Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna: Ísland sýnir mikilvæga samstöðu og stuðning Heimsljós 19. október 2020 11:30 UNHCR Fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) fyrir Norðurlönd og Eystrasaltslönd fagnar ákvörðun Íslands um að taka á móti allt að fimmtán berskjölduðum einstaklingum frá Lesbos í Grikklandi í kjölfar brunans í Moria, sem varð til þess að þúsundir hælisleitenda og flóttamanna misstu heimili sín. Samkvæmt frétt frá UNHCR er ákvörðun Íslands svar við formlegri beiðni um stuðning og samstöðu, þar á meðal frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, „en UNHCR og Ísland ganga í bandalag ríkja sem hafa skuldbundið sig til að styðja Grikkland með því að taka á móti viðkvæmustu flóttamönnunum og hælisleitendum,“ segir meðal annars í fréttinni. Þar kemur fram að á þessu ári hafi rúmlega eitt þúsund hælisleitendur fengið nýja búsetu, en með hátt í tíu þúsund hælisleitendur á bráðabirgðasvæðinu við Lesbos og fjögur þúsund fylgdarlaus börn í Grikklandi er þörfin fyrir viðbótarstuðning mikil. „Ákvörðun Íslands veitir ekki aðeins fjölda viðkvæmra fjölskyldna von og hjálp, hún mun einnig senda sterk skilaboð um stuðning til Grikklands. Það er uppörvandi að sjá lönd eins og Ísland koma fram og sýna evrópska samstöðu og Flóttamannastofnunin vonar að fordæmi Íslands geti hvatt aðrar þjóðir til hins sama,“ segir Henrik M. Nordentoft, fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Norðurlönd og Eystrasaltsríkin. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna bendir á að ákvörðun Íslands um búferlaflutninga bætist við þegar gildan endurbúsetukvóta. Þessi skuldbinding er mikilvæg vegna metfjölda nauðungarflutninga á heimsvísu og aukinnar þarfar á varanlegum lausnum fyrir viðkvæma flóttamenn, en fjöldi þeirra vex ár eftir ár. Enn fremur hefur Ísland nýlega tilkynnt um 20 milljóna króna framlag til aðgerða UNHCR í Grikklandi. Þeir fjármunir hjálpa stofnuninni að koma skjóli og aðstoð til þúsunda í neyð. „Þótt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna fagni neyðarviðbrögðum til stuðnings Grikklandi og þeim löndum sem hlutdeild eiga, hvetur hún hagsmunaaðila til að ganga lengra en sem nemur sértækum lausnum og kallar áfram eftir langtímalausnum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vonar að tillaga framkvæmdastjórnar ESB um sáttmála um búferlaflutninga og hæli reynist bráðnauðsynleg byrjun á betra og áreiðanlegra kerfi til verndar flóttamönnum,“ segir í frétt UNHCR. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Grikkland Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent
Fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) fyrir Norðurlönd og Eystrasaltslönd fagnar ákvörðun Íslands um að taka á móti allt að fimmtán berskjölduðum einstaklingum frá Lesbos í Grikklandi í kjölfar brunans í Moria, sem varð til þess að þúsundir hælisleitenda og flóttamanna misstu heimili sín. Samkvæmt frétt frá UNHCR er ákvörðun Íslands svar við formlegri beiðni um stuðning og samstöðu, þar á meðal frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, „en UNHCR og Ísland ganga í bandalag ríkja sem hafa skuldbundið sig til að styðja Grikkland með því að taka á móti viðkvæmustu flóttamönnunum og hælisleitendum,“ segir meðal annars í fréttinni. Þar kemur fram að á þessu ári hafi rúmlega eitt þúsund hælisleitendur fengið nýja búsetu, en með hátt í tíu þúsund hælisleitendur á bráðabirgðasvæðinu við Lesbos og fjögur þúsund fylgdarlaus börn í Grikklandi er þörfin fyrir viðbótarstuðning mikil. „Ákvörðun Íslands veitir ekki aðeins fjölda viðkvæmra fjölskyldna von og hjálp, hún mun einnig senda sterk skilaboð um stuðning til Grikklands. Það er uppörvandi að sjá lönd eins og Ísland koma fram og sýna evrópska samstöðu og Flóttamannastofnunin vonar að fordæmi Íslands geti hvatt aðrar þjóðir til hins sama,“ segir Henrik M. Nordentoft, fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna fyrir Norðurlönd og Eystrasaltsríkin. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna bendir á að ákvörðun Íslands um búferlaflutninga bætist við þegar gildan endurbúsetukvóta. Þessi skuldbinding er mikilvæg vegna metfjölda nauðungarflutninga á heimsvísu og aukinnar þarfar á varanlegum lausnum fyrir viðkvæma flóttamenn, en fjöldi þeirra vex ár eftir ár. Enn fremur hefur Ísland nýlega tilkynnt um 20 milljóna króna framlag til aðgerða UNHCR í Grikklandi. Þeir fjármunir hjálpa stofnuninni að koma skjóli og aðstoð til þúsunda í neyð. „Þótt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna fagni neyðarviðbrögðum til stuðnings Grikklandi og þeim löndum sem hlutdeild eiga, hvetur hún hagsmunaaðila til að ganga lengra en sem nemur sértækum lausnum og kallar áfram eftir langtímalausnum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vonar að tillaga framkvæmdastjórnar ESB um sáttmála um búferlaflutninga og hæli reynist bráðnauðsynleg byrjun á betra og áreiðanlegra kerfi til verndar flóttamönnum,“ segir í frétt UNHCR. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Grikkland Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent