Ábyrga leiðin Logi Einarsson skrifar 13. október 2020 07:00 Áskoranir okkar daga kalla á pólitískan kjark og skýra framtíðarsýn. Í heimsfaraldri og atvinnuleysi getur almenningur á Íslandi reitt sig á leiðarljós jafnaðarmanna – og hið sama gildir í glímunni við loftslagsbreytingar. Í efnahagsáætlun Samfylkingarinnar fyrir 2021, Ábyrgu leiðinni, sýnum við hvernig Ísland getur brotist út úr sögulegri atvinnuleysiskreppu til móts við grænni framtíð. Leið Samfylkingarinnar snýst um að slá tvær flugur í einu höggi: fjölga störfum og styðja við verðmætasköpun en skapa um leið sjálfbærra samfélag á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur lagt sín spil á borðið. Það sem er sláandi við fjárlög og fjármálaáætlun stjórnarmeirihlutans er að þar eru nær engar beinar aðgerðir boðaðar til að fjölga störfum eða auka hagvöxt. Fjárfestingarátak stjórnvalda er innan við eitt prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári og aðeins er gert ráð fyrir að atvinnuleysi dragist saman um eitt prósentustig. Ábyrga leiðin myndi aftur á móti skapa allt að 7000 störf strax á næsta ári. Lykilorðin eru vinna, velferð og græn uppbygging. Vinna Samfylkingin vill fjölga störfum bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Ráðast í stórátak gegn undirmönnun í almannaþjónustu, atvinnuskapandi skattalækkir fyrir smærri fyrirtæki og virk vinnumarkaðsúrræði svo að fyrirtæki á einkamarkaði geti ráðið til sín fólk af atvinnuleysisskrá í auknum mæli. Velferð Velferð er rauður þráður í Ábyrgu leiðinni; við leggjum til að dregið verði úr skerðingum til barnafjölskyldna og öryrkja, grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar - og lífeyrisgreiðslur. Þessar hækkanir skila sér ekki einvörðungu í betri lífsgæðum fyrir fólk í erfiðri stöðu, heldur auka þær einnig heildareftirspurn í hagkerfinu. Þá þarf að koma til móts sveitarfélög landsins til að verja störf og tryggja að þau geti haldið áfram að sinna dýrmætri nærþjónustu við almenning. Græn uppbygging Nú þegar heimsfaraldur hefur leitt af sér framleiðsluslaka og fjöldaatvinnuleysi þarf að forgangsraða þeim loftslagsaðgerðum sem hafa örvandi áhrif á eftirspurn og atvinnustig í landinu. Við viljum nýta góð vaxtakjör og fjárfestingasvigrúm til að ráðast í kraftmikla uppbyggingu almenngssamgangna og grænar fjárfestingar sem auka verðmætasköpun og framleiðslugetu – leggja grunn að nýjum umhverfisvænum útflutningsstoðum. Því er það ein af lykiltillögum Samfylkingarinnar að stofnaður verði grænn fjárfestingasjóður í eigu hins opinbera með fimm milljarða stofnfé. Sjóðurinn myndi styðja við uppbyggingu loftslagsvænnar atvinnustarfsemi og græns hátækniiðnaðar. Efnahagsáætlun Samfylkingarinnar felur í sér 32 útfærðar tillögur um vinnu, velferð og græna uppbyggingu. Hið opinbera verður að stíga fastar til jarðar nú þegar einkaaðilar neyðast til að halda að sér höndum, og ráðast af krafti gegn atvinnuleysi og óvissu í samfélaginu. Annað væri óábyrgt – nú er að stökkva en ekki hrökkva. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Samfylkingin Loftslagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Áskoranir okkar daga kalla á pólitískan kjark og skýra framtíðarsýn. Í heimsfaraldri og atvinnuleysi getur almenningur á Íslandi reitt sig á leiðarljós jafnaðarmanna – og hið sama gildir í glímunni við loftslagsbreytingar. Í efnahagsáætlun Samfylkingarinnar fyrir 2021, Ábyrgu leiðinni, sýnum við hvernig Ísland getur brotist út úr sögulegri atvinnuleysiskreppu til móts við grænni framtíð. Leið Samfylkingarinnar snýst um að slá tvær flugur í einu höggi: fjölga störfum og styðja við verðmætasköpun en skapa um leið sjálfbærra samfélag á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur lagt sín spil á borðið. Það sem er sláandi við fjárlög og fjármálaáætlun stjórnarmeirihlutans er að þar eru nær engar beinar aðgerðir boðaðar til að fjölga störfum eða auka hagvöxt. Fjárfestingarátak stjórnvalda er innan við eitt prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári og aðeins er gert ráð fyrir að atvinnuleysi dragist saman um eitt prósentustig. Ábyrga leiðin myndi aftur á móti skapa allt að 7000 störf strax á næsta ári. Lykilorðin eru vinna, velferð og græn uppbygging. Vinna Samfylkingin vill fjölga störfum bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Ráðast í stórátak gegn undirmönnun í almannaþjónustu, atvinnuskapandi skattalækkir fyrir smærri fyrirtæki og virk vinnumarkaðsúrræði svo að fyrirtæki á einkamarkaði geti ráðið til sín fólk af atvinnuleysisskrá í auknum mæli. Velferð Velferð er rauður þráður í Ábyrgu leiðinni; við leggjum til að dregið verði úr skerðingum til barnafjölskyldna og öryrkja, grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar - og lífeyrisgreiðslur. Þessar hækkanir skila sér ekki einvörðungu í betri lífsgæðum fyrir fólk í erfiðri stöðu, heldur auka þær einnig heildareftirspurn í hagkerfinu. Þá þarf að koma til móts sveitarfélög landsins til að verja störf og tryggja að þau geti haldið áfram að sinna dýrmætri nærþjónustu við almenning. Græn uppbygging Nú þegar heimsfaraldur hefur leitt af sér framleiðsluslaka og fjöldaatvinnuleysi þarf að forgangsraða þeim loftslagsaðgerðum sem hafa örvandi áhrif á eftirspurn og atvinnustig í landinu. Við viljum nýta góð vaxtakjör og fjárfestingasvigrúm til að ráðast í kraftmikla uppbyggingu almenngssamgangna og grænar fjárfestingar sem auka verðmætasköpun og framleiðslugetu – leggja grunn að nýjum umhverfisvænum útflutningsstoðum. Því er það ein af lykiltillögum Samfylkingarinnar að stofnaður verði grænn fjárfestingasjóður í eigu hins opinbera með fimm milljarða stofnfé. Sjóðurinn myndi styðja við uppbyggingu loftslagsvænnar atvinnustarfsemi og græns hátækniiðnaðar. Efnahagsáætlun Samfylkingarinnar felur í sér 32 útfærðar tillögur um vinnu, velferð og græna uppbyggingu. Hið opinbera verður að stíga fastar til jarðar nú þegar einkaaðilar neyðast til að halda að sér höndum, og ráðast af krafti gegn atvinnuleysi og óvissu í samfélaginu. Annað væri óábyrgt – nú er að stökkva en ekki hrökkva. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun