Einn langlífasti útvarpsþáttur Íslandssögunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 13. október 2020 11:31 Þáttastjórnendur á góðri stundu í hljóðveri X-ins 977 við Suðurlandsbraut. Þann 11. október árið 1990 hófst útvarpsþáttur á framhaldsskólastöðinni Útrás sem bar heitið PartyZone. „Menntaskólinn við Sund átti þetta 2 tíma slot í dagskránni. Þema þáttarins var að spila danstónlist sem ekki heyrðist annars staðar í útvarpi. Umsjónarmenn voru MS ingarnir Helgi Már og Hörður. Ekki er ósennilegt að lög eins og Unbelievable með EMF, The Power með Snap, lög frá Technotronic, Soup Dragons, Deelite, 808 State, Mr Fingers og C&C Music Factory hafi hljómað í fyrsta þættinum, á þeim tíma mjög framandi og framsækin tónlist,“ segir í færslu á Facebook frá forsvarsmönnum PartyZone. „Annar menntaskólanemi í FG, Kristján Helgi, hafði sömuleiðis mikinn áhuga á svona tónlist og varð úr fljótlega að MS og FG fengu þátt hlið við hlið í dagskránni og úr varð 4 tíma þáttur sem átti eftir að lifa og þróast næstu vikur og mánuði. Þeir Helgi og Kristján stjórnuðu þessum þætti saman á laugardagskvöldum.“ Stúdíó Útrásar var í kjallara Fjölbrautar Ármúla og í þeim sama skóla var plötusnúður að nafni Ýmir sem átti mikið af house tónlist á vínyl. „Hann mætti með plöturnar sína og byrjaði að þeyta skífum í þættinum. Partíhaldarar bæjarins gripu sömuleiðis tækifærið og fóru að auglýsa mislögleg partí í þættinum, hétu nöfnum eins og Hugarheimar hæðanna og Pakkhús postulanna t. Strax í upphafi 1991 var þátturinn orðin hálfgerð miðstöð senu sem var að farið að vaxa ásmegin. Plötusnúðar Tunglsins, Rósenberg og Hollý fóru að venja komur sínar í þáttinn Kappar eins og Dj Grétar, Maggi Lego, Þórhallur Skúla, Himmi og Leon. Aðrir MS ingar, DJ Frímann og Hendrik, voru síðan á fullu í rave, hardcore og teknó tónlistinni og mættu sömuleiðis. Þættirnir voru þannig að öll þessi hjörð plötusnúða og skemmtanastjóra mættu á staðin með plöturnar sínar og skiptust á að spila, snúðast og plögga (og plana) viðburði. Nettur fundarstaður og suðupottur. Þannig að það má segja að þátturinn hafi verið mjög fljótur að taka á sig þá mynd sem fólk þekkir hann enn í dag, þremur áratugum síðar. Takk fyrir stuð í gegnum árin. Helgi Már, Stjáni og Símon. (já og takk Sveinbjörn fyrir nýja afmælislógóið okkar) #partyzone30ára.“ Þættirnir koma enn út vikulega á Vísi og Mixcloud. Tónlist PartyZone Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Þann 11. október árið 1990 hófst útvarpsþáttur á framhaldsskólastöðinni Útrás sem bar heitið PartyZone. „Menntaskólinn við Sund átti þetta 2 tíma slot í dagskránni. Þema þáttarins var að spila danstónlist sem ekki heyrðist annars staðar í útvarpi. Umsjónarmenn voru MS ingarnir Helgi Már og Hörður. Ekki er ósennilegt að lög eins og Unbelievable með EMF, The Power með Snap, lög frá Technotronic, Soup Dragons, Deelite, 808 State, Mr Fingers og C&C Music Factory hafi hljómað í fyrsta þættinum, á þeim tíma mjög framandi og framsækin tónlist,“ segir í færslu á Facebook frá forsvarsmönnum PartyZone. „Annar menntaskólanemi í FG, Kristján Helgi, hafði sömuleiðis mikinn áhuga á svona tónlist og varð úr fljótlega að MS og FG fengu þátt hlið við hlið í dagskránni og úr varð 4 tíma þáttur sem átti eftir að lifa og þróast næstu vikur og mánuði. Þeir Helgi og Kristján stjórnuðu þessum þætti saman á laugardagskvöldum.“ Stúdíó Útrásar var í kjallara Fjölbrautar Ármúla og í þeim sama skóla var plötusnúður að nafni Ýmir sem átti mikið af house tónlist á vínyl. „Hann mætti með plöturnar sína og byrjaði að þeyta skífum í þættinum. Partíhaldarar bæjarins gripu sömuleiðis tækifærið og fóru að auglýsa mislögleg partí í þættinum, hétu nöfnum eins og Hugarheimar hæðanna og Pakkhús postulanna t. Strax í upphafi 1991 var þátturinn orðin hálfgerð miðstöð senu sem var að farið að vaxa ásmegin. Plötusnúðar Tunglsins, Rósenberg og Hollý fóru að venja komur sínar í þáttinn Kappar eins og Dj Grétar, Maggi Lego, Þórhallur Skúla, Himmi og Leon. Aðrir MS ingar, DJ Frímann og Hendrik, voru síðan á fullu í rave, hardcore og teknó tónlistinni og mættu sömuleiðis. Þættirnir voru þannig að öll þessi hjörð plötusnúða og skemmtanastjóra mættu á staðin með plöturnar sínar og skiptust á að spila, snúðast og plögga (og plana) viðburði. Nettur fundarstaður og suðupottur. Þannig að það má segja að þátturinn hafi verið mjög fljótur að taka á sig þá mynd sem fólk þekkir hann enn í dag, þremur áratugum síðar. Takk fyrir stuð í gegnum árin. Helgi Már, Stjáni og Símon. (já og takk Sveinbjörn fyrir nýja afmælislógóið okkar) #partyzone30ára.“ Þættirnir koma enn út vikulega á Vísi og Mixcloud.
Tónlist PartyZone Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira