Eriksen tryggði Dönum sigur á Wembley

Sindri Sverrisson skrifar
Eriksen tryggði Dönum sigur með marki úr vítaspyrnu.
Eriksen tryggði Dönum sigur með marki úr vítaspyrnu. Toby Melville/Getty Images

Annan leikinn í röð vinna Danir góðan sigur á erfiðum útivelli. Að þessu sinni var það 1-0 útisigur á Wembley þökk sé marki Christian Eriksen í fyrri hálfleik. 

Skelfilegt tímabil Harry Maguire heldur áfram en eftir að næla sér í gult spjald strax á fimmtu mínútu þá fékk hann sitt annað gula spjald eftir rúman hálftíma og þar með rautt. Tæpum fimm mínútum síðar fékk Kyle Walker dæmda á sig vítaspyrnu.

Christian Eriksen fór á vítapunktinn og skoraði af öryggi framhjá Jordan Pickford. Var þetta 34. mark Eriksen í 100. landsleik hans. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins og Danir því 1-0 yfir er flautað var til hálfleiks á Wembley. 

Fór það svo að mark Eriksen reyndist sigurmark leiksins og Danir því sótt þrjú stig á Laugardalsvöll og Wembley með skömmu millibili. Englendingar náðu þar af leiðandi alls ekki að fylgja eftir góðum sigri á Belgíu á sunnudaginn var.

Belgar eru því aftur komnir á topp riðils 2 í A-deild með níu stig eftir fjórar umferðir. Danir fara upp fyrir Englendinga á markatölu með sigri kvöldsins en bæði lið eru með sjö stig. Við Íslendingar eru svo á botninum sem fyrr, án stiga.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira