Lífið

Draumaprins Röggu Gísla

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Ragga Gísla syngur eitt af sínum frægari lögum, lagið Draumaprinsinn eftir Magnús Eiríksson. 
Ragga Gísla syngur eitt af sínum frægari lögum, lagið Draumaprinsinn eftir Magnús Eiríksson.  Skjáskot

Í næsta þætti af Í kvöld er gigg verður sannkölluð sveitaballastemmning. Gestirnir verða engir aðrir en stórsöngvararnir Matti Matt, Magni og Jónsi í svörtum fötum. 

Þátturinn verður á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld kl. 18:50 og geta áhorfendur undirbúið sig fyrir mikið fjör og mikið stuð. 

Ekki missa af næsta þætti af Í kvöld er gigg sem er á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld kl. 18:50. Skjáskot.

Í síðasta þætti fór Ragga Gísla vítt og breitt yfir tónlistarferil sinn og söng hverja slagarana og fætur öðrum. Henni til halds og trausts var dóttir hennar og söngkonan Dísa Jakobs og heilluðu þær mæðgur gestina með sínum einstaka sjarma. 

Hér má sjá Röggu syngja eitt af sínum frægari lögum, lagið Draumaprinsinn eftir Magnús Eiríksson. 

Klippa: Draumaprinsinn - Ragga Gísla

Tengdar fréttir

Sjáðu óvænt blásturseinvígi Bjössa sax og Röggu Gísla

Elífðar töffarinn og þjóðargersemin Ragga Gísla var gestur Ingó Veðurguðs í fjórða þættinum af Í kvöld er gigg. Henni til halds og trausts var dóttir hennar og söngkonan Dísa Jakobs. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld. 

„Þú ert bara uppáhalds maðurinn minn núna“

Óvænt gírskipting var í þriðja þætti Í kvöld er gigg þegar Ingó bað Pál Rósinkranz um að syngja stuðlag en hætti svo við og bað hann frekar um að syngja eitthvað fallegt og rólegt. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×