Fótbolti

Aron fær að vera áfram

Sindri Sverrisson skrifar
Aron Einar Gunnarsson stóð fyrir sínu á Laugardalsvelli í kvöld og verður áfram með íslenska landsliðinu.
Aron Einar Gunnarsson stóð fyrir sínu á Laugardalsvelli í kvöld og verður áfram með íslenska landsliðinu. VÍSIR/VILHELM

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður áfram í íslenska hópnum fram yfir leikinn við Danmörku í Þjóðadeildinni á sunnudaginn.

Al Arabi, félag Arons í Katar, átti rétt á að banna Aroni að spila með landsliðinu í sigrinum gegn Rúmeníu í kvöld og í leikjunum við Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni. Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, náði hins vegar samkomulagi við forvera sinn í starfi, Heimi Hallgrímsson þjálfara Al Arabi, um að Aron mætti spila leikinn mikilvæga í kvöld.

Þegar landsliðshópurinn var kynntur fyrir viku var ekki ljóst hvort Aron myndi spila fleiri leiki að þessu sinni en Hamrén staðfesti á blaðamannafundi í kvöld að Aron yrði áfram. Raunar sagði hann engan vera á heimleið úr íslenska hópnum, hvorki Aron né Jóhann Berg Guðmundsson né nokkurn annan.

Fer enginn úr hópnum

„Það fer enginn úr hópnum fyrir leikinn við Danmörku. Aron fær að vera hérna áfram, svo enginn fer úr hópnum. Það eru tveir leikmenn að koma inn í hópinn en enginn að fara. Ég veit þó ekki hvernig meiðslastaðan er, við verðum að sjá til með hana,“ sagði Hamrén en Kári Árnason fór meiddur af velli í kvöld.

Jón Dagur Þorsteinsson og Arnór Sigurðsson verða með U21-landsliðinu í leiknum mikilvæga gegn Ítalíu í Víkinni á morgun en koma svo til móts við A-landsliðið. Þá verða 26 leikmenn í íslenska hópnum, ef enginn dettur út vegna meiðsla, en að hámarki 23 mega svo vera í hópnum í leiknum við Danmörku. Í kvöld var, auk Jóns Dags og Arnórs, Hjörtur Hermannsson ekki í 23 manna hópi Íslands.


Tengdar fréttir

Aron Einar sáttur í leiks­lok: Gamla bandið komið saman aftur

Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember.

Engar afsakanir hjá þjálfara Rúmena

Þrátt fyrir spurningar fjölmiðlamanna um dómgæslu og vallaraðstæður hafði Mirel Radoi, þjálfari Rúmeníu, engan áhuga á að nota annað en spilamennsku sinna manna sem ástæðu fyrir tapinu gegn Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×