Ofskynjunarsveppir gegn þunglyndi Frosti Logason skrifar 7. október 2020 12:00 Dr. Robin Carhart-Harris. Dr. Robin Carhart-Harris sem er sérfræðingur í rannsóknum á ofskynjunarlyfjum segir þær meðferðir, sem rannsóknarteymi hans hjá Imperial College í London hafi framkvæmt á þunglyndissjúklingum á undanförnum árum, hafa skilað markverðum árangri. Þetta kemur fram í viðtali sem tekið var við hann í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Hann segir að um 70% skjólstæðinga úr rannsóknum þeirra hafi sýnt jákvæð viðbrögð við psilocybin meðferð, en það er virka efnið úr svokölluðum ofskynjunarsveppum, á meðan svörunin sé einungis um 50% með hefðbundnum SSRI lyfjum. Robin segir dæmi þess að einstaklingar sem hafi glímt við þunglyndi í áratugi hafi læknast af kvillum sínum með slíkum meðferðum, þannig séu nokkrir skjólstæðinga hans í raun læknaðir í dag. Hann varar engu að síður við alhæfingum út frá slíkum rannsóknum en segir þær þó gefa sterka vísbendingu um áhrif psilocybins á heila þunglyndissjúklinga. Þá bendir hann á rannsóknir annarra vísindamanna sem sömuleiðis hafa skilað viðlíka árangri í meðferðum við bæði alkóhólisma og tóbaksfíkn. Robin Carhart-Harris hefur undanfarin ár leitt rannsóknir á vitundarvíkkandi efnum við Imperial College háskólann og eftir hann hafa birst á 6. tug vísindagreina um viðfangsefnið. Hann stýrði m.a. umfangsmikilli rannsókn á notkun psilocybin við alvarlegu þunglyndi og var heimildamyndin Magic Medicine gerð um þær rannsóknir. Dr Robin Carhart-Harris verður frummælandi á Liggur svarið í náttúrunni?, málþingi Geðhjálpar um framtíð vitundarvíkkandi efna í geðheilbrigðisþjónustu sem fer fram í Reykjavík þann 22. okróber næstkomandi. Hægt er að horfa á allt viðtalið við Robin Carhart-Harris í spilaranum hér að neðan. Klippa: Vísindi ofskynjunarsveppa Geðheilbrigði Mest lesið Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Sannleikurinn: Að dreifa svínshræjum á lóð múslima svipað og skrifa greinar gegn kirkjunni í Morgunblaðið Harmageddon Sigurður Einarsson kominn á Kvíabryggju Harmageddon Vonarstræti heldur áfram að slá í gegn Harmageddon Fólkið í Pírötum Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Davíð Oddsson skilur ekki þróunarkenninguna Harmageddon Rokkprófið - Aðalbjörn í Sólstöfum vs. Regína Ósk Harmageddon Ragnar Sólberg svitnaði og skalf Harmageddon Reykjavíkurdætur fjölbreyttur hópur með fjölbreyttar skoðanir Harmageddon
Dr. Robin Carhart-Harris sem er sérfræðingur í rannsóknum á ofskynjunarlyfjum segir þær meðferðir, sem rannsóknarteymi hans hjá Imperial College í London hafi framkvæmt á þunglyndissjúklingum á undanförnum árum, hafa skilað markverðum árangri. Þetta kemur fram í viðtali sem tekið var við hann í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Hann segir að um 70% skjólstæðinga úr rannsóknum þeirra hafi sýnt jákvæð viðbrögð við psilocybin meðferð, en það er virka efnið úr svokölluðum ofskynjunarsveppum, á meðan svörunin sé einungis um 50% með hefðbundnum SSRI lyfjum. Robin segir dæmi þess að einstaklingar sem hafi glímt við þunglyndi í áratugi hafi læknast af kvillum sínum með slíkum meðferðum, þannig séu nokkrir skjólstæðinga hans í raun læknaðir í dag. Hann varar engu að síður við alhæfingum út frá slíkum rannsóknum en segir þær þó gefa sterka vísbendingu um áhrif psilocybins á heila þunglyndissjúklinga. Þá bendir hann á rannsóknir annarra vísindamanna sem sömuleiðis hafa skilað viðlíka árangri í meðferðum við bæði alkóhólisma og tóbaksfíkn. Robin Carhart-Harris hefur undanfarin ár leitt rannsóknir á vitundarvíkkandi efnum við Imperial College háskólann og eftir hann hafa birst á 6. tug vísindagreina um viðfangsefnið. Hann stýrði m.a. umfangsmikilli rannsókn á notkun psilocybin við alvarlegu þunglyndi og var heimildamyndin Magic Medicine gerð um þær rannsóknir. Dr Robin Carhart-Harris verður frummælandi á Liggur svarið í náttúrunni?, málþingi Geðhjálpar um framtíð vitundarvíkkandi efna í geðheilbrigðisþjónustu sem fer fram í Reykjavík þann 22. okróber næstkomandi. Hægt er að horfa á allt viðtalið við Robin Carhart-Harris í spilaranum hér að neðan. Klippa: Vísindi ofskynjunarsveppa
Geðheilbrigði Mest lesið Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Sannleikurinn: Að dreifa svínshræjum á lóð múslima svipað og skrifa greinar gegn kirkjunni í Morgunblaðið Harmageddon Sigurður Einarsson kominn á Kvíabryggju Harmageddon Vonarstræti heldur áfram að slá í gegn Harmageddon Fólkið í Pírötum Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Davíð Oddsson skilur ekki þróunarkenninguna Harmageddon Rokkprófið - Aðalbjörn í Sólstöfum vs. Regína Ósk Harmageddon Ragnar Sólberg svitnaði og skalf Harmageddon Reykjavíkurdætur fjölbreyttur hópur með fjölbreyttar skoðanir Harmageddon
Sannleikurinn: Að dreifa svínshræjum á lóð múslima svipað og skrifa greinar gegn kirkjunni í Morgunblaðið Harmageddon
Sannleikurinn: Að dreifa svínshræjum á lóð múslima svipað og skrifa greinar gegn kirkjunni í Morgunblaðið Harmageddon