Erlent

Eldar í hlíðum Kilimanjaro

Atli Ísleifsson skrifar
Eldarnir hafa náð talsverðri útbreiðslu.
Eldarnir hafa náð talsverðri útbreiðslu. Getty/Thomas Becker

Fólk í grennd við fjallið Kilimanjaro vinnur nú að því að ráða niðurlögum gróðurelda sem geisa í hlíðum þessa hæsta fjalls Afríku. Sú mikla hæð þar sem eldarnir loga hafa hins vegar torveldað allt slökkvistarf.

Eldarnir blossuðu upp á sunnudaginn, en ekki er ljóst hvað olli upptökum þeirra.

Yfirvöld í Tansaníu birtu mynd af eldunum á sunnudag þar sem mátti sjá eldhring ofarlega í fjallinu. Enn væri unnið að því að slökkva eldana.

Kilimanjaro er 5.895 metrar að hæð og að finna í Tansaníu, skammt frá landamærunum að Kenía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×