„Við erum ekki farin að sjá toppinn á þessu ennþá“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2020 08:04 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, telur ekki að þjóðin sé að missa þolinmæðina gagnvart sóttvarnareglum og tilmælum yfirvalda og hefur fulla trú á að við komumst í gegnum þetta saman. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, telur að fjöldi þeirra sem greindust smitaðir með kórónuveiruna í gær sé svipaður þeim fjölda sem greindist fyrir helgi, eða um 90 manns. Færri greindust með veiruna um helgina, það er 60 á laugardag og 50 á sunnudag, en færri eru skimaðir fyrir veirunni um helgar en á virkum dögum. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort að tölur gærdagsins, sem birtar verða venju samkvæmt klukkan 11, væru meira í takt við helgina eða föstudaginn sagðist Víðir telja stærðargráðuna svipaða og á föstudag. „Við erum ekki komin með staðfestar tölur gærdagsins en hlutfallið um helgina og það sem við sáum fram eftir degi í gær sýnir að við erum bara á svipuðum stað eins og við höfum verið. Við erum ekki farin að sjá toppinn á þessu ennþá,“ sagði Víðir. Hann sagði að ef þróunin á fjölda smitaðra yrði mjög svipuð og í faraldrinum í vor þá ættu raunverulega lægri tölur að sjást á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. „Við verðum bara að bíða aðeins og sjá en mér sýnist á öllu að það sé allavega ekki að gerast í dag.“ Víðir sagði fjöldann sem greindist í gær ekki vonbrigði heldur væri þetta það sem búist var við. „Við vorum að tala um að þetta tæki tíu til fjórtán daga að sjá þetta ef þetta gerist eins og í vor þannig að það verður bara að koma í ljós en hlutirnir eru ekkert alveg eins núna og þeir voru í vor. Við sjáum að það er margt sem er öðruvísi. Samfélagið er miklu virkara núna, það er miklu meira í gangi, það er meiri umferð og fólk er miklu meira á ferðinni heldur en var þegar við vorum að ná hámarkinu í vor,“ sagði Víðir. Þolinmæði þjóðarinnar er ekki að þrotum að mati Víðis. „Við erum mjög seig og þetta bugar okkur ekkert. Við komumst alveg í gegnum þetta. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær þetta endar en við munum klárlega sigla í gegnum þetta. Það mun taka á og tekur á marga. Maður er búinn að eiga mörg þung símtöl undanfarið við fólk sem er í erfiðri stöðu, getur ekki hitt fólkið sitt og ýmislegt í gangi sem er þungt. Það er þannig og við verðum bara með sameiginlegu átaki að komast í gegnum þetta og við munum gera það. Ég hef bara mjög mikla trú á okkur öllum,“ sagði Víðir. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, telur að fjöldi þeirra sem greindust smitaðir með kórónuveiruna í gær sé svipaður þeim fjölda sem greindist fyrir helgi, eða um 90 manns. Færri greindust með veiruna um helgina, það er 60 á laugardag og 50 á sunnudag, en færri eru skimaðir fyrir veirunni um helgar en á virkum dögum. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort að tölur gærdagsins, sem birtar verða venju samkvæmt klukkan 11, væru meira í takt við helgina eða föstudaginn sagðist Víðir telja stærðargráðuna svipaða og á föstudag. „Við erum ekki komin með staðfestar tölur gærdagsins en hlutfallið um helgina og það sem við sáum fram eftir degi í gær sýnir að við erum bara á svipuðum stað eins og við höfum verið. Við erum ekki farin að sjá toppinn á þessu ennþá,“ sagði Víðir. Hann sagði að ef þróunin á fjölda smitaðra yrði mjög svipuð og í faraldrinum í vor þá ættu raunverulega lægri tölur að sjást á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. „Við verðum bara að bíða aðeins og sjá en mér sýnist á öllu að það sé allavega ekki að gerast í dag.“ Víðir sagði fjöldann sem greindist í gær ekki vonbrigði heldur væri þetta það sem búist var við. „Við vorum að tala um að þetta tæki tíu til fjórtán daga að sjá þetta ef þetta gerist eins og í vor þannig að það verður bara að koma í ljós en hlutirnir eru ekkert alveg eins núna og þeir voru í vor. Við sjáum að það er margt sem er öðruvísi. Samfélagið er miklu virkara núna, það er miklu meira í gangi, það er meiri umferð og fólk er miklu meira á ferðinni heldur en var þegar við vorum að ná hámarkinu í vor,“ sagði Víðir. Þolinmæði þjóðarinnar er ekki að þrotum að mati Víðis. „Við erum mjög seig og þetta bugar okkur ekkert. Við komumst alveg í gegnum þetta. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær þetta endar en við munum klárlega sigla í gegnum þetta. Það mun taka á og tekur á marga. Maður er búinn að eiga mörg þung símtöl undanfarið við fólk sem er í erfiðri stöðu, getur ekki hitt fólkið sitt og ýmislegt í gangi sem er þungt. Það er þannig og við verðum bara með sameiginlegu átaki að komast í gegnum þetta og við munum gera það. Ég hef bara mjög mikla trú á okkur öllum,“ sagði Víðir. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira