Markasúpa er Þjóðverjar og Sviss skildu jöfn | Óvæntur sigur Úkraínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2020 20:50 Markvörðurinn Yann Sommer handsamar boltann er Timo Werner fylgist með. Federico Gambarini/Getty Images Tveir leikir fóru fram riðli 4 í A-deild Þjóðadeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Aftur náði Sviss í stig gegn grönnum sínum frá Þýskalandi. Liðin skyldu jöfn í sannkallaðri markaveislu er þau mættust í Köln í kvöld, 3-3 lokatölur. Þá vann Úkraína 1-0 heimasigur á Spánverjum. Gestirnir komust nokkuð óvænt yfir strax á fimmtu mínútu með marki Mario Gavranovic. Rúmum tuttugu mínútum síðar voru gestirnir komnir 2-0 yfir en Þjóðverjar voru einfaldlega ekki með í upphafi leiks. Remo Freuler með seinna markið. Timo Werner minnkaði muninn aðeins tveimur mínútum síðar og staðan því 2-1 fyrir Sviss í hálfleik. Kai Havertz, samherji Werner hjá Chelsea, jafnaði svo metin þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Svisslendingar voru þó ekkert á því að gefast upp og Gavranovic kom þeim aftur yfir aðeins tveimur mínútum eftir að Havertz jafnaði metin. Serge Gnabry jafnaði metin skömmu síðara og staðan orðin 3-3. Komu þrjú þessara marka á aðeins fimm mínútna kafla. Fleiri urðu mörkin þó ekki og lokatölur því 3-3 í bráðskemmtilegum leik.Fabian Schär, varnarmaður Sviss, fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma og voru Sviss manni færri síðustu mínútuna eða svo. Í hinum leik riðilsins vann Úkraína nokkuð óvæntan 1-0 sigur á Spánverjum í Kænugarði. Sigurmarkið skoraði Viktor Tsigankov á 76. mínútu og þar við sat. Ucrania se impone por la mínima a España por la UEFA Nations League. Gol de Viktor Tsigankov al (76 ). pic.twitter.com/gJkyfAfS12— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) October 13, 2020 Spánverjar eru þó enn á toppi riðilsins með sjö stig þegar fjórum umferðum er lokið. Þar á eftir koma Þjóðverjar og Úkraína eru bæði með sex stig. Sviss er svo á botninum með tvö stig. Þjóðadeild UEFA Fótbolti
Tveir leikir fóru fram riðli 4 í A-deild Þjóðadeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Aftur náði Sviss í stig gegn grönnum sínum frá Þýskalandi. Liðin skyldu jöfn í sannkallaðri markaveislu er þau mættust í Köln í kvöld, 3-3 lokatölur. Þá vann Úkraína 1-0 heimasigur á Spánverjum. Gestirnir komust nokkuð óvænt yfir strax á fimmtu mínútu með marki Mario Gavranovic. Rúmum tuttugu mínútum síðar voru gestirnir komnir 2-0 yfir en Þjóðverjar voru einfaldlega ekki með í upphafi leiks. Remo Freuler með seinna markið. Timo Werner minnkaði muninn aðeins tveimur mínútum síðar og staðan því 2-1 fyrir Sviss í hálfleik. Kai Havertz, samherji Werner hjá Chelsea, jafnaði svo metin þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Svisslendingar voru þó ekkert á því að gefast upp og Gavranovic kom þeim aftur yfir aðeins tveimur mínútum eftir að Havertz jafnaði metin. Serge Gnabry jafnaði metin skömmu síðara og staðan orðin 3-3. Komu þrjú þessara marka á aðeins fimm mínútna kafla. Fleiri urðu mörkin þó ekki og lokatölur því 3-3 í bráðskemmtilegum leik.Fabian Schär, varnarmaður Sviss, fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma og voru Sviss manni færri síðustu mínútuna eða svo. Í hinum leik riðilsins vann Úkraína nokkuð óvæntan 1-0 sigur á Spánverjum í Kænugarði. Sigurmarkið skoraði Viktor Tsigankov á 76. mínútu og þar við sat. Ucrania se impone por la mínima a España por la UEFA Nations League. Gol de Viktor Tsigankov al (76 ). pic.twitter.com/gJkyfAfS12— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) October 13, 2020 Spánverjar eru þó enn á toppi riðilsins með sjö stig þegar fjórum umferðum er lokið. Þar á eftir koma Þjóðverjar og Úkraína eru bæði með sex stig. Sviss er svo á botninum með tvö stig.