Handboltinn á Íslandi ætlar að gefa sér út júnímánuð til að klára tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2020 15:00 Verðlaunaafhendingar eru líka óvenjulegar á COVID-19 tímum eins og sjá má hér þegar Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þór, sækir sjálf bikarinn eftir sigur í Meistarakeppni HSÍ í haust. Vísir/Halldór Ingi Seinni bylgjan ræddi í gær við framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands um það hvort að kórónuveirufaraldurinn ógnaði öðru Íslandsmótinu í röð en HSÍ frestaði á dögunum öllum leikjum í tvær vikur. Seinni bylgjan var með þátt í gær þrátt fyrir að engir handboltaleikir fari fram þessa dagana en þar notaði Henry Birgir Gunnarsson tækifærið til að forvitnast meira um stöðuna á Íslandsmótinu handbolta nú þegar Ísland er að berjast við þriðju bylgjuna af COVID-19. Handknattleikssamband Íslands ákvað 7. október síðastliðinn að fresta öllum leikjum í tvær vikur vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin kom í framhaldi á tilmælum sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi en staðan verður síðan endurmetin að þeim tíma liðnum. Handboltinn þurfti eins og körfuboltinn að aflýsa úrslitakeppnum sínum síðasta vor vegna umrædds kórónuveirufaraldar og þess vegna voru engir Íslandsmeistarar krýndir árið 2020. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, hitti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóra HSÍ og forvitnaðist um hver staðan væri á Íslandsmótunum vegna þessarar þriðju bylgju af COVID-19. HSÍ er auðvitað farið að horfa á veturinn í heild sinni út frá þessu óvænta hléi en hver er lokadagurinn til að ná að klára Íslandsmótið næsta vor? „Við erum búin að gefa það út til hreyfingarinnar að við ætlum að gefa okkur alla vegna út júní. Ef við lendum í þessu aftur eftir áramót eða þegar líður á vorið þá munum við gefa okkur tíma. Við horfum á lok júní,“ sagði Róbert Geir Gíslason. Eru félögin og leikmenn sátt með það? „Þau viðbrögð sem við fengum þegar við kynntum þetta voru bara góð. Ég held að það séu allir tilbúnir að leggja á sig það sem þarf til að klára tímabilið. Við erum bara rétt að byrja og það er langt í að við þurfum að hafa áhyggjur af þessu,“ sagði Róbert Geir en bætti við: „Það vill enginn þurfa að enda annað tímabil í röð án þess að geta lokið því.“ Það má sjá spjall Róberts og Henrys Birgis hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Staðan á Íslandsmótinu í handbolta næsta vor Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Seinni bylgjan ræddi í gær við framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands um það hvort að kórónuveirufaraldurinn ógnaði öðru Íslandsmótinu í röð en HSÍ frestaði á dögunum öllum leikjum í tvær vikur. Seinni bylgjan var með þátt í gær þrátt fyrir að engir handboltaleikir fari fram þessa dagana en þar notaði Henry Birgir Gunnarsson tækifærið til að forvitnast meira um stöðuna á Íslandsmótinu handbolta nú þegar Ísland er að berjast við þriðju bylgjuna af COVID-19. Handknattleikssamband Íslands ákvað 7. október síðastliðinn að fresta öllum leikjum í tvær vikur vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin kom í framhaldi á tilmælum sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi en staðan verður síðan endurmetin að þeim tíma liðnum. Handboltinn þurfti eins og körfuboltinn að aflýsa úrslitakeppnum sínum síðasta vor vegna umrædds kórónuveirufaraldar og þess vegna voru engir Íslandsmeistarar krýndir árið 2020. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, hitti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóra HSÍ og forvitnaðist um hver staðan væri á Íslandsmótunum vegna þessarar þriðju bylgju af COVID-19. HSÍ er auðvitað farið að horfa á veturinn í heild sinni út frá þessu óvænta hléi en hver er lokadagurinn til að ná að klára Íslandsmótið næsta vor? „Við erum búin að gefa það út til hreyfingarinnar að við ætlum að gefa okkur alla vegna út júní. Ef við lendum í þessu aftur eftir áramót eða þegar líður á vorið þá munum við gefa okkur tíma. Við horfum á lok júní,“ sagði Róbert Geir Gíslason. Eru félögin og leikmenn sátt með það? „Þau viðbrögð sem við fengum þegar við kynntum þetta voru bara góð. Ég held að það séu allir tilbúnir að leggja á sig það sem þarf til að klára tímabilið. Við erum bara rétt að byrja og það er langt í að við þurfum að hafa áhyggjur af þessu,“ sagði Róbert Geir en bætti við: „Það vill enginn þurfa að enda annað tímabil í röð án þess að geta lokið því.“ Það má sjá spjall Róberts og Henrys Birgis hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Staðan á Íslandsmótinu í handbolta næsta vor
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira