Skoðun

Við eigum nýja stjórnarskrá!

Grasrótarhópur Landverndar í loftslagsmálum skrifar

Mörg fyrirtæki á Íslandi stunda svokallaða gæðastjórnun, gera sér gæðaskjöl í samvinnu við sína starfsmenn, fyrirtækjunum og starfsmönnum þess til heilla.

Að okkar mati er stjórnarskráin gæðaskjal þjóðarinnar. Núgildandi stjórnarskrá var gerð á síðustu öld fyrir annað þjóðskipulag.

Stjórnarskráin, gæðaskjal Íslendinga þarf að vera vönduð, tilheyra nútímanum þeirri þjóð sem hún á að vernda og vísa veginn. Við eigum nýja stjórnarskrá sem uppfyllir þessi skilyrði og var valin með lýðræðislegum hætti af miklum meirihluta kjósenda, árið 2012!

Það er löngu kominn tími til að taka nýju stjórnarskrána í gagnið. Í drögum að nýrri stjórnarskrá Stjórnlagaráðs eru 114 greinar sem allar eru til framfara og aukins réttlætis mönnum, dýrum og náttúru Íslands til handa!

Við hvetjum því stjórnvöld til að leggja nýju stjórnarskrána fyrir Alþingi strax á yfirstandandi þingi. Við hvetjum einnig stjórnmálaflokka landsinns til að standa með þjóðinni og samþykkja nýja stjórnarskrá!

Loftlagshópur Landverndar styður nýju stjórnarskrána í heild sinni, en fagnar sérstaklega eftirfarandi nýjum áherslum;

6.gr. - Jafnræði

15.gr - Upplýsingaréttur 26.gr - Dvalarréttur og ferðafrelsi

32.gr - Menningarverðmæti 33.gr - Náttúra Íslands og umhverfi

34.gr - Náttúruauðlindir 35.gr - Upplýsingar um umhverfi og málsaðild

36.gr – Dýravernd

39.gr. – Alþingiskosningar

65.gr. – Málskot til þjóðarinnar

Fyrir hönd grasrótarhóps Landverndar í loftslagsmálum

Undirrituð eru hluti af grasrót arhóp Landverndar í loftslagsmálum . Fólk sem hittist reglulega, fræðist og skipuleggur viðburði og gjörninga í þágu umhverfisins, auk greinaskrifa og umsagna um loftslagsmál.

Gísli Sigurgeirsson

Hildigunnur Sigurðardóttir

Karina Hanney Marrero 

Kjartan Almar Kárason

Unnur Björnsdóttir

Þrúður Arna

Örn Þorvaldsson




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×