Bjarni telur betra að semja aftur en segja upp tollasamningi við ESB Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2020 19:20 Fjármálaráðherra segir áform Íslendinga um aukin útflutning landbúnaðarafurða til Evrópusambandsins, eftir að gerður var tollasamningur við sambandið, ekki hafa gengið eftir. Engin ákvörðun hafi verið tekin um að segja samningnum upp. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í tollasamninga við Evrópusambandið í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Það gerði hann í ljósi viðbragða samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við misbresti á framkvæmd samningsins. En Sigurður Ingi Jóhhannsson formaður Framsóknarflokksins lýsti þeirri skoðun sinni í blaðagrein að réttast væri að segja upp samningi Íslands við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum í ljósi reynslunnar. Jón Steindór Valdimarsson vildi vita hvort ríkisstjórnin hefði rætt að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið.Vísir/Vilhelm „Hefur þetta komið til tals innan ríkisstjórnarinnar að segja upp þessum samningi. Jafnframt vil ég spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins hvort komi til greina að hálfu Sjálfstæðisflokksins að fara í þá vegferð að segja upp þessum tollasamningi,“ sagði Jón Steindór. Fjármálaráðherra sagði að fram hefðu komið almennar ábendingar um að útflutningstölur frá Evrópusambandinu til Íslands væru aðrar en tölur héðan um innflutng frá sambandinu. Þetta væri í skoðun. „Ég tel að það sé alveg ljóst að áform okkar um að nýta tollasamninginn við Evrópusambandið hafi ekki gengið eftir hvað varðar útflutning okkar Íslendinga. Breytingin sem hefur orðið Evrópusambands megin við það að Bretar stigu út úr Evrópusambandinu kallar líka á einhver viðbrögð. Á þessari stundu hefur engin ákvörðun verið tekin um að segja upp þessum samningi af okkar hálfu. Ég tel að það ætti miklu frekar að tala um að reyna að endursemja og reyna að bregðast við því sem breytt er frá því samningurinn var gerður. En í augnablikinu er eingöngu um að ræða óformlegt samráð við alla hagsmunaaðila,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fjármálaráðherra segir í skoðun hvers vegna tölur um útflutning frá Evrópusambandinu til Íslands ber ekki saman við tölur hér á landi við innflutning frá ríkjum sambandsins.Vísir/Vilhelm Landbúnaður Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Fjármálaráðherra segir áform Íslendinga um aukin útflutning landbúnaðarafurða til Evrópusambandsins, eftir að gerður var tollasamningur við sambandið, ekki hafa gengið eftir. Engin ákvörðun hafi verið tekin um að segja samningnum upp. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í tollasamninga við Evrópusambandið í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Það gerði hann í ljósi viðbragða samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við misbresti á framkvæmd samningsins. En Sigurður Ingi Jóhhannsson formaður Framsóknarflokksins lýsti þeirri skoðun sinni í blaðagrein að réttast væri að segja upp samningi Íslands við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum í ljósi reynslunnar. Jón Steindór Valdimarsson vildi vita hvort ríkisstjórnin hefði rætt að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið.Vísir/Vilhelm „Hefur þetta komið til tals innan ríkisstjórnarinnar að segja upp þessum samningi. Jafnframt vil ég spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins hvort komi til greina að hálfu Sjálfstæðisflokksins að fara í þá vegferð að segja upp þessum tollasamningi,“ sagði Jón Steindór. Fjármálaráðherra sagði að fram hefðu komið almennar ábendingar um að útflutningstölur frá Evrópusambandinu til Íslands væru aðrar en tölur héðan um innflutng frá sambandinu. Þetta væri í skoðun. „Ég tel að það sé alveg ljóst að áform okkar um að nýta tollasamninginn við Evrópusambandið hafi ekki gengið eftir hvað varðar útflutning okkar Íslendinga. Breytingin sem hefur orðið Evrópusambands megin við það að Bretar stigu út úr Evrópusambandinu kallar líka á einhver viðbrögð. Á þessari stundu hefur engin ákvörðun verið tekin um að segja upp þessum samningi af okkar hálfu. Ég tel að það ætti miklu frekar að tala um að reyna að endursemja og reyna að bregðast við því sem breytt er frá því samningurinn var gerður. En í augnablikinu er eingöngu um að ræða óformlegt samráð við alla hagsmunaaðila,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fjármálaráðherra segir í skoðun hvers vegna tölur um útflutning frá Evrópusambandinu til Íslands ber ekki saman við tölur hér á landi við innflutning frá ríkjum sambandsins.Vísir/Vilhelm
Landbúnaður Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Sjá meira
Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00