Fótbolti

Sjáðu jöfnunarmark „Vindsins“ í Dalnum: Birkir Már getur ekki hætt að skora

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Már Sævarsson fagnar marki sínu með Guðlaugi Victori Pálssyni.
Birkir Már Sævarsson fagnar marki sínu með Guðlaugi Victori Pálssyni. Skjámynd/S2 Sport

Birkir Már Sævarsson hefur verið að raða inn mörkum með Valsmönnum að undanförnu og hann var áfram á skotskónum með íslenska landsliðinu á móti Belgíu í kvöld.

Birkir Már Sævarsson kom aftur inn í landsliðið fyrir þennan glugga eftir nokkurt hlé en fékk ekki tækifæri fyrr en í kvöld. Birkir Már hefur spilað mjög vel með toppliði Valsmanna í Pepsi Max deildinni og hann er í frábæru formi.

Bakvörðurinn var ekki lengi að nýta sér þetta tækifæri með íslenska landsliðinu því hann jafnaði metin í 1-1 á 17. mínútu eftir að Romelu Lukaku hafði komið Belgíu yfir strax á tíundu mínútu leiksins.

„Vindurinn að gefa manni smá gæsahúð,“ sagði Guðmundur Benediktsson í lýsingunni á Stöð 2 og Stöð 2 Sport.

Birkir Már Sævarsson átti frábært hlaup og fékk mjög góða sendingu frá Rúnari Má Sigurjónssyn bak við miðvörð Belga og skoraði á laglegan hátt framhjá markverði Belgana.

Það má sjá markið hér fyrir neðan.

Klippa: Jöfnunarmark Birkis Más á móti Belgum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×