Sport

Dagskráin í dag: Danir mæta í Laugardalinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ísland - Rúmenía EM umspil knattspyrnu Laugardalsvöllur ksí
Ísland - Rúmenía EM umspil knattspyrnu Laugardalsvöllur ksí

Þar sem hlé hefur verið gert á almennu íþróttahaldi hér á landi vegna kórónuveirunnar eru engar íslenskar íþróttir á dagskrá þennan laugardaginn. Það er þó alltaf nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum og hápunktinum verður náð í kvöld þegar íslenska landsliðið mætir Dönum á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Stöð 2 Sport

Dagskráin byrjar á leik Rosengard og Kristianstad í sænska kvennaboltanum klukkan 12:55. Upphitun fyrir leik Íslands og Danmerkur hefst svo klukkan 17:45 en flautað verður til leiks í Laugardalnum klukkustund síðar eða klukkan 18:45. Leikurinn verður svo krufinn til mergjar af sérfræðingum Stöðvar 2 Sport í leikslok.

Stöð 2 Sport 2 

Þrír stórleikir úr Þjóðadeildinni verða á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2. Klukkan 12:50 hefst útsending frá grannaslag Írlands og Wales. Klukkan 15:50 hefst svo útsending frá hinum leiknum í okkar riðli þar sem Englendingar taka á móti Belgum. Á sama tíma og leikur Íslands og Danmerkur fer fram verður stórleikur Frakklands og Portúgals í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Á öðrum sportstöðvum Stöðvar 2 verður boðið upp á golf og amerískan fótbolta auk rafíþrótta. Smelltu hér til að skoða allar útsendingar dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×