Réttað yfir síðasta leiðtoga hryðjuverkasamtakanna ETA Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2020 12:08 Josu Urrutikoetxea leiddi hryðjuverkasamtakökin Euskadi Ta Askatasuna (ETA) á 9. áratugnum. Honum var sleppt úr varðhaldi vegna heilsuleysis í sumar fram að réttarhöldunum sem hefjast í dag. AP/Michel Euler Síðasti þekkti leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA kemur fyrir dómara í Frakklandi í dag þar sem hann er ákærður fyrir aðild að hryðjuverkum. Hann segist breyttur maður og biðst afsökunar á mannsdrápum, með fyrirvara. Josu Urrutikoetxea var leiðtogi ETA á einu blóðugasta skeiði samtakanna á seinni hluta níunda áratugs síðustu aldar. Hann var handtekinn árið 1989 en gerðist héraðsþingmaður í Baskalandi þegar honum var sleppt úr fangelsi ellefu árum síðar. Sem héraðsþingmaður átti hann þátt í viðræðum um að leggja ETA niður. Árið 2002 var Urrutikoetxea, sem einnig var þekktur undir dulnefninu „Kálfurinn“, ákærður fyrir aðild að sprengjutilræði við skála þar sem þjóðvarðliðar bjuggu í Zaragoza sem varð ellefu manns að bana, þar á meðal fimm börnum. Tugir manna særðust til viðbótar. Urrutikoetxea var á flótta í sautján ár þar til hann var loks tekinn höndum við sjúkrahús í Frönsku Ölpunum í maí í fyrra. „Ég leita ekki hefnda gegn Josu Ternera en þessi herramaður reyndi að drepa mig og ég vil að hann gjaldi fyrir það. Það er réttur minn sem spænskur borgari,“ segir Lucía Ruiz sem var tíu ára gömul þegar hún særðist í sprengjutilræði ETA á lögreglustöðinni í Zaragoza þar sem hún bjó með föður sínum. Kona og börn ganga fram hjá slagorði um sjálfstæði Baskalands í bænum Altsasu í Navarra-héraði. Slagorðið er ritað yfir Ikurriña, fána Baskalands sem kallast Euskadi á basknesku.AP/Álvaro Barrientos Biðst afsökunar á því sem ekki verður bætt Í viðtali við AP-fréttastofuna lýsir Urrutikoetxea saksókninni í Frakklandi sem „fáránlegri“ í ljósi þess að hann hafi átt þátt í að stöðva baráttu ETA sem kostaði hundruð mannslífa yfir áratugaskeið. „Þeir vilja að ég svari fyrir eitthvað sem ég hafði ekkert með að gera,“ fullyrðir hann. Í seinni tíð hefur Urrutikoetxea, sem er 69 ára gamall og hefur glímt við krabbamein, spilað sig sem mann iðrunar og sátta. Hann biðst afsökunar á „óbætanlegum skaða“ sem ofbeldisverk ETA hafa valdið í baráttu samtakanna fyrir sjálfstæðu ríki Baska á norðaustanverðum Spáni og suðvestanverðu Frakklandi. Það gerir hann þó með fyrirvara. „Að sjálfsögðu biðst ég afsökunar á einhverjum sem við getum ekki bætt,“ svaraði Urrutikoetxea þegar blaðamenn AP spurðu hann hvort hann bæði fjölskyldur fórnarlamba ETA afsökunar. ETA lagði niður vopnin árið 2017. Urrutikoetxea las yfirlýsingu um að þau væru endanlega leyst upp 3. maí árið 2018. Lucía Ruiz lifði af sprengjuárás ETA á skála þjóðvarðliða í Zaragoza þegar hún var tíu ára gömul árið 1987. Ellefu manns féllu í árásinni.AP/Renata Brito Verður framseldur til Spánar Hópur fræðimanna og annarra aðskilnaðarsinna tóku upp málstað Urrutikoetxea í yfirlýsingu sem birtist á laugardag. Þeir segja saksóknina í Frakklandi „svívirðilega og óþolandi. Með henni séu allir samningamenn í friðarviðræðum gerðir að glæpamönnum. Á meðal þeirra sem lögðu nafn sitt við yfirlýsinguna voru Gerry Adams, fyrrverandi leiðtogi Sinn Fein á Norður-Írlandi, Noam Chomsky, málvísindamaður, og Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar. Spænskir saksóknarar lýsa Urrutikoetxea aftur á móti sem blóðþyrstum málsvara ofbeldis. Það hafi aðeins verið tækifærismennska sem leiddi til þess að hann hafi tekið þátt í viðræðum um slit ETA. Þá hafi lögregla verið farin að velgja samtökunum verulega undir uggum og fjarað hafði undan stuðningi við samtökin á meðal baskneskra aðskilnaðarsinna. Telja saksóknararnir að Urrutikoetxea hafi sem leiðtogi ETA annað hvort lagt blessun sína yfir eða vitað af bílsprengjunni sem var sprengd við höfuðstöðvar þjóðvarðliðsins í Zaragoza. Þrír liðsmenn samtakanna voru sakfelldir og fangelsaðir vegna árásarinnar. Urrutikoetxea var þegar sakfelldur að sér fjarstöddum fyrir sakirnar í Frakklandi en hann óskaði eftir að málið yrði tekið upp aftur þegar hann var handtekinn í fyrra. Frönsk yfirvöld hafa fallist á að framselja hann til Spánar eftir að réttarhöldunum lýkur. Þar vilja yfirvöld sækja hann til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu, morð og aðild að hryðjuverkasamtökum. „Hann lætur núna eins og hann sé bjargvættur þjóðarinnar,“ segir Ruiz. Hún telur að erfitt verði að sanna fyrir dómi að Urrutikoetxea hafi skipulagt árásina í Zaragoza. „Því miður skilur svona fólk ekki eftir sig pappírsslóð en þessi herramaður er morðingi, með morð í hástöfum,“ segir hún. Uppfært 16:35 Réttarhöldunum yfir Urrutikoetxea var frestað til 22.-23. febrúar vegna þess að lykilvitni komust ekki til Parísar vegna kórónuveirufaraldursins. Former ETA chief Josu Urrutikoetxea was due in court this week to face two back-to-back trials on terrorism charges. A Paris court has postponed the first hearing to Feb. 22-23 after key defense witnesses couldn't travel because of the COVID-19 pandemic.https://t.co/D7GGkLntuB— AP Europe (@AP_Europe) October 19, 2020 Spánn Frakkland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Síðasti þekkti leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA kemur fyrir dómara í Frakklandi í dag þar sem hann er ákærður fyrir aðild að hryðjuverkum. Hann segist breyttur maður og biðst afsökunar á mannsdrápum, með fyrirvara. Josu Urrutikoetxea var leiðtogi ETA á einu blóðugasta skeiði samtakanna á seinni hluta níunda áratugs síðustu aldar. Hann var handtekinn árið 1989 en gerðist héraðsþingmaður í Baskalandi þegar honum var sleppt úr fangelsi ellefu árum síðar. Sem héraðsþingmaður átti hann þátt í viðræðum um að leggja ETA niður. Árið 2002 var Urrutikoetxea, sem einnig var þekktur undir dulnefninu „Kálfurinn“, ákærður fyrir aðild að sprengjutilræði við skála þar sem þjóðvarðliðar bjuggu í Zaragoza sem varð ellefu manns að bana, þar á meðal fimm börnum. Tugir manna særðust til viðbótar. Urrutikoetxea var á flótta í sautján ár þar til hann var loks tekinn höndum við sjúkrahús í Frönsku Ölpunum í maí í fyrra. „Ég leita ekki hefnda gegn Josu Ternera en þessi herramaður reyndi að drepa mig og ég vil að hann gjaldi fyrir það. Það er réttur minn sem spænskur borgari,“ segir Lucía Ruiz sem var tíu ára gömul þegar hún særðist í sprengjutilræði ETA á lögreglustöðinni í Zaragoza þar sem hún bjó með föður sínum. Kona og börn ganga fram hjá slagorði um sjálfstæði Baskalands í bænum Altsasu í Navarra-héraði. Slagorðið er ritað yfir Ikurriña, fána Baskalands sem kallast Euskadi á basknesku.AP/Álvaro Barrientos Biðst afsökunar á því sem ekki verður bætt Í viðtali við AP-fréttastofuna lýsir Urrutikoetxea saksókninni í Frakklandi sem „fáránlegri“ í ljósi þess að hann hafi átt þátt í að stöðva baráttu ETA sem kostaði hundruð mannslífa yfir áratugaskeið. „Þeir vilja að ég svari fyrir eitthvað sem ég hafði ekkert með að gera,“ fullyrðir hann. Í seinni tíð hefur Urrutikoetxea, sem er 69 ára gamall og hefur glímt við krabbamein, spilað sig sem mann iðrunar og sátta. Hann biðst afsökunar á „óbætanlegum skaða“ sem ofbeldisverk ETA hafa valdið í baráttu samtakanna fyrir sjálfstæðu ríki Baska á norðaustanverðum Spáni og suðvestanverðu Frakklandi. Það gerir hann þó með fyrirvara. „Að sjálfsögðu biðst ég afsökunar á einhverjum sem við getum ekki bætt,“ svaraði Urrutikoetxea þegar blaðamenn AP spurðu hann hvort hann bæði fjölskyldur fórnarlamba ETA afsökunar. ETA lagði niður vopnin árið 2017. Urrutikoetxea las yfirlýsingu um að þau væru endanlega leyst upp 3. maí árið 2018. Lucía Ruiz lifði af sprengjuárás ETA á skála þjóðvarðliða í Zaragoza þegar hún var tíu ára gömul árið 1987. Ellefu manns féllu í árásinni.AP/Renata Brito Verður framseldur til Spánar Hópur fræðimanna og annarra aðskilnaðarsinna tóku upp málstað Urrutikoetxea í yfirlýsingu sem birtist á laugardag. Þeir segja saksóknina í Frakklandi „svívirðilega og óþolandi. Með henni séu allir samningamenn í friðarviðræðum gerðir að glæpamönnum. Á meðal þeirra sem lögðu nafn sitt við yfirlýsinguna voru Gerry Adams, fyrrverandi leiðtogi Sinn Fein á Norður-Írlandi, Noam Chomsky, málvísindamaður, og Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar. Spænskir saksóknarar lýsa Urrutikoetxea aftur á móti sem blóðþyrstum málsvara ofbeldis. Það hafi aðeins verið tækifærismennska sem leiddi til þess að hann hafi tekið þátt í viðræðum um slit ETA. Þá hafi lögregla verið farin að velgja samtökunum verulega undir uggum og fjarað hafði undan stuðningi við samtökin á meðal baskneskra aðskilnaðarsinna. Telja saksóknararnir að Urrutikoetxea hafi sem leiðtogi ETA annað hvort lagt blessun sína yfir eða vitað af bílsprengjunni sem var sprengd við höfuðstöðvar þjóðvarðliðsins í Zaragoza. Þrír liðsmenn samtakanna voru sakfelldir og fangelsaðir vegna árásarinnar. Urrutikoetxea var þegar sakfelldur að sér fjarstöddum fyrir sakirnar í Frakklandi en hann óskaði eftir að málið yrði tekið upp aftur þegar hann var handtekinn í fyrra. Frönsk yfirvöld hafa fallist á að framselja hann til Spánar eftir að réttarhöldunum lýkur. Þar vilja yfirvöld sækja hann til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu, morð og aðild að hryðjuverkasamtökum. „Hann lætur núna eins og hann sé bjargvættur þjóðarinnar,“ segir Ruiz. Hún telur að erfitt verði að sanna fyrir dómi að Urrutikoetxea hafi skipulagt árásina í Zaragoza. „Því miður skilur svona fólk ekki eftir sig pappírsslóð en þessi herramaður er morðingi, með morð í hástöfum,“ segir hún. Uppfært 16:35 Réttarhöldunum yfir Urrutikoetxea var frestað til 22.-23. febrúar vegna þess að lykilvitni komust ekki til Parísar vegna kórónuveirufaraldursins. Former ETA chief Josu Urrutikoetxea was due in court this week to face two back-to-back trials on terrorism charges. A Paris court has postponed the first hearing to Feb. 22-23 after key defense witnesses couldn't travel because of the COVID-19 pandemic.https://t.co/D7GGkLntuB— AP Europe (@AP_Europe) October 19, 2020
Spánn Frakkland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira