Sir Charles Barkley kemur inn fyrir Tiger Woods í „The Match 3“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 16:31 Charles Barkley er ekki þekktur fyrir fallega sveiflu á golfvellinum. Getty/Christian Petersen Tiger Woods mun ekki taka þátt í þriðju útgáfunni af „The Match“ golfeinvíginu en sjónvarpsáhorfendur fá í staðinn að fylgjast með golftöktum körfuboltamannanna Charles Barkley og Steph Curry. Í fyrsta golfeinvíginu þá keppti Tiger Woods á moti Phil Mickelson en í öðru einvíginu þá voru þeir báðir komnir með NFL-goðsögn með sér við hlið. Phil Mickelson var þá í liði með Tom Brady en Tiger Woods keppti með Peyton Manning. Nú er komið að þriðju útgáfunni og það eru forföll í báðum liðum. .@StephenCurry30, Peyton Manning, @PhilMickelson, and Charles Barkley headline golf fundraiser - all to be broadcast for our abundant entertainment. Read more: https://t.co/3UxM1GlbRE pic.twitter.com/QNQHDMHJmi— Sportico (@Sportico) October 15, 2020 Tom Brady er upptekinn við að spila með Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni og Tiger Woods tekur ekki þátt að þessu sinni. Phil Mickelson og Peyton Manning mæta aftur á móti báðir aftur til leiks. Í stað þeirra Brady og Woods eru komnar tvær körfuboltahetjur, þeir Charles Barkley og Steph Curry. Steph Curry er frábær kylfingur eins og hann sýndi á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í fyrra en Barkley er ekki eins frægur fyrir tilþrif á golfvellinum. Það vantar hins vegar ekki áhugann hjá kappanum. Þeir Charles Barkley og Steph Curry hafa báðir verið valdi mikilvægustu leikmenn NBA deildarinnar en á meðan Curry er enn að spila þá harles Barkley löngur hættur og starfar sem sérfræðingur um deildina á TNT sjónvarðstöðinni. Eins og áður mun þetta golfeinvígi safna peningi fyrir góðgerðasamtök. Match 2 safnaði tuttugu milljónum dollara fyrir baráttuna við COVID-19 en það gera um 2,8 milljarða íslenskra króna. Golfeinvígi númer tvö var líka mjög vinsælt sjónvarpsefni síðasta vor en það fór fram á tíma þegar nánast engar íþróttir voru í gangi í heiminum. 5,67 milljónir manns horfðu á keppnina í Bandaríkjunum sem er hæsta áhorf á golfmót í sögu kapalsjónvarpsins í landinu. Golfeinvígið númer þrjú mun hefjast föstudaginn 27. nóvember. Golf NBA Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Tiger Woods mun ekki taka þátt í þriðju útgáfunni af „The Match“ golfeinvíginu en sjónvarpsáhorfendur fá í staðinn að fylgjast með golftöktum körfuboltamannanna Charles Barkley og Steph Curry. Í fyrsta golfeinvíginu þá keppti Tiger Woods á moti Phil Mickelson en í öðru einvíginu þá voru þeir báðir komnir með NFL-goðsögn með sér við hlið. Phil Mickelson var þá í liði með Tom Brady en Tiger Woods keppti með Peyton Manning. Nú er komið að þriðju útgáfunni og það eru forföll í báðum liðum. .@StephenCurry30, Peyton Manning, @PhilMickelson, and Charles Barkley headline golf fundraiser - all to be broadcast for our abundant entertainment. Read more: https://t.co/3UxM1GlbRE pic.twitter.com/QNQHDMHJmi— Sportico (@Sportico) October 15, 2020 Tom Brady er upptekinn við að spila með Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni og Tiger Woods tekur ekki þátt að þessu sinni. Phil Mickelson og Peyton Manning mæta aftur á móti báðir aftur til leiks. Í stað þeirra Brady og Woods eru komnar tvær körfuboltahetjur, þeir Charles Barkley og Steph Curry. Steph Curry er frábær kylfingur eins og hann sýndi á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í fyrra en Barkley er ekki eins frægur fyrir tilþrif á golfvellinum. Það vantar hins vegar ekki áhugann hjá kappanum. Þeir Charles Barkley og Steph Curry hafa báðir verið valdi mikilvægustu leikmenn NBA deildarinnar en á meðan Curry er enn að spila þá harles Barkley löngur hættur og starfar sem sérfræðingur um deildina á TNT sjónvarðstöðinni. Eins og áður mun þetta golfeinvígi safna peningi fyrir góðgerðasamtök. Match 2 safnaði tuttugu milljónum dollara fyrir baráttuna við COVID-19 en það gera um 2,8 milljarða íslenskra króna. Golfeinvígi númer tvö var líka mjög vinsælt sjónvarpsefni síðasta vor en það fór fram á tíma þegar nánast engar íþróttir voru í gangi í heiminum. 5,67 milljónir manns horfðu á keppnina í Bandaríkjunum sem er hæsta áhorf á golfmót í sögu kapalsjónvarpsins í landinu. Golfeinvígið númer þrjú mun hefjast föstudaginn 27. nóvember.
Golf NBA Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira