Býst við að harðra aðgerða verði þörf þar til bóluefni kemur fram Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2020 18:58 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, undirbýr jarðveginn fyrir að grípa gæti þurft oftar til harðra aðgerða jafnvel eftir að núverandi bylgja faraldursins gengur niður í minnisblaði sínu til ráðherra um framhald sóttvarnaaðgerða. Vísir/Vilhelm Íslenskt samfélag þarf að búa sig undir að kórónuveirusmit verði í samfélaginu næstu mánuðina og að líklegt sé að á einhverjum tímapunktum þurfi að beita hörðum aðgerðum til að koma í veg fyrir stóra faraldra, að mati sóttvarnalæknis. Í minnisblaði hans til ráðherra segir hann faraldurinn nú í línulegum vexti en ekki veldisvexti, líklega vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. Hertar sóttvarnaaðgerðir sem tóku gildi 6. október vegna hraðrar útbreiðslu faraldursins á höfuðborgarsvæðinu renna út á mánudaginn. Heilbrigðisráðuneytið greindi frá því í dag að aðgerðirnar yrðu áfram í gildi og hertar nokkuð á landsvísu. Frá og með þriðjudegi verði þannig grímuskylda á tilteknum stöðum um allt landið og tveggja metra fjarlægðarregla taki aftur gildi á landsbyggðinni. Þá verður allt íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri sem krefst snertingar á höfuðborgarsvæðinu stöðvað tímabundið. Endanleg reglugerð um sóttvarnaaðgerðirnar verður kynnt í næstu viku. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, til heilbrigðisráðherra kemur fram að daglegur fjöldi tilfella hafi verið á bilinu 50-100 frá því að gripið var til hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sé faraldurinn í línulegum vexti en ekki veldisvexti. Hann telur líklegt að það muni taka nokkuð lengri tíma en eina til tvær vikur að sjá árangur af aðgerðunum þar sem veiran hafi náð að hreiðra um sig víða í samfélaginu. Hægt muni ganga að ná faraldrinum niður. „Að mínu mati þarf því íslenskt samfélag að búa sig undir að hér verði smit í þjóðfélaginu næstu mánuðina og líklegt að á einhverjum tímapunktum þurfi að beita hörðum aðgerðum til koma í veg fyrir stóra faraldra. Þetta ástand verður að líkindum viðvarandi þar til virkt og öruggt bóluefni verður tilbúið til notkunar sem verður líklega einhvern tíma á næsta ári,“ segir í minnisblaðinu. Telur Þórólfur ráðlegt að halda takmörkunum í gildi næstu tvær til þrjár vikurnar frá 20. október með möguleika á endurskoðun ef áhættumat breytist. „Ég vænti þess að þegar við förum að sjá faraldurinn ganga niður verði hægt að slaka á þeim aðgerðum sem nú eru í gangi. Samkvæmt fyrri reynslu og leiðbeiningum alþjóða stofnana þarf þó að fara með gát í öllum tilslökunum,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýsmituðum gæti fækkað heldur á næstu tíu dögum Smitstuðull í kórónuveirufaraldrinum er nú um 1,4, samkvæmt nýrri rýni um þróun faraldursins sem birt var í dag. 16. október 2020 14:52 Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Íslenskt samfélag þarf að búa sig undir að kórónuveirusmit verði í samfélaginu næstu mánuðina og að líklegt sé að á einhverjum tímapunktum þurfi að beita hörðum aðgerðum til að koma í veg fyrir stóra faraldra, að mati sóttvarnalæknis. Í minnisblaði hans til ráðherra segir hann faraldurinn nú í línulegum vexti en ekki veldisvexti, líklega vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. Hertar sóttvarnaaðgerðir sem tóku gildi 6. október vegna hraðrar útbreiðslu faraldursins á höfuðborgarsvæðinu renna út á mánudaginn. Heilbrigðisráðuneytið greindi frá því í dag að aðgerðirnar yrðu áfram í gildi og hertar nokkuð á landsvísu. Frá og með þriðjudegi verði þannig grímuskylda á tilteknum stöðum um allt landið og tveggja metra fjarlægðarregla taki aftur gildi á landsbyggðinni. Þá verður allt íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri sem krefst snertingar á höfuðborgarsvæðinu stöðvað tímabundið. Endanleg reglugerð um sóttvarnaaðgerðirnar verður kynnt í næstu viku. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, til heilbrigðisráðherra kemur fram að daglegur fjöldi tilfella hafi verið á bilinu 50-100 frá því að gripið var til hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sé faraldurinn í línulegum vexti en ekki veldisvexti. Hann telur líklegt að það muni taka nokkuð lengri tíma en eina til tvær vikur að sjá árangur af aðgerðunum þar sem veiran hafi náð að hreiðra um sig víða í samfélaginu. Hægt muni ganga að ná faraldrinum niður. „Að mínu mati þarf því íslenskt samfélag að búa sig undir að hér verði smit í þjóðfélaginu næstu mánuðina og líklegt að á einhverjum tímapunktum þurfi að beita hörðum aðgerðum til koma í veg fyrir stóra faraldra. Þetta ástand verður að líkindum viðvarandi þar til virkt og öruggt bóluefni verður tilbúið til notkunar sem verður líklega einhvern tíma á næsta ári,“ segir í minnisblaðinu. Telur Þórólfur ráðlegt að halda takmörkunum í gildi næstu tvær til þrjár vikurnar frá 20. október með möguleika á endurskoðun ef áhættumat breytist. „Ég vænti þess að þegar við förum að sjá faraldurinn ganga niður verði hægt að slaka á þeim aðgerðum sem nú eru í gangi. Samkvæmt fyrri reynslu og leiðbeiningum alþjóða stofnana þarf þó að fara með gát í öllum tilslökunum,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýsmituðum gæti fækkað heldur á næstu tíu dögum Smitstuðull í kórónuveirufaraldrinum er nú um 1,4, samkvæmt nýrri rýni um þróun faraldursins sem birt var í dag. 16. október 2020 14:52 Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Nýsmituðum gæti fækkað heldur á næstu tíu dögum Smitstuðull í kórónuveirufaraldrinum er nú um 1,4, samkvæmt nýrri rýni um þróun faraldursins sem birt var í dag. 16. október 2020 14:52
Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22
Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53