Fótbolti

Ísland búið að fá á sig fleiri mörk í Þjóðadeildinni en öll landslið Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson nær ekki að bjarga fyrsta marknu að mati dómara leiksins.
Hannes Þór Halldórsson nær ekki að bjarga fyrsta marknu að mati dómara leiksins. Vísir/Vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði í kvöld sjöunda leiknum í röð í Þjóðadeildinni en íslenska liðið hefur enn ekki náð í úrslit A-deild keppninnar.

Íslensku strákarnir hafa tapað þessum sjö leikjum í Þjóðadeildinni með markatölunni 2-22. Liðið hefur fengið á sig mark á 29 mínútna fresti en það hafa liðið 315 mínútur á milli marka íslenska liðsins.

Nú er svo komið að Ísland búið að fá á sig fleiri mörk í Þjóðadeildinni en öll landslið Evrópu.

Litháen er í öðru sætinu en Litháar hafa nú fengið á sig tveimur mörkum færra en íslenska liðið.

Íslenska landsliðið er náttúrulega að spila við gríðarlega sterkar þjóðir í A-deildinni en sú þjóð sem hefur fengið á sig næstfæst mörk í A-deildinni er Króata en andstæðingar þeirra hafa skorað 19 mörk.

Flest mörk fengin á sig í Þjóðadeild UEFA 2018-2021:

  • 22 - Ísland
  • 20 - Litháen
  • 19 - Króatía
  • 19 - San Marínó
  • 18 - Malta
  • 15 - Gíbraltar
  • 14 - Eistland
  • 14 - Kýpur
  • 13 - Norður-Írland
  • 13 - Færeyjar
  • 13 - Leichtenstein



Fleiri fréttir

Sjá meira


×