Innlent

Ríkis­­stjórn styrkir sér­­stak­­lega heimildar­­mynd RÚV um heim­komu hand­­ritanna

Atli Ísleifsson skrifar
Hálf öld verður í apríl næstkomandi liðin frá því að Íslendingar fengu afhent fyrstu handritin frá Danmörku.
Hálf öld verður í apríl næstkomandi liðin frá því að Íslendingar fengu afhent fyrstu handritin frá Danmörku. Árnastofnun

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita eina milljón króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til gerðar heimildarmyndar um heimkomu handritanna.

Ríkisstjórnin ákvað þetta á fundi sínum í morgun, en á vef stjórnarráðsins segir að í apríl á næsta ári verði hálf öld liðin frá því að Íslendingar fengu afhent fyrstu handritin frá Danmörku eftir tæplega sjötíu ára baráttu fyrir því að þeim yrði fundinn varðveislustaður á Íslandi.

Af þessu tilefni verði ný heimildarmynd um viðburðinn sýnd í Ríkisjónvarpinu.

„Myndin er framleidd af Ríkisútvarpinu en gerð fyrir tilstuðlan Vina Árnastofnunar, áhugamannafélags sem vinnur að framgangi stofnunarinnar og kynningu á hlutverki hennar í samtímanum. Gert er ráð fyrir að myndin verði allt að 50 - 60 mínútur og sýnd að kvöldi 21. april 2021. Þá er ráðgert að myndin verði boðin til sýninga utan Ísland,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×