Fótbolti

Grunur um smit í umhverfi landsliðsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska landsliðið fagnar með Tólfunni eftir sigurinn á Rúmeníu í EM-umspili á fimmtudaginn.
Íslenska landsliðið fagnar með Tólfunni eftir sigurinn á Rúmeníu í EM-umspili á fimmtudaginn. vísir/hulda margrét

Óstaðfestur grunur er um smit í umhverfi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Ísland mætir Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld.

Frá þessu er greint á Fótbolta.net. Í frétt miðilsins segir að fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun hafi borð með drykkjum leikmanna verið tæmt og öllu hellt niður.

Í kjölfarið hafi þjálfarateymi landsliðsins fundað með Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, og öðrum starfsmönnum sambandsins. Eftir það hafi maður með sótthreinsi mætt á svæðið og hreinsað allan búnað. Æfingin fór svo fram.

Í samtali við Fótbolta.net sagði Klara að óstaðfestur grunur væri um smit í umhverfi landsliðsins. Hún sagði jafnframt að enginn væri kominn í sóttkví en allar sóttvarnir hefðu verið settar upp um eitt stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×