Fótbolti

Albert: Erfitt að vera mjög sáttur þegar maður tapar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert með boltann á Laugardalsvelli í kvöld. Grímubúinn boltasækir fylgist vel með.
Albert með boltann á Laugardalsvelli í kvöld. Grímubúinn boltasækir fylgist vel með. vísir/vilhelm

„Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Albert Guðmundsson um leikinn gegn Belgíu í kvöld en Ísland tapaði fyrir þeim belgísku í Þjóðadeildinni í kvöld, 2-1.

„Þeir eru með fáránlega gott lið og það er mikið og stórt verkefni að mæta þeim. Mér fannst þetta ganga vel og við stóðum í þeim en hefðum kannski getað ógnað þeim meira.“

Albert segir að íslenska liðið hafi haldið boltanum vel en aðspurður um hvernig hann hafi séð þróun leiksins svaraði Albert:

„Þetta var þó bara eins marks munur og því alltaf leikur. Mér fannst við halda vel í boltann og ná að byggja upp ágætar sóknir. Mér fannst við geta skyndisótt betur á þá en í síðari hálfleik héldum við boltanum betur. Við hefðum þó getað verið aðeins meira „direct“.“

„Í rauninni hefðum við þurft að setja aðeins meiri pressu á boltann. Þetta eru síðustu prósentin sem vantaði upp á.“

„Það þurfti bara eitt tækifæri til að jafna og þá hefðu þeir þurft að sækja því þeir vilja ekki tapa á móti Íslandi. Þetta eru þrír leikir gegn Belgíu á stuttum tíma og tveir þeirra eru fínir.“

Albert var sáttur með sína frammistöðu í kvöld sem var ansi góð en hann hélt boltanum afar vel.

„Ég er alveg sáttur en það er erfitt að vera mjög sáttur þegar maður tapar,“ sagði KR-ingurinn rólegur.

Klippa: Viðtal við Albert

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×