„Við erum öll öskrandi fólk“ Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2020 15:30 Tólfan ætlar að gera sitt til að Ísland komist á EM. VÍSIR/DANÍEL „Þetta er bara geggjað fyrir okkur og ótrúlega mikill heiður,“ segir Hilmar Jökull Stefánsson, einn af 60 Tólfumeðlimum sem munu hvetja Ísland til dáða gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í kvöld. Vegna hertra sóttvarnaaðgerða á höfuðborgarsvæðinu gengu áætlanir KSÍ frá því í síðustu viku, um að 1.500 stuðningsmenn kæmust á leikinn, ekki upp. Hins vegar eru 20 áhorfendur leyfðir í hverju rými, samkvæmt nýju reglunum, og því tókst að útbúa svæði fyrir 60 Íslendinga. KSÍ og bakhjarlar sambandsins ákváðu að allir miðarnir færu til Tólfunnar, sem stutt hefur dyggilega við bakið á landsliðinu í mörg ár svo eftir hefur verið tekið víða um heim. „Maður er búinn að vera á báðum áttum alla vikuna með það hvort af þessu verði eða ekki en við Tólfufólk erum mjög þakklát fyrir að þetta hafi verið lendingin, þakklát KSÍ og öllum bakhjörlunum,“ segir Hilmar Jökull. Hilmar Jökull Stefánsson mætir með trommuna í kvöld eins og á HM í Rússlandi.VÍSIR/VILHELM Tólfan getur þó ekki myndað sinn þétta hóp í miðri austurstúkunni, eins og hún er vön: „Við verðum í þremur 20 manna hólfum, með heilu hólfi á milli, og svo er sætaröð og tvö sæti á milli allra. Við verðum með grímur og verðum að halda okkur hvert í sínu sæti. Venjulega kaupir Tólfufólk sér bara miða í okkar hólf og raðar sér þar eins og það vill. Svo er engin upphitun hjá okkur núna, bara hist hjá Þróttaraheimilinu og engin knús né neitt.“ Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði væntir mikils af Hilmari og félögum í kvöld og segir Tólfuna geta búið til stemningu úr engu. „Þetta verður öðruvísi og nýtt,“ segir Hilmar. „Aron hefur horft á Englandsleikinn án áhorfenda og kannski hugsað að það yrði frábært að fá okkur. Ég held að hann hafi alveg pressað á það, án þess að vita nokkuð um það, og skil vel að hann setji aukapressu á okkur líka. Við munum standa undir því. Við 60 sem mætum erum öll öskrandi fólk og munum fylla í það tómarúm sem myndast [þegar 9700 áhorfendur vantar],“ segir Hilmar kokhraustur. Gerð er krafa um það að allir séu með andlitsgrímur í stúkunni og geta Tólfumeðlimir fengið fagurbláar „landsliðsgrímur“ á leiknum. Hilmar segir að ekki muni heyrast lægra í þeim þó að grímur séu fyrir vitum: „Ég var með faglegar prófanir á þessu í gær og þetta virkaði bara frábærlega. Það truflar okkur ekkert við að syngja að vera með þessar grímur.“ EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu“ Landsliðsfyrirliðinn segir að ekkert ætti að koma Íslendingum á óvart í leiknum gegn Rúmenum annað kvöld. 7. október 2020 17:00 Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
„Þetta er bara geggjað fyrir okkur og ótrúlega mikill heiður,“ segir Hilmar Jökull Stefánsson, einn af 60 Tólfumeðlimum sem munu hvetja Ísland til dáða gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli í kvöld. Vegna hertra sóttvarnaaðgerða á höfuðborgarsvæðinu gengu áætlanir KSÍ frá því í síðustu viku, um að 1.500 stuðningsmenn kæmust á leikinn, ekki upp. Hins vegar eru 20 áhorfendur leyfðir í hverju rými, samkvæmt nýju reglunum, og því tókst að útbúa svæði fyrir 60 Íslendinga. KSÍ og bakhjarlar sambandsins ákváðu að allir miðarnir færu til Tólfunnar, sem stutt hefur dyggilega við bakið á landsliðinu í mörg ár svo eftir hefur verið tekið víða um heim. „Maður er búinn að vera á báðum áttum alla vikuna með það hvort af þessu verði eða ekki en við Tólfufólk erum mjög þakklát fyrir að þetta hafi verið lendingin, þakklát KSÍ og öllum bakhjörlunum,“ segir Hilmar Jökull. Hilmar Jökull Stefánsson mætir með trommuna í kvöld eins og á HM í Rússlandi.VÍSIR/VILHELM Tólfan getur þó ekki myndað sinn þétta hóp í miðri austurstúkunni, eins og hún er vön: „Við verðum í þremur 20 manna hólfum, með heilu hólfi á milli, og svo er sætaröð og tvö sæti á milli allra. Við verðum með grímur og verðum að halda okkur hvert í sínu sæti. Venjulega kaupir Tólfufólk sér bara miða í okkar hólf og raðar sér þar eins og það vill. Svo er engin upphitun hjá okkur núna, bara hist hjá Þróttaraheimilinu og engin knús né neitt.“ Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði væntir mikils af Hilmari og félögum í kvöld og segir Tólfuna geta búið til stemningu úr engu. „Þetta verður öðruvísi og nýtt,“ segir Hilmar. „Aron hefur horft á Englandsleikinn án áhorfenda og kannski hugsað að það yrði frábært að fá okkur. Ég held að hann hafi alveg pressað á það, án þess að vita nokkuð um það, og skil vel að hann setji aukapressu á okkur líka. Við munum standa undir því. Við 60 sem mætum erum öll öskrandi fólk og munum fylla í það tómarúm sem myndast [þegar 9700 áhorfendur vantar],“ segir Hilmar kokhraustur. Gerð er krafa um það að allir séu með andlitsgrímur í stúkunni og geta Tólfumeðlimir fengið fagurbláar „landsliðsgrímur“ á leiknum. Hilmar segir að ekki muni heyrast lægra í þeim þó að grímur séu fyrir vitum: „Ég var með faglegar prófanir á þessu í gær og þetta virkaði bara frábærlega. Það truflar okkur ekkert við að syngja að vera með þessar grímur.“
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu“ Landsliðsfyrirliðinn segir að ekkert ætti að koma Íslendingum á óvart í leiknum gegn Rúmenum annað kvöld. 7. október 2020 17:00 Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
„Tólfan er ótrúleg og býr til stemmningu úr engu“ Landsliðsfyrirliðinn segir að ekkert ætti að koma Íslendingum á óvart í leiknum gegn Rúmenum annað kvöld. 7. október 2020 17:00
Leikurinn við Rúmeníu fer fram og Tólfan fær að mæta í stúkuna Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisyfirvöldum landsins að leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvelli á morgun megi fara fram. 7. október 2020 09:54
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti