Fótbolti

Luka­ku segir að Belgarnir hafi ekki van­metið Ís­land og var hand­viss um vítið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Romelo Lukaku fiskar hér víti á Hólmar Örn Eyjólfsson.
Romelo Lukaku fiskar hér víti á Hólmar Örn Eyjólfsson. Vísir/Vilhelm

„Þetta var mjög erfiður leikur,“ sagði Romelu Lukaku, framherji Belga, eftir 2-1 sigurinn á Íslandi á Laugrdalsvelli í kvöld en Lukaku skoraði bæði mörk Íslands.

„Þeir spiluðu öðruvísi leikskipulag en við bjuggumst við. Við héldum að þeir kæmu í 4-4-2 en þeir spiluðu 3-5-2. Þeir voru hættulegir í löngu boltunum en við unnum leikinn að endingu sem var mikilvægt.“

Framherji Inter segir að belgíska liðið hafi ekki vanmetið Ísland.

„Nei, við gerðum það ekki. Við berum virðingu fyrir öllum liðum. Í A-deildinni eru öll liðin góð og við vissum að þetta yrði alvöru leikur. Við sáum leikinn gegn þeirra gegn Englandi og þegar við mættum þeim í Brussel en við unnum og erum ánægðir.“

Lukaku elskar að skora gegn Íslandi og hann brosti þegar hann var spurður út i það.

„Ég er lánsamur að fá að spila sem fremsti maður í þessu leið og þarf bara að vera einbeittur og koma boltanum í netið.“

Hann segir að vítaspyrnan hafi verið klár sem hann fékk þegar Hólmar Örn Eyjólfsson fór í hann.

„Hann snerti hægri fótinn á mér. Boltinn fór út af en hann fór í mig.“

Klippa: Viðtal við Romelu Lukaku

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×