiminum, svo vitað sé. Trump sagði einnig að Fauci hefði verið hörmulegur og að í hvert sinn sem hann færi í sjónvarpsviðtal stæði hann sig ömurlega. Samkvæmt umfjöllun Politico ítrekaði Trump því næst að ef einhverjir blaðamenn væru að hlusta, þá mættu þeir hafa þetta eftir honum. Honum væri slétt sama. Trump er reiður út í Fauci vegna viðtals hans í 60 mínútum um helgina. Þar sagði Fauci meðal annars að það hefði ekkert komið honum á óvart að Trump sjálfur hefði smitast af Covid-19 og gagnrýndi hann viðbrögð ríkisstjórnar Trump við faraldrinum og upplýsingaflæði hans vegna. Fauci gagnrýndi Trump einnig nýverið eftir að framboð forsetans notaði orð Fauci án samhengis í auglýsingu. Forsetinn ítrekaði svo á Twitter í kvöld að hann væri ósáttur við Fauci. Þar gagnrýndi Trump Fauci fyrir að segja í viðtalinu að honum hefði ekki verið leyft að tjá sig í fjölmiðlum eins og hann vildi. Trump gagnrýndi Fauci einnig fyrir að geta ekki kastað hafnabolta. ...P.S. Tony should stop wearing the Washington Nationals Mask for two reasons. Number one, it is not up to the high standards that he should be exposing. Number two, it keeps reminding me that Tony threw out perhaps the worst first pitch in the history of Baseball!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 19, 2020 AP fréttaveitan segir að áðurnefnt símtal við framboðsstarfsmennina hafi einnig snúist um framboðið. Trump lýsti því yfir að hann væri vongóður fyrir kosningarnar, jafnvel þó hann sagðist ekki vera jafn vongóður og hann var fyrir tveimur vikum. Kannanir eru honum ekki í vil þessa dagana. Þá hafa kannanir sýnt að málefnið sem er efst í huga kjósenda er faraldur nýju kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. Þar þykir Trump ekki koma vel út. Forsetinn virðist þar að auki í fjárhagsvandræðum og er Biden víðast hvar að verja mun meiri peningum í sjónvarpsauglýsingar en Trump. Hann segir þó að kosningafundir hans muni gera gæfumuninn. „Ég get farið í þessi ríki og haldið fund. Biden getur það ekki. Ég fer á fund og það mæta 25 þúsund manns. Hann fer og það mæta fjórir,“ sagði Trump. Fram að kosningum mun hann verja miklum tíma í að halda þessa fundi en það er þó óljóst hvort það muni duga til. Það hefur sýnt sig að stuðningsmenn Trump mæta á kosningafundi hans en aðrir gera það ekki. Hann hefur ekki aukið fylgi sitt með því að halda fundi með fólki sem hefur þegar ákveðið að kjósa hann.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Töluvert fleiri fylgdust með Biden en Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, svöruðu spurningum kjósenda í sjónvarpssal í gærnótt. 17. október 2020 08:51 Auknar sigurlíkur Biden leiða til aukinnar skotvopnasölu Hlutabréf skotvopnaframleiðenda í Bandaríkjunum hafa hækkað síðustu vikur, að því er virðist í takti við auknar vinsældir Joes Biden. 16. október 2020 12:42 Fresta sýningu þáttar þar sem Fauci er sakaður um að þróa kórónuveiruna 26. júlí 2020 08:01 Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. 15. júlí 2020 23:54 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21
Töluvert fleiri fylgdust með Biden en Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, svöruðu spurningum kjósenda í sjónvarpssal í gærnótt. 17. október 2020 08:51
Auknar sigurlíkur Biden leiða til aukinnar skotvopnasölu Hlutabréf skotvopnaframleiðenda í Bandaríkjunum hafa hækkað síðustu vikur, að því er virðist í takti við auknar vinsældir Joes Biden. 16. október 2020 12:42
Fauci segir ófrægingarherferð Bandaríkjastjórnar gegn sér vera furðulega Dr. Anthony Fauci helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna segir að tilraunir Hvíta hússins til þess að koma óorði á sig vera furðulegar. 15. júlí 2020 23:54