Slæmar stelpur Arnar Sverrisson skrifar 16. mars 2020 09:00 Afbrot kvenna hafa ævinlega verið kvenfrelsurum höfuðverkur, því sál kvenna er hvítskúruð af misjöfnum tilhneigingum, hafa margir þeirra fullyrt. Það þýðir þó lítið að berja hausnum við steininn, því þá fá menn barasta höfuðverk. En það má fara í þykjustuleik og láta eins og konur fremji ekki glæpi . Hinn kunni, norður-ameríski sálfræðingur, Carol Gillgan (f. 1936), taldi sér t.d. trú um, að afbrot kvenna væru andstæð „gildum kvenleikans.“ Landi hennar, rithöfundurinn, Joyce Carol Oates (f. 1938), segir: Kona „er oftast verkfæri í höndum karlmannsins, sem er glæpanautur hennar og skipuleggjandi [ódæðisins].“ Sjálfum sér til hugarhægðar má líka gera sem minnst úr glæpum kvenna eða drepa þeim á dreif, með því að beina athyglinni að glæpum karla. Síðast en ekki síst er áhrifaríkt að kenna körlum um. Það er venjulega pottþétt að rekja afbrot kvenna til kynferðislegrar misnotkunar af þeirra hálfu. Allt eru þetta reyndar kunnugleg viðkvæði, þegar glæpi kvenna ber á góma. Kvenfrelsunarfræðimenn klóra sér nú vandræðalegir í sáru höfðinu, því afneitunin verður stöðugt rýrari, jafnvel í ljósi fræðimennsku nokkurra úr þeirra eign röðum. Kvenmorðingjarnir sjálfir velgja meira að segja afneitunarsystrunum sínum undir uggum. T.d. varaði norður-ameríski raðmorðinginn, Carol Bundy (1942-2003), kvenfrelsunarafneitarana og almenning við: „[K]onur eins og við erum ekki jafn sjaldgæfar og fólk heldur.“ Hún heldur áfram: „Tja; ég var tíu sinnum kaldari en hann [elskhuginn], enda þótt ég væri að helmingi reynsluminni. Smám saman varð úr þessu samvinna [við að pynda og myrða fólk], sem við höfðum bæði gaman að.“ Kynsystir Carol, Jane Toppan (1854-1938), sem deyddi nær eitt hundrað manns með eitri í Connecticut í Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA) sagði: „Það er metnaður minn að draga til dauða fleira fólk, fleira veikburða fólk, heldur en nokkur, karl eða kona, hefur áður gert.“ Ævisöguritari Carol,segir: „Hún fann til sérstakrar nálægðar [við elskhugann], þegar þau sátu að spjalli um ódæði sín.“ Raðmorðinginn, Debra Denise Brown (f. 1962), sem framdi óhugnanlegt morð í Illinois í BNA 1984, sagði: „Ég gekk frá skíthælnum og gef dauðann og djöfulinn í það [morðið]. Ég skemmti mér.“ Karla Faye Tucker (1959-1998) frá Texas í BNA, lýsti því yfir, að hún fengi kynspennuhroll við að myrða. Það hafa sem sé smám saman runnið grímur á kvenfrelsarana. Nauðbeygðir gengust þær við glæpahneigð kynsystranna. Þetta á t.d. við um enska félagsfræðinginn, Carol Smart (f. 1948). Í bók sinni; „Konur, afbrot og afbrotafræði. Kvenfrelsunargagnrýni (Women, Crime and Criminology. A feminist Critique), sem gefin var út árið 1977, segir hún t.d., að ónóg áhersla sé lögð á þátttöku kvenna í afbrotum . Það „stuðli að því, að undirskipan kvenna í samfélaginu styrkist, í þeirri einfeldningslegu trú, að kvenleiki sé öndverður við ástundun afbrota.“ Þetta er afar áhugavert. Nú gæti jafnvel verið kvenlegt - ekki síður en karllegt - að fremja afbrot. Carol hugleiðir áfram: 1) Ef farið er í felur með konur og afbrot þeirra, gæti það leitt til þess, að kvenfrelsunargagnrýnin næði ekki fótfestu; 2) ef kastljósið beindist að afbrotum kvenna gæti fólk orðið felmtri lostið, síðfelmtur. Kanadíski rithöfundurinn og blaðamaðurinn, Patricia Pearson (PP) (f. 1964), margverðlaunuð fyrir umfjöllun sína um afbrotavettvanginn, tekur undir þetta í bók sinni: „Þegar hún var slæm. Ofbeldishneigðar konur og sakleysisgoðsögnin,“ ( When She Was Bad. Violent Women and the Myth of Innocence), sem kom út árið 1997. Hún segir m.a.: „Það hefur margháttaðar afleiðingar í för með sér að viðurkenna ekki tilstuðlun kvenna til ofbeldis. Það hefur áhrif á hæfnina til að kynna okkur til sögu sem sjálfstæðar og ábyrgar verur. Það hefur áhrif á hæfni okkar til að skrifa bókmenntir, sem umlykja mannlegar tilfinningar og reynslu í dýpt sinni og breidd. Það óvirðir gildi fórnarlamba okkar. Og það tálmar skilning okkar á afbrigðum valds, sem ekkert hafa með uppbyggingu feðraveldis að gera. Ef til vill er það svo, að afneitun kvenlegrar ýgi grafi undan viðleitni menningar okkar til að brjóta ofbeldi til mergjar, að rekja sig að rótum þess og uppræta.“ Norður-ameríski kvenfrelsarinn og ráðgjafinn, Barbara Hart, sagði í svipuðum dúr: „[Svipting hulunnar af ofbeldi meðal samkynhneigðra kvenna] er sársaukafull. Það setur í uppnám drauminn um samkynhneigða Paradís (Utopia). Það kippir stoðunum undan trúnni á andofbeldislegt eðli kvenna.“ Eins og vænta má, hafa kvenfrelsunarfræðingar fundið skýringuna á einstöku morðum og raðmorðum kvenna í illri meðferð feðraveldisins á þeim. En staðreyndir, grundvallaðar á alvörurannsóknum, virðast benda til annars: „Hvert svo sem svarið kynni að vera, ætti sú staðreynd, að hvítar konur séu líklegri til að fremja raðmorð, þ.e. hundrað gegn einu, heldur en blökkumaður eða karlar af asískum eða „suður-amerískum“ (Hispanic) uppruna, að duga til lúkningar umræðu kvenfrelsaranna í þá veru, að um sé að ræða valdaalgleymi karla.“ (PP) Þegar fjöldamorðinginn, Aileen Wuornos (1956-2002) var dæmd, sagði norður-ameríski listfræðingurinn, Susan McWhinney: „[Á]kæruvaldið heldur því fram, að [Wuornos] sé raðmorðingi. Ákæran er ósanngjörn, þar sem skilgreining á raðamorðingja á við um þann, sem drepur vegna kynlífsspennunnar fórnarlamb, sem minna má sín.“ Svo römm er aðdáun kvenfrelsaranna á kvenkyns morðingjum karla, að einn þeirra, rithöfundurinn, Lynda Hart, tileinkar bók sína: „Banvænar konur: Kynferði samkynhneigðra kvenna og ummerki ýginnar“ ( Fatal women: Lesbian sexuality and the mark of aggression), ofangreindum raðmorðingja og glæpasystrum hennar: „Tileinkuð Aileen Wuornos og öllum hinum konunum, sem ófrægðar hafa verið, sjúkdómsgerðar og myrtar, og hafa borið hönd yfir höfuð sér, hvernig svo sem þær gengu til verks.“ Kvenraðmorðingjar almennt virðast vekja almenningi sérstaka ógn: „Tilhneigingin til að „gleyma“ kvenraðmorðingja hefur endurtekið átt sér stað í sögu Vesturlanda ... [um er að ræða] sameiginlegt þagnargildi.“ ... „Samkvæmt Eric Hickley (sem er kanadískur afbrotafræðingur) eru fórnarlömb kvenraðmorðingja fleiri að tiltölu, heldur en morðingja af hinu kyninu, jafnvel þótt morðin eigi sér stað í hjarta samfélagsins.“ Um sautján af hundraði raðmorðingja í BNA eru konur. Þá eru ekki meðtaldar mæður, sem drepa börn sín. (PP) Það verður æ erfiðara, hvort tveggja í fræðilegri umfjöllun sem og umfjöllun fjölmiðla, að þakka niður eða virða að vettugi þátt kvenna í ofbeldisafbrotum. Þöggunin á sér langa sögu. T.d. skrifaði norður-ameríski félagsfræðingurinn, Suzanne Steinmetz (f. 1941) grein í vísindatímaritið „Fórnarlambsfræði“ (Victimology) árið 1978. Þar kynnti hún hugtakið, „eiginkarls-fórnarlambs-heilkennið“(battered husband syndrome). Það hafði orðið til í tímamótarannsóknum á heimiliserjum í félagi við félagsfræðingana, Murray A. Straus (1926-2016) og Richard James Gelles. Henni var boðið að halda fyrirlestur um efnið. En fyrirlestrinum varð að aflýsa vegna sprengjuhótanna. Slíkt þöggunarofbeldi hafa margir fleiri þurft að sætta sig við síðustu áratugina. Kvenfrelsarar snúa vígdómsorðum fyrsta íslenska vísindamannsins, Ara fróða, á haus: „Hafa skal það, sem sannara reynist.“ „Samhliða andspyrnu gegn birtingu gagna (statistics) um ofbeldi kvenna gegn körlum sést viðleitni til að láta þau í þagnargildi.“ T.d. komst opinber rannsóknarnefnd um ofbeldi gegn konum að því árið 1978, að þrjátíu og átta af hundraða árása innan veggja heimilisins í ríkinu Kentucky í BNA voru gerðar af konum. Í skýrslunni voru þessar staðreyndir ekki birtar. (PP) Þöggun og andspyrna gegn vísindalegum gögnum um kvenlegt ofbeldi tekur á sig undarlega mynd, þegar ofbeldiskonur, morðingjar karla, eru jafnvel upphafnar. Stundum eru þær sveipaðar dýrðarljóma kvenfrelsaranna, verða meira að segja að kvenfrelsunarþjóðhetjum eins og hin norður-ameríska Lorena Bobbitt, upprunnin frá Ekvador. Sú skar hreðjarnar undan karli sínum. Við málsvörnina bar hún við geðveiki, en það er býsna algengt, þegar morðkvendi eiga í hlut. Hún var látin laus og varð hálfgerð þjóðhetja í BNA og sínu forna heimalandi. „Hann fær stöðugt kynferðislega fullnægingu, en hinkrar ekki eftir minni fullnægingu,“ sagði hún samkvæmt málsskjölum. Vörnin fólst í þeirri staðhæfingu, að endurteknar kynferðislegar svívirðingar hefðu leitt til þunglyndis og áfallastreituröskunar og því væri Lorena saklaus. Eiginmaðurinn neitaði sakargiftum. Málsvörnin er kunnugleg. „Algengustu réttlætingar , sem konur nota til að skýra afbrot sín, er orðforði, sem lýtur að ýmsum tilbrigðum við geðveiki, ásamt misnotkun og þvingun.“ ... „Konan er fórnarlamb misnotkunar í bernsku, nú fullvaxta. Í eðli sínu er hún ennþá barn.“ Engu að síður eru „mestar líkur á því, að glæpakvendi af öllum kynþáttum sleppi undan rannsókn umfram handtöku.“ (PP) Þetta á t.d. við um kvennaskólameistarann, Jean Harris (1923-2012), sem skaut elskuhuga sinn í rúminu. Hún hélt því fram, að hún hafi ætlað að skjóta sjálfa sig, en að byssan hafi óvart beinst að ástmanninum. Hún var náðuð. Það var talinn réttarfarssigur kvenna, sem lutu í lægra haldi fyrir yngri kynsystrum í baráttunni um elskhugana. Eftir náðum fór hún í fyrirlestraferð. „[Þ]að var djúprætt og föðurleg sannfæring um, að hvítar millistéttarkonur væru góðar stelpur, sem sýndu góða mannasiði, ófærar um skjóta einhvern í tætlur, sem kom Harris að gagni, en ekki hvatning kvenfrelsaranna um að láta ekki bugast.“ (PP) Samlandi Jean Harris, Ellie Nesler, tók einnig réttvísina í eigin hendur. Hún skaut karlmann, sem ákærður var fyrir kynferðislega misnotkun á börnum, fimm sinnum í höfuðið, þar sem henni sýndist hann glotta við réttarhöldin. Ódæði Ellie var útskýrt sem „ósjálfráð framrás ... móðurdyggðanna.“ Norður-ameríski rithöfundurinn, Adrienne Rich (1929-2012), útskýrir fyrirbærið nánar: „Valdalausar konur hafa ævinlega notað móðurgjörninginn sem farveg – þröngan, en djúpan – til að hrifsa til sín mannleg völd í eign þágu.“ PP segir: „Móðirin í iðu harmleiksins er ein áhrifamesta táknmynd menningar vorrar.“ Það er algengt að kvenmorðingjum eða öðrum ofbeldiskonum sé skýlt bak við „móðurskjöldinn.“ Móðurhlutverkið hefur frá alda öðli falið í sér ógnarlegt vald. „Móðurgjörningurinn, hvort heldur sem er á heimavígstöðvum eða á sjúkrahúsum, er miklu algengari leið til valda fyrir siðblindar konur, heldur en viðskipti og kynlíf,“ segir PP. Konur geta fengið útrás fyrir morðhvöt sína í nánum tengslum og á heimavelli: „Konur fremja flest barnamorð í Bandaríkjum Norður-Ameríku, gerast sekar um meirihluta líkamlegrar misnotkunar á börnum, eiga svipaðan þátt [og karlar] í ofbeldi gegn systkinum og árásum á aldraða, fremja um fjórðung kynferðislegrar misnotkunar á börnum og langstærstum hluta brjóstmylkinga og töluverðan (fair) hluta árása á maka. ... Karlar eru nær alls staðar [gerðir] ábyrgir fyrir ofbeldi. ... Almannarómurinn ristir djúpt, enda þótt staðreyndir tali öðru máli. .. Þetta er ein lífseigasta goðsögn vorra tíma.“ (PP) Konur geta einnig beitt börnum sínum í skelfilegum hráskinnaleiki gegn feðrum þeirra: „Börnin eru peð í tafli. Enda þótt sumar þeirra deyði börn sín (tíðni dauðsfalla er á bilinu tíu til þrjátíu af hundraði), tekst flestum þeirra að halda börnunum á lífi með nákvæmum [eitur]skömmtum, skapa þeim stöðuga skelfingu um líf sitt, meðan þær leika sér að þeim (tossing) af ógnvænlegri (stunning) grimmd.“ Það eru mörg tilbrigði við misnotkun barna af hálfu móður. Vanræksla eða sálarmorð (neglect) er „[á]takanlegasta tilbrigðið við misnotkun, sem lesið er um. [Það] eru tilvik, þar sem barnið er einfaldlega virt að vettugi ... [V]anræksla ... er sú tegund ýgi, sem mæður sýna oftast.“ ... „Móðirin beitir barninu ... gegn föður sínum. Sálin er murkuð úr því hægt og bítandi. Ásetningurinn er gaumgæfilega skipulagður. [Sálarmorðið] er svo ógnvænlegt, að okkur er um megn að horfast í augu við það, sem gæti að einhverju leyti útskýrt, hvers vegna hina siðblinda móður sem undirtegund, er hvergi að finna í læknaritum eða bókmenntun.“ Almenningi stafar svo mikil ógn að því að horfast í augu við glæpi kvenna, að varla er um þá fjallað í fjölmiðlum, nema að afneita glæpum þeirra eða fegra. PP tekur dæmi af hinni kanadísku kynsystur sinni, Karla Homolka (f. 1970), sem myrti í slagtogi við Paul, elskhuga sinn: „Fréttamönnum var um megn að fjalla um Körlu sem virkan kynferðisafbrotamann, enda þótt nauðgun systurinnar félli greiðlega að afbrotamynstri annarra kvenna, þegar þær hefja glæpaferil sinn.“ Karla uppgötvaði kynþokkavaldið sautján ára og beitti því óspart til illra verka. Úr málsskjölum: Karla gælir við elskhugann, Paul, með nærbrók myrtrar systur sinnar. „Ég var hugfanginn af því, þegar þú sarðst litlu systur mína. Ég vil, að þú gerir þetta við fleiri. Viltu gera það? Viltu gera það fimmtíu sinnum aftur? Jafnvel í hverri viku?“ Paul spyr: „Hvers vegna er þér umhugað um það? Karla svarar: „Vegna þess, að ég elska þig, vegna þess, að þú ert kóngurinn. Þú tekur meydóm þeirra. Þær verða börnin okkar.“ Karla átti sér kynambátt til einkanota. Við réttarhöldin hélt hún því leyndu. En þegar henni voru sýndar eigin upptökur af misþyrmingunum, rak hún allt í einu minni til þess. Dómararnir úrskurðuðu, að hún væri lúbarin kona, haldin heilkenni bældra minninga (repressed memory syndrome), enn einni af algengum málsvörnum kvenna. Dómararnir vísuðu á bug vitnisburði andstæðum sannfæringu þeirra sjálfra. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Afbrot kvenna hafa ævinlega verið kvenfrelsurum höfuðverkur, því sál kvenna er hvítskúruð af misjöfnum tilhneigingum, hafa margir þeirra fullyrt. Það þýðir þó lítið að berja hausnum við steininn, því þá fá menn barasta höfuðverk. En það má fara í þykjustuleik og láta eins og konur fremji ekki glæpi . Hinn kunni, norður-ameríski sálfræðingur, Carol Gillgan (f. 1936), taldi sér t.d. trú um, að afbrot kvenna væru andstæð „gildum kvenleikans.“ Landi hennar, rithöfundurinn, Joyce Carol Oates (f. 1938), segir: Kona „er oftast verkfæri í höndum karlmannsins, sem er glæpanautur hennar og skipuleggjandi [ódæðisins].“ Sjálfum sér til hugarhægðar má líka gera sem minnst úr glæpum kvenna eða drepa þeim á dreif, með því að beina athyglinni að glæpum karla. Síðast en ekki síst er áhrifaríkt að kenna körlum um. Það er venjulega pottþétt að rekja afbrot kvenna til kynferðislegrar misnotkunar af þeirra hálfu. Allt eru þetta reyndar kunnugleg viðkvæði, þegar glæpi kvenna ber á góma. Kvenfrelsunarfræðimenn klóra sér nú vandræðalegir í sáru höfðinu, því afneitunin verður stöðugt rýrari, jafnvel í ljósi fræðimennsku nokkurra úr þeirra eign röðum. Kvenmorðingjarnir sjálfir velgja meira að segja afneitunarsystrunum sínum undir uggum. T.d. varaði norður-ameríski raðmorðinginn, Carol Bundy (1942-2003), kvenfrelsunarafneitarana og almenning við: „[K]onur eins og við erum ekki jafn sjaldgæfar og fólk heldur.“ Hún heldur áfram: „Tja; ég var tíu sinnum kaldari en hann [elskhuginn], enda þótt ég væri að helmingi reynsluminni. Smám saman varð úr þessu samvinna [við að pynda og myrða fólk], sem við höfðum bæði gaman að.“ Kynsystir Carol, Jane Toppan (1854-1938), sem deyddi nær eitt hundrað manns með eitri í Connecticut í Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA) sagði: „Það er metnaður minn að draga til dauða fleira fólk, fleira veikburða fólk, heldur en nokkur, karl eða kona, hefur áður gert.“ Ævisöguritari Carol,segir: „Hún fann til sérstakrar nálægðar [við elskhugann], þegar þau sátu að spjalli um ódæði sín.“ Raðmorðinginn, Debra Denise Brown (f. 1962), sem framdi óhugnanlegt morð í Illinois í BNA 1984, sagði: „Ég gekk frá skíthælnum og gef dauðann og djöfulinn í það [morðið]. Ég skemmti mér.“ Karla Faye Tucker (1959-1998) frá Texas í BNA, lýsti því yfir, að hún fengi kynspennuhroll við að myrða. Það hafa sem sé smám saman runnið grímur á kvenfrelsarana. Nauðbeygðir gengust þær við glæpahneigð kynsystranna. Þetta á t.d. við um enska félagsfræðinginn, Carol Smart (f. 1948). Í bók sinni; „Konur, afbrot og afbrotafræði. Kvenfrelsunargagnrýni (Women, Crime and Criminology. A feminist Critique), sem gefin var út árið 1977, segir hún t.d., að ónóg áhersla sé lögð á þátttöku kvenna í afbrotum . Það „stuðli að því, að undirskipan kvenna í samfélaginu styrkist, í þeirri einfeldningslegu trú, að kvenleiki sé öndverður við ástundun afbrota.“ Þetta er afar áhugavert. Nú gæti jafnvel verið kvenlegt - ekki síður en karllegt - að fremja afbrot. Carol hugleiðir áfram: 1) Ef farið er í felur með konur og afbrot þeirra, gæti það leitt til þess, að kvenfrelsunargagnrýnin næði ekki fótfestu; 2) ef kastljósið beindist að afbrotum kvenna gæti fólk orðið felmtri lostið, síðfelmtur. Kanadíski rithöfundurinn og blaðamaðurinn, Patricia Pearson (PP) (f. 1964), margverðlaunuð fyrir umfjöllun sína um afbrotavettvanginn, tekur undir þetta í bók sinni: „Þegar hún var slæm. Ofbeldishneigðar konur og sakleysisgoðsögnin,“ ( When She Was Bad. Violent Women and the Myth of Innocence), sem kom út árið 1997. Hún segir m.a.: „Það hefur margháttaðar afleiðingar í för með sér að viðurkenna ekki tilstuðlun kvenna til ofbeldis. Það hefur áhrif á hæfnina til að kynna okkur til sögu sem sjálfstæðar og ábyrgar verur. Það hefur áhrif á hæfni okkar til að skrifa bókmenntir, sem umlykja mannlegar tilfinningar og reynslu í dýpt sinni og breidd. Það óvirðir gildi fórnarlamba okkar. Og það tálmar skilning okkar á afbrigðum valds, sem ekkert hafa með uppbyggingu feðraveldis að gera. Ef til vill er það svo, að afneitun kvenlegrar ýgi grafi undan viðleitni menningar okkar til að brjóta ofbeldi til mergjar, að rekja sig að rótum þess og uppræta.“ Norður-ameríski kvenfrelsarinn og ráðgjafinn, Barbara Hart, sagði í svipuðum dúr: „[Svipting hulunnar af ofbeldi meðal samkynhneigðra kvenna] er sársaukafull. Það setur í uppnám drauminn um samkynhneigða Paradís (Utopia). Það kippir stoðunum undan trúnni á andofbeldislegt eðli kvenna.“ Eins og vænta má, hafa kvenfrelsunarfræðingar fundið skýringuna á einstöku morðum og raðmorðum kvenna í illri meðferð feðraveldisins á þeim. En staðreyndir, grundvallaðar á alvörurannsóknum, virðast benda til annars: „Hvert svo sem svarið kynni að vera, ætti sú staðreynd, að hvítar konur séu líklegri til að fremja raðmorð, þ.e. hundrað gegn einu, heldur en blökkumaður eða karlar af asískum eða „suður-amerískum“ (Hispanic) uppruna, að duga til lúkningar umræðu kvenfrelsaranna í þá veru, að um sé að ræða valdaalgleymi karla.“ (PP) Þegar fjöldamorðinginn, Aileen Wuornos (1956-2002) var dæmd, sagði norður-ameríski listfræðingurinn, Susan McWhinney: „[Á]kæruvaldið heldur því fram, að [Wuornos] sé raðmorðingi. Ákæran er ósanngjörn, þar sem skilgreining á raðamorðingja á við um þann, sem drepur vegna kynlífsspennunnar fórnarlamb, sem minna má sín.“ Svo römm er aðdáun kvenfrelsaranna á kvenkyns morðingjum karla, að einn þeirra, rithöfundurinn, Lynda Hart, tileinkar bók sína: „Banvænar konur: Kynferði samkynhneigðra kvenna og ummerki ýginnar“ ( Fatal women: Lesbian sexuality and the mark of aggression), ofangreindum raðmorðingja og glæpasystrum hennar: „Tileinkuð Aileen Wuornos og öllum hinum konunum, sem ófrægðar hafa verið, sjúkdómsgerðar og myrtar, og hafa borið hönd yfir höfuð sér, hvernig svo sem þær gengu til verks.“ Kvenraðmorðingjar almennt virðast vekja almenningi sérstaka ógn: „Tilhneigingin til að „gleyma“ kvenraðmorðingja hefur endurtekið átt sér stað í sögu Vesturlanda ... [um er að ræða] sameiginlegt þagnargildi.“ ... „Samkvæmt Eric Hickley (sem er kanadískur afbrotafræðingur) eru fórnarlömb kvenraðmorðingja fleiri að tiltölu, heldur en morðingja af hinu kyninu, jafnvel þótt morðin eigi sér stað í hjarta samfélagsins.“ Um sautján af hundraði raðmorðingja í BNA eru konur. Þá eru ekki meðtaldar mæður, sem drepa börn sín. (PP) Það verður æ erfiðara, hvort tveggja í fræðilegri umfjöllun sem og umfjöllun fjölmiðla, að þakka niður eða virða að vettugi þátt kvenna í ofbeldisafbrotum. Þöggunin á sér langa sögu. T.d. skrifaði norður-ameríski félagsfræðingurinn, Suzanne Steinmetz (f. 1941) grein í vísindatímaritið „Fórnarlambsfræði“ (Victimology) árið 1978. Þar kynnti hún hugtakið, „eiginkarls-fórnarlambs-heilkennið“(battered husband syndrome). Það hafði orðið til í tímamótarannsóknum á heimiliserjum í félagi við félagsfræðingana, Murray A. Straus (1926-2016) og Richard James Gelles. Henni var boðið að halda fyrirlestur um efnið. En fyrirlestrinum varð að aflýsa vegna sprengjuhótanna. Slíkt þöggunarofbeldi hafa margir fleiri þurft að sætta sig við síðustu áratugina. Kvenfrelsarar snúa vígdómsorðum fyrsta íslenska vísindamannsins, Ara fróða, á haus: „Hafa skal það, sem sannara reynist.“ „Samhliða andspyrnu gegn birtingu gagna (statistics) um ofbeldi kvenna gegn körlum sést viðleitni til að láta þau í þagnargildi.“ T.d. komst opinber rannsóknarnefnd um ofbeldi gegn konum að því árið 1978, að þrjátíu og átta af hundraða árása innan veggja heimilisins í ríkinu Kentucky í BNA voru gerðar af konum. Í skýrslunni voru þessar staðreyndir ekki birtar. (PP) Þöggun og andspyrna gegn vísindalegum gögnum um kvenlegt ofbeldi tekur á sig undarlega mynd, þegar ofbeldiskonur, morðingjar karla, eru jafnvel upphafnar. Stundum eru þær sveipaðar dýrðarljóma kvenfrelsaranna, verða meira að segja að kvenfrelsunarþjóðhetjum eins og hin norður-ameríska Lorena Bobbitt, upprunnin frá Ekvador. Sú skar hreðjarnar undan karli sínum. Við málsvörnina bar hún við geðveiki, en það er býsna algengt, þegar morðkvendi eiga í hlut. Hún var látin laus og varð hálfgerð þjóðhetja í BNA og sínu forna heimalandi. „Hann fær stöðugt kynferðislega fullnægingu, en hinkrar ekki eftir minni fullnægingu,“ sagði hún samkvæmt málsskjölum. Vörnin fólst í þeirri staðhæfingu, að endurteknar kynferðislegar svívirðingar hefðu leitt til þunglyndis og áfallastreituröskunar og því væri Lorena saklaus. Eiginmaðurinn neitaði sakargiftum. Málsvörnin er kunnugleg. „Algengustu réttlætingar , sem konur nota til að skýra afbrot sín, er orðforði, sem lýtur að ýmsum tilbrigðum við geðveiki, ásamt misnotkun og þvingun.“ ... „Konan er fórnarlamb misnotkunar í bernsku, nú fullvaxta. Í eðli sínu er hún ennþá barn.“ Engu að síður eru „mestar líkur á því, að glæpakvendi af öllum kynþáttum sleppi undan rannsókn umfram handtöku.“ (PP) Þetta á t.d. við um kvennaskólameistarann, Jean Harris (1923-2012), sem skaut elskuhuga sinn í rúminu. Hún hélt því fram, að hún hafi ætlað að skjóta sjálfa sig, en að byssan hafi óvart beinst að ástmanninum. Hún var náðuð. Það var talinn réttarfarssigur kvenna, sem lutu í lægra haldi fyrir yngri kynsystrum í baráttunni um elskhugana. Eftir náðum fór hún í fyrirlestraferð. „[Þ]að var djúprætt og föðurleg sannfæring um, að hvítar millistéttarkonur væru góðar stelpur, sem sýndu góða mannasiði, ófærar um skjóta einhvern í tætlur, sem kom Harris að gagni, en ekki hvatning kvenfrelsaranna um að láta ekki bugast.“ (PP) Samlandi Jean Harris, Ellie Nesler, tók einnig réttvísina í eigin hendur. Hún skaut karlmann, sem ákærður var fyrir kynferðislega misnotkun á börnum, fimm sinnum í höfuðið, þar sem henni sýndist hann glotta við réttarhöldin. Ódæði Ellie var útskýrt sem „ósjálfráð framrás ... móðurdyggðanna.“ Norður-ameríski rithöfundurinn, Adrienne Rich (1929-2012), útskýrir fyrirbærið nánar: „Valdalausar konur hafa ævinlega notað móðurgjörninginn sem farveg – þröngan, en djúpan – til að hrifsa til sín mannleg völd í eign þágu.“ PP segir: „Móðirin í iðu harmleiksins er ein áhrifamesta táknmynd menningar vorrar.“ Það er algengt að kvenmorðingjum eða öðrum ofbeldiskonum sé skýlt bak við „móðurskjöldinn.“ Móðurhlutverkið hefur frá alda öðli falið í sér ógnarlegt vald. „Móðurgjörningurinn, hvort heldur sem er á heimavígstöðvum eða á sjúkrahúsum, er miklu algengari leið til valda fyrir siðblindar konur, heldur en viðskipti og kynlíf,“ segir PP. Konur geta fengið útrás fyrir morðhvöt sína í nánum tengslum og á heimavelli: „Konur fremja flest barnamorð í Bandaríkjum Norður-Ameríku, gerast sekar um meirihluta líkamlegrar misnotkunar á börnum, eiga svipaðan þátt [og karlar] í ofbeldi gegn systkinum og árásum á aldraða, fremja um fjórðung kynferðislegrar misnotkunar á börnum og langstærstum hluta brjóstmylkinga og töluverðan (fair) hluta árása á maka. ... Karlar eru nær alls staðar [gerðir] ábyrgir fyrir ofbeldi. ... Almannarómurinn ristir djúpt, enda þótt staðreyndir tali öðru máli. .. Þetta er ein lífseigasta goðsögn vorra tíma.“ (PP) Konur geta einnig beitt börnum sínum í skelfilegum hráskinnaleiki gegn feðrum þeirra: „Börnin eru peð í tafli. Enda þótt sumar þeirra deyði börn sín (tíðni dauðsfalla er á bilinu tíu til þrjátíu af hundraði), tekst flestum þeirra að halda börnunum á lífi með nákvæmum [eitur]skömmtum, skapa þeim stöðuga skelfingu um líf sitt, meðan þær leika sér að þeim (tossing) af ógnvænlegri (stunning) grimmd.“ Það eru mörg tilbrigði við misnotkun barna af hálfu móður. Vanræksla eða sálarmorð (neglect) er „[á]takanlegasta tilbrigðið við misnotkun, sem lesið er um. [Það] eru tilvik, þar sem barnið er einfaldlega virt að vettugi ... [V]anræksla ... er sú tegund ýgi, sem mæður sýna oftast.“ ... „Móðirin beitir barninu ... gegn föður sínum. Sálin er murkuð úr því hægt og bítandi. Ásetningurinn er gaumgæfilega skipulagður. [Sálarmorðið] er svo ógnvænlegt, að okkur er um megn að horfast í augu við það, sem gæti að einhverju leyti útskýrt, hvers vegna hina siðblinda móður sem undirtegund, er hvergi að finna í læknaritum eða bókmenntun.“ Almenningi stafar svo mikil ógn að því að horfast í augu við glæpi kvenna, að varla er um þá fjallað í fjölmiðlum, nema að afneita glæpum þeirra eða fegra. PP tekur dæmi af hinni kanadísku kynsystur sinni, Karla Homolka (f. 1970), sem myrti í slagtogi við Paul, elskhuga sinn: „Fréttamönnum var um megn að fjalla um Körlu sem virkan kynferðisafbrotamann, enda þótt nauðgun systurinnar félli greiðlega að afbrotamynstri annarra kvenna, þegar þær hefja glæpaferil sinn.“ Karla uppgötvaði kynþokkavaldið sautján ára og beitti því óspart til illra verka. Úr málsskjölum: Karla gælir við elskhugann, Paul, með nærbrók myrtrar systur sinnar. „Ég var hugfanginn af því, þegar þú sarðst litlu systur mína. Ég vil, að þú gerir þetta við fleiri. Viltu gera það? Viltu gera það fimmtíu sinnum aftur? Jafnvel í hverri viku?“ Paul spyr: „Hvers vegna er þér umhugað um það? Karla svarar: „Vegna þess, að ég elska þig, vegna þess, að þú ert kóngurinn. Þú tekur meydóm þeirra. Þær verða börnin okkar.“ Karla átti sér kynambátt til einkanota. Við réttarhöldin hélt hún því leyndu. En þegar henni voru sýndar eigin upptökur af misþyrmingunum, rak hún allt í einu minni til þess. Dómararnir úrskurðuðu, að hún væri lúbarin kona, haldin heilkenni bældra minninga (repressed memory syndrome), enn einni af algengum málsvörnum kvenna. Dómararnir vísuðu á bug vitnisburði andstæðum sannfæringu þeirra sjálfra. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar