„Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2020 13:15 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir útreikninga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem hefur fylgst með mætingu þingmanna í nefndarstörf. Eins og Vísir hefur greint frá reiknaði Björn Leví raunmætingu þingmanna í hlutfalli við þá mætingu sem ætlast er til af þeim. Þá tók hann tímann á hversu seint þingmenn hafa mætt samtals á fundi. Þar er Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvað seinastur. Samkvæmt útreikningum Björns hefur hann samtals mætt 13 klukkustundum og 42 mínútum of seint á nefndarfundi. Ásmundur er þó með mætingu upp á rúmlega 90% samkvæmt útreikningum Björns. Fjármálaráðherra tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Fín mæting hjá Ása, yfir 90%. Björn Leví hér með einkunnakerfi sem gefur bónusstig fyrir áheyrnarfulltrúa eins og hann sjálfan (stjórnarfl. hafa enga). Þannig getur Björn reiknað sjálfan sig í 163% mætingu. Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur.https://t.co/7SqhYfewSB— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) October 11, 2020 „Fín mæting hjá Ása, yfir 90%. Björn Leví hér með einkunnakerfi sem gefur bónusstig fyrir áheyrnarfulltrúa eins og hann sjálfan (stjórnarfl. hafa enga). Þannig getur Björn reiknað sjálfan sig í 163% mætingu. Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur,“ tísti Bjarni. Í tísti sínu vísar Bjarni til þess að Björn Leví er skráður með yfir 100% mætingu á fundi, ásamt fleiri þingmönnum. Ber þar að nefna Hönnu Katrínu Friðriksson, þingmann Viðreisnar, sem skráð er með 184% mætingu, hæst allra. Björn Leví fór yfir ástæður þessa í viðtali við Vísi. „Stundum fer prósent mætingar yfir 100 prósent. Það er vegna áheyrnarfulltrúa sem mæta á aukafundi sem þeir eru ekki aðalmenn í og mæta þannig á miklu fleiri fundi en þau eiga að mæta á,“ sagði Björn Leví í samtali við Vísi þegar mætingarskráningin var til umfjöllunar. Hér að neðan má sjá umfjöllun Vísis um mætingarbókhald Björns Leví. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir útreikninga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem hefur fylgst með mætingu þingmanna í nefndarstörf. Eins og Vísir hefur greint frá reiknaði Björn Leví raunmætingu þingmanna í hlutfalli við þá mætingu sem ætlast er til af þeim. Þá tók hann tímann á hversu seint þingmenn hafa mætt samtals á fundi. Þar er Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvað seinastur. Samkvæmt útreikningum Björns hefur hann samtals mætt 13 klukkustundum og 42 mínútum of seint á nefndarfundi. Ásmundur er þó með mætingu upp á rúmlega 90% samkvæmt útreikningum Björns. Fjármálaráðherra tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Fín mæting hjá Ása, yfir 90%. Björn Leví hér með einkunnakerfi sem gefur bónusstig fyrir áheyrnarfulltrúa eins og hann sjálfan (stjórnarfl. hafa enga). Þannig getur Björn reiknað sjálfan sig í 163% mætingu. Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur.https://t.co/7SqhYfewSB— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) October 11, 2020 „Fín mæting hjá Ása, yfir 90%. Björn Leví hér með einkunnakerfi sem gefur bónusstig fyrir áheyrnarfulltrúa eins og hann sjálfan (stjórnarfl. hafa enga). Þannig getur Björn reiknað sjálfan sig í 163% mætingu. Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur,“ tísti Bjarni. Í tísti sínu vísar Bjarni til þess að Björn Leví er skráður með yfir 100% mætingu á fundi, ásamt fleiri þingmönnum. Ber þar að nefna Hönnu Katrínu Friðriksson, þingmann Viðreisnar, sem skráð er með 184% mætingu, hæst allra. Björn Leví fór yfir ástæður þessa í viðtali við Vísi. „Stundum fer prósent mætingar yfir 100 prósent. Það er vegna áheyrnarfulltrúa sem mæta á aukafundi sem þeir eru ekki aðalmenn í og mæta þannig á miklu fleiri fundi en þau eiga að mæta á,“ sagði Björn Leví í samtali við Vísi þegar mætingarskráningin var til umfjöllunar. Hér að neðan má sjá umfjöllun Vísis um mætingarbókhald Björns Leví.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira