37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson skrifar 14. október 2020 11:00 Matvælastofnun gaf nýlega norska fiskeldisfyrirtækinu Löxum eignarhaldsfélagi ehf leyfi til að ala tíu þúsund tonn af norskum og frjóum laxi í opnum sjókvíum í Reyðarfirði og til viðbótar sex þúsund tonna framleiðslu sem er þar fyrir. Fyrirtækið hyggst því ala samtals sextán þúsund tonn af laxi í firðinum. Á uppboði á laxeldisleyfum í Noregi 20. ágúst s.l. keypti laxeldisfyrirtækið Salmar, sem er m.a. stórtækt í laxeldi í Arnarfirði, Patreksfirði og Tálknafirði, átta þúsund tonna leyfi og greiddi fyrir það 30 milljarða íslenskar krónur. Íslensk stjórnvöld voru því að gefa norskum eldisrisa nýtt laxeldisleyfi í Reyðarfirði sem hefði þurft að borga 37 milljarða fyrir í Noregi. Auk þess hyglar Matvælastofnun laxeldisfyrirtækinu í leyfinu og skirrist ekki við að beita ákvæðum eldri og nýrra laga eins og best hentar hagsmunum eldisins á kostnað umhverfisins. Engin skylda er t.d. að merkja seiði, eins og kveðið var á um í eldri lagaákvæðum. Leyfið er gefið út til 16 ára samkvæmt nýrri lagaákvæðum, þegar aðeins er heimild til 10 ára samkvæmt eldri lagaákvæðum sem hér ættu þá að gilda. Opið sjókvíaeldi er ein mesta ógn sem steðjar að umhverfinu. Það hefur reynslan staðfest. Þess vegna hefur þróunin í nágrannalöndum okkar verið að beina eldinu upp á land eða í lokuð kerfi sem uppfylla ítrustu umhverfiskröfur. Á matvælamörkuðum heimsins er oftar spurt um uppruna vörunnar og þeim fjölgar ört í hópi neytenda sem neita að borða fisk úr opnum sjókvíum þar sem lúsin herjar, eiturefnum er mokað ofan í kvíarnar og úrgangurinn mallar í kringum fiskinn. En á Íslandi þykir þetta fínt, þar sem opna eldið er aukið eins og frekast má og viðvaranir um umhverfisvá látnar í léttu rúmi liggja. Óhjákvæmilega sleppur umtalsvert magn af laxi úr þessum kvíum og blandast villtum íslenskum laxastofnum. Svokallaðar „mótvægisaðgerðir“ beinast þá aðallega að sleppingum stórra fiska. En reynslan í nágrannalöndum staðfestir, að mesta ógnin stafar af seiðasleppingum úr kvíum sem síðar verða kynþroska fiskar og þekkjast ekki ómerktir frá villtum laxi í veiðiánum. Þá er opinbert eftirlit með eldinu í molum. Eldisiðjan á að hafa eftirlit með sjálfri sér og tilkynna ef eitthvað fer úrskeiðis. Er það trúverðugt? Enda er Ísland eins og paradís fyrir útlenska eldisrisa sem eru á flótta með opna eldið vegna skelfilegrar reynslu fyrir villta fiskistofna og umhverfið í heimabyggð. Svo fá þeir leyfin á Íslandi ókeypis ofan á allt saman. Þetta finnst lífeyrissjóðnum Gildi harla gott og ætlar að ausa þremur milljörðum af lífeyrissparnaði launafólks ofan í eldishítina og eignast 6% hlut í norskri eldisiðju sem sjóðurinn mærir fyrir „sjálfbærni, gæði og virðingu fyrir umhverfinu“. Þetta hljómar eins og besta skaup. Hvers konar „fagmennska“ liggur hér að baki eða er allt boðlegt fyrir skammtímagróðann? Hvað getur hamið græðgina gegn náttúrunni? Þess verður skammt að bíða, að Ísland verði að athlægi utan landsteinanna fyrir nýlenduhegðun útlenskra eldisrisa og undirlægju stjórnvalda gagnvart sjókvíaeldinu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Matvælastofnun gaf nýlega norska fiskeldisfyrirtækinu Löxum eignarhaldsfélagi ehf leyfi til að ala tíu þúsund tonn af norskum og frjóum laxi í opnum sjókvíum í Reyðarfirði og til viðbótar sex þúsund tonna framleiðslu sem er þar fyrir. Fyrirtækið hyggst því ala samtals sextán þúsund tonn af laxi í firðinum. Á uppboði á laxeldisleyfum í Noregi 20. ágúst s.l. keypti laxeldisfyrirtækið Salmar, sem er m.a. stórtækt í laxeldi í Arnarfirði, Patreksfirði og Tálknafirði, átta þúsund tonna leyfi og greiddi fyrir það 30 milljarða íslenskar krónur. Íslensk stjórnvöld voru því að gefa norskum eldisrisa nýtt laxeldisleyfi í Reyðarfirði sem hefði þurft að borga 37 milljarða fyrir í Noregi. Auk þess hyglar Matvælastofnun laxeldisfyrirtækinu í leyfinu og skirrist ekki við að beita ákvæðum eldri og nýrra laga eins og best hentar hagsmunum eldisins á kostnað umhverfisins. Engin skylda er t.d. að merkja seiði, eins og kveðið var á um í eldri lagaákvæðum. Leyfið er gefið út til 16 ára samkvæmt nýrri lagaákvæðum, þegar aðeins er heimild til 10 ára samkvæmt eldri lagaákvæðum sem hér ættu þá að gilda. Opið sjókvíaeldi er ein mesta ógn sem steðjar að umhverfinu. Það hefur reynslan staðfest. Þess vegna hefur þróunin í nágrannalöndum okkar verið að beina eldinu upp á land eða í lokuð kerfi sem uppfylla ítrustu umhverfiskröfur. Á matvælamörkuðum heimsins er oftar spurt um uppruna vörunnar og þeim fjölgar ört í hópi neytenda sem neita að borða fisk úr opnum sjókvíum þar sem lúsin herjar, eiturefnum er mokað ofan í kvíarnar og úrgangurinn mallar í kringum fiskinn. En á Íslandi þykir þetta fínt, þar sem opna eldið er aukið eins og frekast má og viðvaranir um umhverfisvá látnar í léttu rúmi liggja. Óhjákvæmilega sleppur umtalsvert magn af laxi úr þessum kvíum og blandast villtum íslenskum laxastofnum. Svokallaðar „mótvægisaðgerðir“ beinast þá aðallega að sleppingum stórra fiska. En reynslan í nágrannalöndum staðfestir, að mesta ógnin stafar af seiðasleppingum úr kvíum sem síðar verða kynþroska fiskar og þekkjast ekki ómerktir frá villtum laxi í veiðiánum. Þá er opinbert eftirlit með eldinu í molum. Eldisiðjan á að hafa eftirlit með sjálfri sér og tilkynna ef eitthvað fer úrskeiðis. Er það trúverðugt? Enda er Ísland eins og paradís fyrir útlenska eldisrisa sem eru á flótta með opna eldið vegna skelfilegrar reynslu fyrir villta fiskistofna og umhverfið í heimabyggð. Svo fá þeir leyfin á Íslandi ókeypis ofan á allt saman. Þetta finnst lífeyrissjóðnum Gildi harla gott og ætlar að ausa þremur milljörðum af lífeyrissparnaði launafólks ofan í eldishítina og eignast 6% hlut í norskri eldisiðju sem sjóðurinn mærir fyrir „sjálfbærni, gæði og virðingu fyrir umhverfinu“. Þetta hljómar eins og besta skaup. Hvers konar „fagmennska“ liggur hér að baki eða er allt boðlegt fyrir skammtímagróðann? Hvað getur hamið græðgina gegn náttúrunni? Þess verður skammt að bíða, að Ísland verði að athlægi utan landsteinanna fyrir nýlenduhegðun útlenskra eldisrisa og undirlægju stjórnvalda gagnvart sjókvíaeldinu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun