Tollasvindl Oddný Steina Valsdóttir skrifar 19. október 2020 13:23 Fyrir nokkrum misserum vaknaði grunur um það að innflutningstölur á landbúnaðarafurðum til Íslands væru ekki í samræmi við útflutningstölur út úr Evrópusambandinu. Á undanförnum vikum hefur sá grunur fengið meiri og ríkari staðfestingu. Það lítur út fyrir að þetta eigi við um afurðir úr mjólk, kjöti, grænmeti og eggjum. Misræmið felst í því að meira magn vara virðist fara út úr Evrópusambandinu á útflutningsskýrslum frá tollayfirvöldum þar heldur en er tollafgreitt hingað inn í landið. Vörurnar eru semsagt tollafgreiddar á ákveðnum alþjóðlegum tollnúmerum frá viðkomandi landi en síðan eru vörurnar tollafgreiddar inn í Ísland á öðru tollnúmeri. Það má velta fyrir sér hver tilgangurinn með slíkum vinnubrögðum er. Það er allt sem bendir til að hér sé um að ræða en stórfellt tollasvindl. Tollasvindl er lögbrot en ekki „misbrestir á framkvæmd samninga“ eins og gjörningurinn hefur jafnvel verið nefndur í opinberri umræðu. Er verið að svindla? Þegar upp koma mál eins og rakin eru hér að ofan má velta því fyrir sér af hverju hlutir eru með þessum hætti. Af hverju er vara ekki tolluð inn í landið samkvæmt alþjóðareglum reglum eins og út úr því landi sem hún kemur frá. Sennilega er það vegna þess að þær vörur sem skoðaðar hafa verið eru flestar innan svokallaðra tollkvóta í milliríkjasamningum. Þar er ákveðið magn í hverjum samningi sem má versla með á milli landa sem ber annað hvort lága verðtolla eða má fara tollfrjálst milli landa. Svindlið felst því líklega í því að innflutningsaðilar koma sér undan að greiða réttmæt opinber gjöld af vörunni þegar hún kemur til landsins. Líklega er þá búið að flytja inn og fylla í það magn sem innifalið er í tollkvótum og þegar það dugar ekki innflutningsaðilum til að græða er seilst lengra. Samantekið er verið að flytja inn framhjá kerfinu til að losna við að borga skatta og skyldur í ríkissjóð, til þess að koma vöru inn á markað sem þarf ekki að fara eftir sömu leikreglum og innlend framleiðsla. Þarna er mögulega um gífurlegar fjárhæðir að ræða sem ríkissjóður verður af ár hvert. Hvers er ábyrgðin? Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum, það er þeirra að sjá til þess að alþjóðasamningum ásamt innlendum lögum sé framfylgt í landinu. Þetta mál allt þarfnast skoðunar og rannsóknar. Hvers vegna er ekki búið að gera neitt í því sem hefur vera vitað í marga mánuði? Af hverju er ekki búið að taka á tollasvindli sem varðar innflutning á ostum sem fluttir eru inn undir fölsku flaggi tollalaust sem „jurtaostar“ en á að bera toll sem hefðbundinn ostur inn í landið? Búið er að koma ábendingum á framfæri við Skattinn, fjármálaráðuneytið og sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytið. Það er búið að biðja um að farið verði eftir leikreglum alþjóðasamninga, s.s. Alþjóða tollastofnunarinnar, bæði til þess að innlendir framleiðendur búi við réttar aðstæður sem skapaðar hafa verið með samningum og einnig að ríkissjóður fá sinn hlut réttilega. Það er að vissuleiti undarlegt að stjórnvöld sem hvetja neytendur til að nýta innlenda framleiðslu til að styrkja efnahaginn skuli á sama tíma ekki taka á meintum lögbrotum sem beinlínis veikja efnahagslífið og tekjur ríkissjóðs. Sérstaklega á tímum þar sem við erum að sjá yfirvofandi aukið atvinnuleysi og eitt mesta fall í vergri landsframleiðslu í lýðveldissögunni. Þetta er ekkert flókið. Rétt skal vera rétt. Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum misserum vaknaði grunur um það að innflutningstölur á landbúnaðarafurðum til Íslands væru ekki í samræmi við útflutningstölur út úr Evrópusambandinu. Á undanförnum vikum hefur sá grunur fengið meiri og ríkari staðfestingu. Það lítur út fyrir að þetta eigi við um afurðir úr mjólk, kjöti, grænmeti og eggjum. Misræmið felst í því að meira magn vara virðist fara út úr Evrópusambandinu á útflutningsskýrslum frá tollayfirvöldum þar heldur en er tollafgreitt hingað inn í landið. Vörurnar eru semsagt tollafgreiddar á ákveðnum alþjóðlegum tollnúmerum frá viðkomandi landi en síðan eru vörurnar tollafgreiddar inn í Ísland á öðru tollnúmeri. Það má velta fyrir sér hver tilgangurinn með slíkum vinnubrögðum er. Það er allt sem bendir til að hér sé um að ræða en stórfellt tollasvindl. Tollasvindl er lögbrot en ekki „misbrestir á framkvæmd samninga“ eins og gjörningurinn hefur jafnvel verið nefndur í opinberri umræðu. Er verið að svindla? Þegar upp koma mál eins og rakin eru hér að ofan má velta því fyrir sér af hverju hlutir eru með þessum hætti. Af hverju er vara ekki tolluð inn í landið samkvæmt alþjóðareglum reglum eins og út úr því landi sem hún kemur frá. Sennilega er það vegna þess að þær vörur sem skoðaðar hafa verið eru flestar innan svokallaðra tollkvóta í milliríkjasamningum. Þar er ákveðið magn í hverjum samningi sem má versla með á milli landa sem ber annað hvort lága verðtolla eða má fara tollfrjálst milli landa. Svindlið felst því líklega í því að innflutningsaðilar koma sér undan að greiða réttmæt opinber gjöld af vörunni þegar hún kemur til landsins. Líklega er þá búið að flytja inn og fylla í það magn sem innifalið er í tollkvótum og þegar það dugar ekki innflutningsaðilum til að græða er seilst lengra. Samantekið er verið að flytja inn framhjá kerfinu til að losna við að borga skatta og skyldur í ríkissjóð, til þess að koma vöru inn á markað sem þarf ekki að fara eftir sömu leikreglum og innlend framleiðsla. Þarna er mögulega um gífurlegar fjárhæðir að ræða sem ríkissjóður verður af ár hvert. Hvers er ábyrgðin? Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum, það er þeirra að sjá til þess að alþjóðasamningum ásamt innlendum lögum sé framfylgt í landinu. Þetta mál allt þarfnast skoðunar og rannsóknar. Hvers vegna er ekki búið að gera neitt í því sem hefur vera vitað í marga mánuði? Af hverju er ekki búið að taka á tollasvindli sem varðar innflutning á ostum sem fluttir eru inn undir fölsku flaggi tollalaust sem „jurtaostar“ en á að bera toll sem hefðbundinn ostur inn í landið? Búið er að koma ábendingum á framfæri við Skattinn, fjármálaráðuneytið og sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytið. Það er búið að biðja um að farið verði eftir leikreglum alþjóðasamninga, s.s. Alþjóða tollastofnunarinnar, bæði til þess að innlendir framleiðendur búi við réttar aðstæður sem skapaðar hafa verið með samningum og einnig að ríkissjóður fá sinn hlut réttilega. Það er að vissuleiti undarlegt að stjórnvöld sem hvetja neytendur til að nýta innlenda framleiðslu til að styrkja efnahaginn skuli á sama tíma ekki taka á meintum lögbrotum sem beinlínis veikja efnahagslífið og tekjur ríkissjóðs. Sérstaklega á tímum þar sem við erum að sjá yfirvofandi aukið atvinnuleysi og eitt mesta fall í vergri landsframleiðslu í lýðveldissögunni. Þetta er ekkert flókið. Rétt skal vera rétt. Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun