Hafið braut Þór Bjarni Bjarnason skrifar 13. október 2020 23:27 Þrettánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lokaleikur kvöldsins var Þór gegn Hafinu. Voru Þórsararnir á heimavelli og völdu þeir kortið Dust2. Gekk þeim vel að troða öldurnar í Hafinu sem þó sigraði jafnan leik að lokum 16 – 14. Þórsararnir klifu brattann í fyrstu lotum leiksins. Eftir tvísýna fyrstu lotu sem Hafið hreinsaði snyrtilega upp virtist kortið vera læst með þéttum varnarleik (counter-terrorist) Hafsins. Fyrsta lota Þórs fékkst með þrekvirki ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson). Var hann einn eftir á móti þremur leikmönnum Hafsins, með sprengjuna tifandi sóttu þeir á hann en felldi hann þá alla. Þórsarar nýttu meðbyrinn vel, með mikilli kænsku þvinguðu þeir Hafið til að aðlaga vörnina að sóknarleiknum. En ítrekað settu þeir mikla pressu löngu leiðina á svæði A og varð Hafið að stilla upp gegn því með tilheyrandi tilfæringum og skapaði þetta glufur á vörninni. Hlutirnir litu vel út fyrir Þór sem var að spila vörnina í sundur þar til þeir skullu á peter (Pétur Örn Helgason). Hann stóð sem klettur á svæði B og braut sóknina með 4 fellum. Sló þetta Þórsarana útaf laginu sem þó náðu einungis að kroppa tvær lotur til viðbótar gegn þéttri vörn Hafsins. Staðan í hálfleik Hafið 9 – 6 Þór. Vörn Þórs var þétt frá fyrstu lotu seinni hálfleiks. Liðsmenn Hafsins skullu á henni ítrekað en gekk ekki að brjóta hana upp. Það var fyrir hendingu að Hafið komst gegnum vörn Þórs og náði sér í lotu. Þórsararnir voru þó fljótir að þétta vörnina og virtist vörnina ætla að halda þar til staðan var 14 – 12 Þór í vil. Er sigurinn var við það að renna þeim úr greipum kafaði Hafið djúpt. Maður Hafsins peter (Pétur Örn Helgason) sem hafði farið hamförum í leiknum hingað til og keyrt ófáar loturnar heim lét sig ekki vanta er þeir hertu á sóknarleiknum. Með viljastyrk og stáltaugum breytti Hafið gangi leiksins og tókst þeim að merja sigur úr hnífjöfnum leik. Lokastaðan Hafið 16 – 14 Þór. Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti
Þrettánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lokaleikur kvöldsins var Þór gegn Hafinu. Voru Þórsararnir á heimavelli og völdu þeir kortið Dust2. Gekk þeim vel að troða öldurnar í Hafinu sem þó sigraði jafnan leik að lokum 16 – 14. Þórsararnir klifu brattann í fyrstu lotum leiksins. Eftir tvísýna fyrstu lotu sem Hafið hreinsaði snyrtilega upp virtist kortið vera læst með þéttum varnarleik (counter-terrorist) Hafsins. Fyrsta lota Þórs fékkst með þrekvirki ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson). Var hann einn eftir á móti þremur leikmönnum Hafsins, með sprengjuna tifandi sóttu þeir á hann en felldi hann þá alla. Þórsarar nýttu meðbyrinn vel, með mikilli kænsku þvinguðu þeir Hafið til að aðlaga vörnina að sóknarleiknum. En ítrekað settu þeir mikla pressu löngu leiðina á svæði A og varð Hafið að stilla upp gegn því með tilheyrandi tilfæringum og skapaði þetta glufur á vörninni. Hlutirnir litu vel út fyrir Þór sem var að spila vörnina í sundur þar til þeir skullu á peter (Pétur Örn Helgason). Hann stóð sem klettur á svæði B og braut sóknina með 4 fellum. Sló þetta Þórsarana útaf laginu sem þó náðu einungis að kroppa tvær lotur til viðbótar gegn þéttri vörn Hafsins. Staðan í hálfleik Hafið 9 – 6 Þór. Vörn Þórs var þétt frá fyrstu lotu seinni hálfleiks. Liðsmenn Hafsins skullu á henni ítrekað en gekk ekki að brjóta hana upp. Það var fyrir hendingu að Hafið komst gegnum vörn Þórs og náði sér í lotu. Þórsararnir voru þó fljótir að þétta vörnina og virtist vörnina ætla að halda þar til staðan var 14 – 12 Þór í vil. Er sigurinn var við það að renna þeim úr greipum kafaði Hafið djúpt. Maður Hafsins peter (Pétur Örn Helgason) sem hafði farið hamförum í leiknum hingað til og keyrt ófáar loturnar heim lét sig ekki vanta er þeir hertu á sóknarleiknum. Með viljastyrk og stáltaugum breytti Hafið gangi leiksins og tókst þeim að merja sigur úr hnífjöfnum leik. Lokastaðan Hafið 16 – 14 Þór.
Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti