Fótbolti

Hólmar um Lukaku: Hann er mjög erfiður

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmar Örn Eyjólfsson í baráttunni við Romelu Lukaku á Laugardalsvelli í kvöld.
Hólmar Örn Eyjólfsson í baráttunni við Romelu Lukaku á Laugardalsvelli í kvöld. AP Photo/Brynjar Gunnarsson

„Mér fannst við eiga góðan seinni hálfleik. Við slípuðum nokkra hluti í hálfleik sem við þurftum að gera varðandi færslur og svona en auðvitað leiðinlegt að tapa þessu,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, varnarmaður Íslands, eftir 2-1 tapið gegn Belgum í kvöld.

Hólmar Örn fékk tækifæri í miðri vörninni og þar barist hann við framherja Inter, Romelu Lukaku, en Lukaku endaði á að skora bæði mörk Belga. Hvernig er að berjast við svona framherja?

„Það er „fight“. Hann er sterkur. Við þurftum að laga það í hálfleiknum; að fá tvo á hann því einn á bakinu á honum er ekki nóg. Við höfum séð það út um allt. Við náðum ágætis tökum á því eftir hálfleikinn,“ en er Lukaku sá erfiðasti sem Hólmar hefur spilað við?

„Þeir eru erfiðir á mismunandi hátt en hann er nautsterkur og tekur sér góða stöðu. Hann skapar svæði í kringum sig með að taka til sín tvo varnarmenn. Hann er mjög erfiður.“

Hann segir að Ísland hefði mögulega getað gert aðeins meira út úr þeim föstu leikatriðum sem liðið skapaði sér.

„Við hefðum kannski getað verið ákveðnari í föstu leikatriðunum. Fengum nokkra sénsa þar og kannski aðeins áræðnari með boltann þegar framar var komið á völlinn,“ sagði Hólmar að endingu.

Klippa: Viðtal við Hólmar

Tengdar fréttir

Þetta er á­kveðin reynsla sem við setjum í bak­pokann

Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×