Valur er í þann mund að landa sigri í Pepsi Max deild karla í þriðja skiptið á síðustu fjórum árum. Eftir afhroð á síðustu leiktíð komu Valsmenn tvíefldir til baka og tróna nú á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir. Liðið er með átta stiga forystu á FH sem er í 2. sæti deildarinnar og á Valur enn frábæran möguleika á að bæta stigamet efstu deildar – sem KR jafnaði á síðustu leiktíð – en það er 52 stig í 12 liða deild. KR-ingar hafa ekki náð að fylgja eftir góðu gengi síðasta sumar. Fyrir því eru margar ástæður. Mikil meiðsli hafa hrjáð liðið allt frá því á undirbúningstímabilinu og hefur það haft sitt að segja í sumar. Þá er leikmannahópur liðsins í þynnri kantinum, eitthvað sem Valsmenn ættu ekki að þurfa hafa áhyggjur af. Það gæti þó verið að leikmannahópur þeirra breytist eitthvað milli ára. Á svipuðum tíma fyrir ári héldu margir að KR myndi vinna deildina örugglega að ári en tilkoma Heimis Guðjónssonar, ásamt Srdjan Tufegdzic og Eiríks K. Þorvarðarsonar til Vals breytti því. Heimir og Túfa virðast vera að sigla Íslandsmeistaratitlinum heim í fyrstu tilraun.Vísir/Vilhelm Eftir brösuga byrjun hafa Valsmenn eins og áður sagði verið með tögl og haldir í deildinni. Byrjunarliðið féll svolítið í kjöltuna á þjálfarateyminu vegna meiðsla og síðan þá hefur Valur verið nær óstöðvandi. Ekki nóg með að Íslandsmeistaratitillinn sé svo gott sem kominn í hús þá getur liðið enn orðið bikarmeistari. Eitthvað sem engu liði hefur tekist síðan KR gerði það árið 2011. Það er því við hæfi að Valur mæti KR í undanúrslitum keppninnar. Hvenær svo sem þau fari fram. Hvað er það þá sem gæti komið í veg fyrir að Valur vinni sinn fjórða titil á aðeins fimm árum næsta sumar? Það eru nokkrir hlutir sem hægt er að benda á. Uppgangur FH undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen og Loga Ólafssonar. Það er að ljóst að FH-ingar ætla sér alvöru titilbaráttu að ári enda þegar búnir að semja við Matthías Vilhjálmsson um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Breiðablik verður að öllum líkindum enn sterkara næsta sumar eftir alvöru undirbúningstímabil undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Það fer reyndar eftir því hversu mikil áhrif Covid-19 mun hafa á knattspyrnuna hér á landi á næsta ári. Þá er Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ekki vanur að fara í gegnum tvö tímabil án þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Mögulegar breytingar á leikmannahópi Vals milli ára Eins og hefur komið fram hér að ofan er Valur með einkar vel skipað lið og breidd sem þekkist varla hér á landi. Það er samt sem áður spurning hversu margir af þeim verða með liðinu á næstu leiktíð. Aron Bjarnason, einn albesti leikmaður Vals og Pepsi Max deildarinnar í sumar er á láni frá Újpest í Ungverjalandi og verður að telja ólíklegt að hann leiki hér á landi að ári liðnu. Hvort sem það verði í Ungverjalandi eða á Norðurlöndunum. Aron Bjarnason hefur átt magnað sumar.Vísir/Vilhelm Aron hefur skorað sjö mörk í deildinni og lagt upp önnur sjö samkvæmt tölfræðisíðunni Wyscout. Þá hafa hann og Birkir Már Sævarsson tengt frábærlega á hægri vængnum hjá Val, sérstaklega nú síðari part sumars. Erlend félög hafa fylgst með uppgangi Valgeirs Lunddal Friðikssonar og er talið að hann gæti verið á leið í atvinnumennsku. Hefur hann til að mynda verðið orðaður við Íslendingalið Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni. Valgeir Lunddal hefur skorað þrjú mörk úr stöðu vinstri bakvarðar ásamt því að leggja upp eitt. Ef þessir tveir hverfa á braut má segja að Valur sé að missa alls 18 af þeim 50 mörkum sem liðið hefur skorað í sumar. Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már verða báðir á 37. aldursári næsta sumar. Ef Ísland kemst á Evrópumótið er nokkuð ljóst að Hannes Þór verður markvörður númer eitt og það er spurning hvaða áhrif það hefur á hann í deildarkeppninni hér heima. KR-liðið í sumar hefur sýnt okkur að Faðir tími bíður ekki eftir nokkrum manni. Birkir Már Sævarsson hefur verið frábær í sumar og virðist hafa fundið löngu týnda markaskó. Rasmus Christiansen er einnig mikilvægur hlekkur i vörn Vals.Vísir/Vilhelm Tveir af lykilmönnum Vals eru samningslausir samkvæmt vef KSÍ og gætu viljað leita á önnur mið. Um er að ræða þá Lasse Petry Andersen og Sebastian Starke Hedlund. Líklegt er að þeir hafi áhuga á að leika í stærri deildum eða einfaldlega halda heim á leið. Þá er Einar Karl Ingvarsson einnig samningslaus en hann hefur fengið fá tækifæri í Valsliðinu í sumar. Hann hefur samt sem áður leikið frábærlega þegar á þarf að halda og tryggði Val til að mynda sigur á Kópavogsvelli gegn Blikum í sumar. Þessi virðist reyndar ekki vera á förum og með hann innanborðs eru Valsmenn alltaf líklegir.Vísir/Vilhelm Svo gæti vel verið að allir þessir leikmenn ákveði að vera áfram og Valur rúlli Pepsi Max deildinni upp sumarið 2021. Við verðum að bíða og sjá. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn
Valur er í þann mund að landa sigri í Pepsi Max deild karla í þriðja skiptið á síðustu fjórum árum. Eftir afhroð á síðustu leiktíð komu Valsmenn tvíefldir til baka og tróna nú á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir. Liðið er með átta stiga forystu á FH sem er í 2. sæti deildarinnar og á Valur enn frábæran möguleika á að bæta stigamet efstu deildar – sem KR jafnaði á síðustu leiktíð – en það er 52 stig í 12 liða deild. KR-ingar hafa ekki náð að fylgja eftir góðu gengi síðasta sumar. Fyrir því eru margar ástæður. Mikil meiðsli hafa hrjáð liðið allt frá því á undirbúningstímabilinu og hefur það haft sitt að segja í sumar. Þá er leikmannahópur liðsins í þynnri kantinum, eitthvað sem Valsmenn ættu ekki að þurfa hafa áhyggjur af. Það gæti þó verið að leikmannahópur þeirra breytist eitthvað milli ára. Á svipuðum tíma fyrir ári héldu margir að KR myndi vinna deildina örugglega að ári en tilkoma Heimis Guðjónssonar, ásamt Srdjan Tufegdzic og Eiríks K. Þorvarðarsonar til Vals breytti því. Heimir og Túfa virðast vera að sigla Íslandsmeistaratitlinum heim í fyrstu tilraun.Vísir/Vilhelm Eftir brösuga byrjun hafa Valsmenn eins og áður sagði verið með tögl og haldir í deildinni. Byrjunarliðið féll svolítið í kjöltuna á þjálfarateyminu vegna meiðsla og síðan þá hefur Valur verið nær óstöðvandi. Ekki nóg með að Íslandsmeistaratitillinn sé svo gott sem kominn í hús þá getur liðið enn orðið bikarmeistari. Eitthvað sem engu liði hefur tekist síðan KR gerði það árið 2011. Það er því við hæfi að Valur mæti KR í undanúrslitum keppninnar. Hvenær svo sem þau fari fram. Hvað er það þá sem gæti komið í veg fyrir að Valur vinni sinn fjórða titil á aðeins fimm árum næsta sumar? Það eru nokkrir hlutir sem hægt er að benda á. Uppgangur FH undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen og Loga Ólafssonar. Það er að ljóst að FH-ingar ætla sér alvöru titilbaráttu að ári enda þegar búnir að semja við Matthías Vilhjálmsson um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Breiðablik verður að öllum líkindum enn sterkara næsta sumar eftir alvöru undirbúningstímabil undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Það fer reyndar eftir því hversu mikil áhrif Covid-19 mun hafa á knattspyrnuna hér á landi á næsta ári. Þá er Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ekki vanur að fara í gegnum tvö tímabil án þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Mögulegar breytingar á leikmannahópi Vals milli ára Eins og hefur komið fram hér að ofan er Valur með einkar vel skipað lið og breidd sem þekkist varla hér á landi. Það er samt sem áður spurning hversu margir af þeim verða með liðinu á næstu leiktíð. Aron Bjarnason, einn albesti leikmaður Vals og Pepsi Max deildarinnar í sumar er á láni frá Újpest í Ungverjalandi og verður að telja ólíklegt að hann leiki hér á landi að ári liðnu. Hvort sem það verði í Ungverjalandi eða á Norðurlöndunum. Aron Bjarnason hefur átt magnað sumar.Vísir/Vilhelm Aron hefur skorað sjö mörk í deildinni og lagt upp önnur sjö samkvæmt tölfræðisíðunni Wyscout. Þá hafa hann og Birkir Már Sævarsson tengt frábærlega á hægri vængnum hjá Val, sérstaklega nú síðari part sumars. Erlend félög hafa fylgst með uppgangi Valgeirs Lunddal Friðikssonar og er talið að hann gæti verið á leið í atvinnumennsku. Hefur hann til að mynda verðið orðaður við Íslendingalið Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni. Valgeir Lunddal hefur skorað þrjú mörk úr stöðu vinstri bakvarðar ásamt því að leggja upp eitt. Ef þessir tveir hverfa á braut má segja að Valur sé að missa alls 18 af þeim 50 mörkum sem liðið hefur skorað í sumar. Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már verða báðir á 37. aldursári næsta sumar. Ef Ísland kemst á Evrópumótið er nokkuð ljóst að Hannes Þór verður markvörður númer eitt og það er spurning hvaða áhrif það hefur á hann í deildarkeppninni hér heima. KR-liðið í sumar hefur sýnt okkur að Faðir tími bíður ekki eftir nokkrum manni. Birkir Már Sævarsson hefur verið frábær í sumar og virðist hafa fundið löngu týnda markaskó. Rasmus Christiansen er einnig mikilvægur hlekkur i vörn Vals.Vísir/Vilhelm Tveir af lykilmönnum Vals eru samningslausir samkvæmt vef KSÍ og gætu viljað leita á önnur mið. Um er að ræða þá Lasse Petry Andersen og Sebastian Starke Hedlund. Líklegt er að þeir hafi áhuga á að leika í stærri deildum eða einfaldlega halda heim á leið. Þá er Einar Karl Ingvarsson einnig samningslaus en hann hefur fengið fá tækifæri í Valsliðinu í sumar. Hann hefur samt sem áður leikið frábærlega þegar á þarf að halda og tryggði Val til að mynda sigur á Kópavogsvelli gegn Blikum í sumar. Þessi virðist reyndar ekki vera á förum og með hann innanborðs eru Valsmenn alltaf líklegir.Vísir/Vilhelm Svo gæti vel verið að allir þessir leikmenn ákveði að vera áfram og Valur rúlli Pepsi Max deildinni upp sumarið 2021. Við verðum að bíða og sjá.