Segja ákvörðun ráðuneytisins ógna öryggi veiðimanna og auka álag á rjúpnastofninn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. október 2020 16:12 Vísir/Vilhelm Skotveiðifélag Íslands, SKOTVÍS, mótmælir ákvörðun stjórnvalda um að gera engar breytingar á veiðitíma rjúpu í ár. Félagið telur fulla ástæðu til að ráðuneytið endurskoði ákvörðun sína og segir ráðuneytið beita sýndarmennsku og sýni félaginu lítilsvirðingu. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti fyrirkomulag rjúpnaveiða 2020 á föstudaginn. Veiðitímabilið verður frá 1.-30. nóvember sem er það sama og í fyrra. Heimilt verður að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en veiðibann er í gildi á miðvikudögum og fimmtudögum. Ítrekað er í tilkynningu ráðuneytisins að sölubann á rjúpum verði áfram í gildi og veiðimenn hvattir til að gæta hófsemi í veiðum. Síðan í byrjun september hefur SKOTVÍS óskað eftir samráðsfundi með Umhverfisstofnun vegna rjúpnaveiða í haust að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Félagið vísar í ályktun sinni til mats á veiðiþoli rjúpnastofnsins frá Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem segi meðal annars að verulega hafi dregið úr veiði frá árinu 2005 og að bein afföll vegna veiða hafi lækkað. „Athyglisvert er að fjöldi leyfilegra veiðidaga sýnir engin tengsl við veiðidánartölu rjúpunnar,“ segir í matinu sem vísað er til í ályktuninni. Ráðgjöfin auki álag á rjúpnastofninn Þá vísar SKOTVÍS einnig til tillagna Umhverfisstofnunar til umhverfisráðuneytisins um að það sé mat stofnunarinnar að fleiri veiðidagar hafi „jákvæð áhrif á öryggi veiðimanna sem og áhrif veiða á streitu hjá rjúpu þar sem að færri veiðimenn eru á veiðislóð á hverjum veiðidegi.“ Í ályktun sinni gefur SKOTVÍS í skyn að stjórnvöld hafi ekki byggt ráðgjöf sína á bestu fáanlegu gögnum. „Fækkun leyfilegra veiðidaga úr 69 í 22 er því ekki lengur veiðistjórnunaraðgerð. Aðgerðin hefur neikvæð áhrif á öryggi veiðimanna og eykur álag á rjúpnastofninn,“ segir meðal annars í ályktuninni þar sem samskipti félagsins við Umhverfisstofnun og ráðuneytið eru rakin. „Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um samráðsfund var hann aldrei haldin. Það er annkannalegt fyrir stofnun sem hefur SAMSTARF sem eitt af þremur opinberum gildum sínum. Loks fékk SKOTVÍS fund með starfsmönnum Umhverfisráðuneytis og kom félagið á framfæri þeim sjónarmiðum um mikilvægi samráðs áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. Í kjölfarið sendi Skotvís Umhverfisstofnun og ráðuneytinu bréf þar sem sjónarmið félagsins voru áréttuð og ítrekuð beiðni um samráð. Skömmu eftir að þeim fundi lauk, sendi ráðuneytið hins vegar frá sér fréttatilkynningu um fyrirkomulag rjúpnaveiði. Það er því ljóst að fundurinn var aðeins haldinn til að friða félagið,“ segir ennfremur í ályktuninni. Rjúpa Skotveiði Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Skotveiðifélag Íslands, SKOTVÍS, mótmælir ákvörðun stjórnvalda um að gera engar breytingar á veiðitíma rjúpu í ár. Félagið telur fulla ástæðu til að ráðuneytið endurskoði ákvörðun sína og segir ráðuneytið beita sýndarmennsku og sýni félaginu lítilsvirðingu. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti fyrirkomulag rjúpnaveiða 2020 á föstudaginn. Veiðitímabilið verður frá 1.-30. nóvember sem er það sama og í fyrra. Heimilt verður að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en veiðibann er í gildi á miðvikudögum og fimmtudögum. Ítrekað er í tilkynningu ráðuneytisins að sölubann á rjúpum verði áfram í gildi og veiðimenn hvattir til að gæta hófsemi í veiðum. Síðan í byrjun september hefur SKOTVÍS óskað eftir samráðsfundi með Umhverfisstofnun vegna rjúpnaveiða í haust að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Félagið vísar í ályktun sinni til mats á veiðiþoli rjúpnastofnsins frá Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem segi meðal annars að verulega hafi dregið úr veiði frá árinu 2005 og að bein afföll vegna veiða hafi lækkað. „Athyglisvert er að fjöldi leyfilegra veiðidaga sýnir engin tengsl við veiðidánartölu rjúpunnar,“ segir í matinu sem vísað er til í ályktuninni. Ráðgjöfin auki álag á rjúpnastofninn Þá vísar SKOTVÍS einnig til tillagna Umhverfisstofnunar til umhverfisráðuneytisins um að það sé mat stofnunarinnar að fleiri veiðidagar hafi „jákvæð áhrif á öryggi veiðimanna sem og áhrif veiða á streitu hjá rjúpu þar sem að færri veiðimenn eru á veiðislóð á hverjum veiðidegi.“ Í ályktun sinni gefur SKOTVÍS í skyn að stjórnvöld hafi ekki byggt ráðgjöf sína á bestu fáanlegu gögnum. „Fækkun leyfilegra veiðidaga úr 69 í 22 er því ekki lengur veiðistjórnunaraðgerð. Aðgerðin hefur neikvæð áhrif á öryggi veiðimanna og eykur álag á rjúpnastofninn,“ segir meðal annars í ályktuninni þar sem samskipti félagsins við Umhverfisstofnun og ráðuneytið eru rakin. „Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um samráðsfund var hann aldrei haldin. Það er annkannalegt fyrir stofnun sem hefur SAMSTARF sem eitt af þremur opinberum gildum sínum. Loks fékk SKOTVÍS fund með starfsmönnum Umhverfisráðuneytis og kom félagið á framfæri þeim sjónarmiðum um mikilvægi samráðs áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. Í kjölfarið sendi Skotvís Umhverfisstofnun og ráðuneytinu bréf þar sem sjónarmið félagsins voru áréttuð og ítrekuð beiðni um samráð. Skömmu eftir að þeim fundi lauk, sendi ráðuneytið hins vegar frá sér fréttatilkynningu um fyrirkomulag rjúpnaveiði. Það er því ljóst að fundurinn var aðeins haldinn til að friða félagið,“ segir ennfremur í ályktuninni.
Rjúpa Skotveiði Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira