Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2020 12:30 Körfuboltamenn á höfuðborgarsvæðinu geta æft saman að nýju á morgun en eiga að halda tveggja metra fjarlægð. VÍSIR/VILHELM Íþróttaæfingar innan sérsambanda ÍSÍ geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. Íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu hefur legið niðri síðan 8. október vegna sóttvarnaaðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi á morgun og þar er áfram lagt bann við íþróttum með snertingu á höfuðborgarsvæðinu, til 3. nóvember. Tveggja metra regla og bannað senda bolta á milli Það þýðir hins vegar ekki að með öllu sé bannað að æfa íþróttir á höfuðborgarsvæðinu. Sérsamböndin funduðu með ÍSÍ og fulltrúum heilbrigðisráðuneytis, sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra nú í hádeginu. Þau vinna nú að æfingareglum hvert um sig sem háðar eru samþykki ÍSÍ, bæði fyrir fullorðna og börn. Eins og fyrr segir verða reglurnar strangar, að minnsta kosti fyrir meistaraflokka. Fótboltatímabilinu á að vera lokið fyrir 1. desember samkvæmt reglugerð KSÍ. Enn er því tími til stefnu til að klára þær örfáu umferðir sem eftir eru. Þetta staðfesti Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, við Vísi. Hún kvaðst vonast til að það skýrðist betur síðar í dag hvað leyft yrði varðandi æfingar barna. Hjá fullorðnum verður það þannig að engin snerting má vera á milli iðkenda, tveggja metra fjarlægðarreglan gildir, og að hámarki 20 manns mega vera saman í vel aðgreindu hólfi. Bolti má ekki fara á milli manna, segir Líney. Útilokar ekki að landsbyggðarlið spili handboltaleiki „Við gerum ráð fyrir að æfingar [á höfuðborgarsvæðinu] geti hafist á morgun, undir ströngum skilyrðum. Það má segja að þetta séu frekar „leikfimiæfingar“; hlaup, teygjur og slíkt. Bolti má ekki fara á milli manna, en það má kasta í vegg og í tómt mark,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. KA-menn hafa getað æft óhindrað síðustu vikur eins og önnur lið á landsbyggðinni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eins og staðan er í dag er stefnt að því að hefðbundnar æfingar geti hafist að nýju 4. nóvember en óljóst er hvenær keppni hefst að nýju í Olís-deildunum. „Við erum með formannafund síðar í dag þar sem við förum yfir málin með hreyfingunni. Með hvaða hætti og hvenær við byrjum. Niðurstaða um það hvenær við byrjum aftur ætti að liggja fyrir síðar í vikunni en ég hygg að við horfum til þess að byrja aftur um miðjan nóvember,“ sagði Róbert. Hann útilokar ekki að einhverjir leikir verði á milli landsbyggðarliða á næstu tveimur vikum, í ljósi þess að þau mega æfa og keppa: „Það er bara í skoðun og verður rætt á formannafundi í dag.“ Gætu byrjað að spila um miðjan nóvember Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, mun einnig ræða við formenn körfuknattleiksfélaganna í dag og tekur í sama streng og Róbert: „Við viljum auðvitað byrja aftur sem fyrst en ég myndi halda að það verði alltaf vika eða tíu dagar að fá að líða frá því að hefðbundnar æfingar hefjast. Það verður því kannski ekki fyrr en um miðjan mánuðinn sem við sjáum fyrir okkur að geta byrjað.“ Aðspurður hvort það komi til greina að landsbyggðarlið spili leiki á næstu tveimur vikum svaraði Hannes: „Auðvitað er það rætt, en það er áfram ekki mælst til þess að farið sé af höfuðborgarsvæðinu út á land. Í bæjarfélögunum í nágrenni við höfuðborgarsvæðið eru leikmenn og þjálfarar sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess þyrftu dómarar að komast í leiki. Eins og staðan er núna verður því væntanlega allt mótahald stopp þennan tíma.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Íþróttir barna Tengdar fréttir Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Íþróttaæfingar innan sérsambanda ÍSÍ geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. Íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu hefur legið niðri síðan 8. október vegna sóttvarnaaðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi á morgun og þar er áfram lagt bann við íþróttum með snertingu á höfuðborgarsvæðinu, til 3. nóvember. Tveggja metra regla og bannað senda bolta á milli Það þýðir hins vegar ekki að með öllu sé bannað að æfa íþróttir á höfuðborgarsvæðinu. Sérsamböndin funduðu með ÍSÍ og fulltrúum heilbrigðisráðuneytis, sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra nú í hádeginu. Þau vinna nú að æfingareglum hvert um sig sem háðar eru samþykki ÍSÍ, bæði fyrir fullorðna og börn. Eins og fyrr segir verða reglurnar strangar, að minnsta kosti fyrir meistaraflokka. Fótboltatímabilinu á að vera lokið fyrir 1. desember samkvæmt reglugerð KSÍ. Enn er því tími til stefnu til að klára þær örfáu umferðir sem eftir eru. Þetta staðfesti Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, við Vísi. Hún kvaðst vonast til að það skýrðist betur síðar í dag hvað leyft yrði varðandi æfingar barna. Hjá fullorðnum verður það þannig að engin snerting má vera á milli iðkenda, tveggja metra fjarlægðarreglan gildir, og að hámarki 20 manns mega vera saman í vel aðgreindu hólfi. Bolti má ekki fara á milli manna, segir Líney. Útilokar ekki að landsbyggðarlið spili handboltaleiki „Við gerum ráð fyrir að æfingar [á höfuðborgarsvæðinu] geti hafist á morgun, undir ströngum skilyrðum. Það má segja að þetta séu frekar „leikfimiæfingar“; hlaup, teygjur og slíkt. Bolti má ekki fara á milli manna, en það má kasta í vegg og í tómt mark,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. KA-menn hafa getað æft óhindrað síðustu vikur eins og önnur lið á landsbyggðinni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eins og staðan er í dag er stefnt að því að hefðbundnar æfingar geti hafist að nýju 4. nóvember en óljóst er hvenær keppni hefst að nýju í Olís-deildunum. „Við erum með formannafund síðar í dag þar sem við förum yfir málin með hreyfingunni. Með hvaða hætti og hvenær við byrjum. Niðurstaða um það hvenær við byrjum aftur ætti að liggja fyrir síðar í vikunni en ég hygg að við horfum til þess að byrja aftur um miðjan nóvember,“ sagði Róbert. Hann útilokar ekki að einhverjir leikir verði á milli landsbyggðarliða á næstu tveimur vikum, í ljósi þess að þau mega æfa og keppa: „Það er bara í skoðun og verður rætt á formannafundi í dag.“ Gætu byrjað að spila um miðjan nóvember Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, mun einnig ræða við formenn körfuknattleiksfélaganna í dag og tekur í sama streng og Róbert: „Við viljum auðvitað byrja aftur sem fyrst en ég myndi halda að það verði alltaf vika eða tíu dagar að fá að líða frá því að hefðbundnar æfingar hefjast. Það verður því kannski ekki fyrr en um miðjan mánuðinn sem við sjáum fyrir okkur að geta byrjað.“ Aðspurður hvort það komi til greina að landsbyggðarlið spili leiki á næstu tveimur vikum svaraði Hannes: „Auðvitað er það rætt, en það er áfram ekki mælst til þess að farið sé af höfuðborgarsvæðinu út á land. Í bæjarfélögunum í nágrenni við höfuðborgarsvæðið eru leikmenn og þjálfarar sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess þyrftu dómarar að komast í leiki. Eins og staðan er núna verður því væntanlega allt mótahald stopp þennan tíma.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Íþróttir barna Tengdar fréttir Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22
Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53
Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti