Fótbolti

Fram­herji Dana segir að boltinn hafi verið inni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þetta var tæpt.
Þetta var tæpt. Vísir/Vilhelm

Kasper Dolberg, framherji Dana, segir að fyrsta mark Dana í gær hafi verið mark. Boltinn hafi verið kominn yfir línuna.

Þetta sagði hann í samtali við danska fjölmiðla og var þar af leiðandi ósammála Hannesi Halldórssyni, markverði íslenska landsliðsins.

„Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði sagði Hannes í samtali við Stöð 2 Sport í leikslok.

„Eina sem ég veit er að það er ekki fræðilegur að hann hefði ekki séð þetta. Hann giskar bara á þetta,“ bætti Hannes við.

Kasper var hins vegar á annarri skoðun en hann var sá danski leikmaður sem var næst línunni.

„Simon Kjær stökk upp og skallaði hann fínt í átt að markinu. Markvörðurinn sló boltann í íslenskan leikmann og svo rúllaði hann rólega yfir línuna. Svona sá ég þetta,“ sagði Dolberg.

Dolberg náði ekki að skora í gær en Danir mæta Englendingum á miðvikudaginn, sama kvöld og Ísland mætir besta landsliði heims; Belgum.


Tengdar fréttir

Hannes segir boltann ekki hafa verið inni

„Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×