Star Wars: Squadrons - Draumórar uppfylltir en skortur á fjölbreytni Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2020 08:45 Leikurinn gerist eftir orrustuna við Endor og fjallar um baráttu Nýja lýðveldisins við leifar Keisaraveldisins. Motive Studios Star Wars: Squadrons er ekki dýpsti leikur sem hefur verið gerður, langt því frá, en hann er þrususkemmtilegur. Sérstaklega á meðan það er ekki verið að svívirða mig í fjölspilun leiksins. SWS var gerður af Motive Studios og skiptist í tvo hluta. Einspilun og fjölspilun. Leikurinn gerist eftir orrustuna við Endor og fjallar um baráttu Nýja lýðveldisins við leifar Keisaraveldisins. Einspilunin og þá sérstaklega sagan þar er skemmtileg en nær samt aldrei flugi. Fjölspilunin þjáist vegna einhæfra spilunarmöguleika. Það er samt ógeðslega gaman að fljúga X-vængju. Það er ekki hægt að segja annað. Ég hef lengi verið aðdáandi geimorrustuleikja eins og Star Wars: Squadrons. Sá sígildi leikur Freespace 2, er til að mynda einn af mínum allra uppáhaldstölvuleikjum. Grínlaust, spilið þann leik, sérstaklega ef þið eigið góðan stýripinna. Því hef ég verið nokkuð spenntur fyrir Squadrons og vonaði að hann gæti fyllt upp í ákveðið tómarúm í sálu minni. Í einspilun SWS setja spilarar sig í spor flugmanna sem fljúga um stjörnuþokuna fjarlægu á Tie-orrustuvélum og sprengja uppreisnarúrhrök í loft upp í nafni keisarans. Þeir spila einnig sem einn af þessum fyrrnefndu úrhrökum. Það tekur ekki svo langan tíma að klára söguna og er hún að miklu leyti upphitun fyrir fjölspilunina. Mér fannst hún þó svolítið skemmtileg og jafnvel skemmtilegri en fjölspilunin. Það er að vísu aðallega út af því að ég virðist ekki geta rassgat í fjölspiluninni. Í báðum spilunarmöguleikum fjölspilunarinnar keppa fimm spilarar gegn fimm.Motive Studios Hægt er að fljúga fjórum mismunandi tegundum geimflauga, í hvoru liði, eftir því hvaða hlutverki maður vill sinna. Viltu valda skaða, styðja félaga þína eða elta uppi aðra spilara? Þá getur þú valið geimflaug sem hentar og sniðið vopn hennar og búnað að þörfum þínum. Sem er töff og hristir upp í hlutunum. Ofan á mismunandi geimflaugar, vopn og slíkt, þurfa spilarar einnig að hafa stjórn á orkunotkun geimflauga sinna. Á X-vængju er hægt að setja meiri orku í vélar, skjöld og vopn. Með meiri orku í vélum er hægt að fljúga hraðar og beygja betur. Það er einnig hægt að reka og taka þannig skjótar stefnubreytingar. Með meiri orku í vopnum veldur maður meiri skaða og getur skotið lengur. Með meiri orku í skildinum breytir geimflaugin um lit. Nei, skjöldurinn verður öflugari og maður þolir meiri skaða. Auðvitað. Vantar fjölbreytni Í fjölspiluninni eru tveir spilunarmöguleikar: loftbardagi og flotaorrusta. Í loftbardaga spila fimm spilarar á móti fimm og keppa í því að sprengja hitt liðið í loft upp. Beisiklí „Team Deathmatch“. Í flotaorrustu eru aftur fimm á móti fimm en baráttan snýst um tvö stærðarinnar geimskip. Spilarar þurfa að sprengja óvinaflaugar í loft upp og smærri orrustuskip til að sigra. Flotaorrusta kallar á meiri samvinnu og skipulag en loftbardagi. Fjölspilunin er mjög krefjandi, enda eru menn miklu betri en tölvur, enn sem komið er. Eins pirrandi og það getur verið að tapa, þá er svo fáránlega gaman þegar manni tekst að gera eitthvað klikkað. SWS er mjög góður í því, að stilla hlutunum upp þannig að maður getur gert eitthvað klikkað. Það er aðallega tvennt sem stuðar mig við fjölspilunina. Það fyrsta er að mér finnst vanta fleiri spilunarmöguleika og meiri fjölbreytni. Ég geri þó ráð fyrir því að það muni gerast seinna meir og þar að auki kostar leikurinn ekki nema 40 dali á Steam og 40 evrur í PSstore. Uppfært: EA hefur gefið út að ekki standi til að gefa út fleiri spilunarmöguleika eða viðbætur. Star Wars Squadrons getur verið æðislega skemmtilegur og uppfyllir ákveðna æsku/fullorðinsdrauma.Motive Studios Hitt er að mér finnst eins og það mættu vera fleiri spilarar í hverju borði. Fimm og fimm er takmarkað en á móti kemur að óreiðan myndi aukast verulega með fleiri spilurum. Ég hef tekið sérstaklega eftir því að þegar maður mætir liðum sem eru að vinna vel saman, þá skíttapar maður og það hratt. Fimm á móti fimm er kannski bara fínt? Ég veit! Bætum við spilunarmöguleika þar sem fleiri spilarar keppa en höldum annars fimm gegn fimm í aðalspilunarmöguleikunum. Ég er svo snjall! Negldi tvo fugla með einu grjóti. Motive Studios og EA eiga hrós skilið fyrir hvernig haldið er á þróun fjölspilunarinnar. Þú færð reynslustig fyrir að spila og fyrir að standa þig vel. Þegar maður hækkar í stigi, fær maður stig sem maður getur notað til að kaupa nýjan búnað í geimflaugarnar. Þar að auki fær maður dýrðarstig fyrir að leysa ákveðin verkefni og þau notar maður svo til að breyta útliti geimflauganna. Þetta er mjög einfalt og þægilegt. Ekkert er um að hægt sé að borga sig til sigurs, prjálvarning til sölu eða neitt slíkt kjaftæði. Við þetta má bæta að hægt er að spila leikinn í VR. Sjálfur á ég ekki slíkan búnað en miðað við það sem ég hef lesið er það skemmtilegt en erfitt vegna mikillar hreyfingar. Samantekt-ish Star Wars: Squadrons er fínn leikur, sem ég vona að verði betri í náinni framtíð með frekari fjölspilunarmöguleikum. Einspilun leiksins er góð og setur upp flottar orrustur þar sem maður getur leikið sér og gert flott hluti. Hún er þó ekki krefjandi og bætir litlu við Star Wars-heiminn. Lykilatriðið er samt að það er gaman að fljúga í leiknum og gaman að berjast. Maður upplifir ákveðna draumóra og hefur gaman af. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Star Wars: Squadrons er ekki dýpsti leikur sem hefur verið gerður, langt því frá, en hann er þrususkemmtilegur. Sérstaklega á meðan það er ekki verið að svívirða mig í fjölspilun leiksins. SWS var gerður af Motive Studios og skiptist í tvo hluta. Einspilun og fjölspilun. Leikurinn gerist eftir orrustuna við Endor og fjallar um baráttu Nýja lýðveldisins við leifar Keisaraveldisins. Einspilunin og þá sérstaklega sagan þar er skemmtileg en nær samt aldrei flugi. Fjölspilunin þjáist vegna einhæfra spilunarmöguleika. Það er samt ógeðslega gaman að fljúga X-vængju. Það er ekki hægt að segja annað. Ég hef lengi verið aðdáandi geimorrustuleikja eins og Star Wars: Squadrons. Sá sígildi leikur Freespace 2, er til að mynda einn af mínum allra uppáhaldstölvuleikjum. Grínlaust, spilið þann leik, sérstaklega ef þið eigið góðan stýripinna. Því hef ég verið nokkuð spenntur fyrir Squadrons og vonaði að hann gæti fyllt upp í ákveðið tómarúm í sálu minni. Í einspilun SWS setja spilarar sig í spor flugmanna sem fljúga um stjörnuþokuna fjarlægu á Tie-orrustuvélum og sprengja uppreisnarúrhrök í loft upp í nafni keisarans. Þeir spila einnig sem einn af þessum fyrrnefndu úrhrökum. Það tekur ekki svo langan tíma að klára söguna og er hún að miklu leyti upphitun fyrir fjölspilunina. Mér fannst hún þó svolítið skemmtileg og jafnvel skemmtilegri en fjölspilunin. Það er að vísu aðallega út af því að ég virðist ekki geta rassgat í fjölspiluninni. Í báðum spilunarmöguleikum fjölspilunarinnar keppa fimm spilarar gegn fimm.Motive Studios Hægt er að fljúga fjórum mismunandi tegundum geimflauga, í hvoru liði, eftir því hvaða hlutverki maður vill sinna. Viltu valda skaða, styðja félaga þína eða elta uppi aðra spilara? Þá getur þú valið geimflaug sem hentar og sniðið vopn hennar og búnað að þörfum þínum. Sem er töff og hristir upp í hlutunum. Ofan á mismunandi geimflaugar, vopn og slíkt, þurfa spilarar einnig að hafa stjórn á orkunotkun geimflauga sinna. Á X-vængju er hægt að setja meiri orku í vélar, skjöld og vopn. Með meiri orku í vélum er hægt að fljúga hraðar og beygja betur. Það er einnig hægt að reka og taka þannig skjótar stefnubreytingar. Með meiri orku í vopnum veldur maður meiri skaða og getur skotið lengur. Með meiri orku í skildinum breytir geimflaugin um lit. Nei, skjöldurinn verður öflugari og maður þolir meiri skaða. Auðvitað. Vantar fjölbreytni Í fjölspiluninni eru tveir spilunarmöguleikar: loftbardagi og flotaorrusta. Í loftbardaga spila fimm spilarar á móti fimm og keppa í því að sprengja hitt liðið í loft upp. Beisiklí „Team Deathmatch“. Í flotaorrustu eru aftur fimm á móti fimm en baráttan snýst um tvö stærðarinnar geimskip. Spilarar þurfa að sprengja óvinaflaugar í loft upp og smærri orrustuskip til að sigra. Flotaorrusta kallar á meiri samvinnu og skipulag en loftbardagi. Fjölspilunin er mjög krefjandi, enda eru menn miklu betri en tölvur, enn sem komið er. Eins pirrandi og það getur verið að tapa, þá er svo fáránlega gaman þegar manni tekst að gera eitthvað klikkað. SWS er mjög góður í því, að stilla hlutunum upp þannig að maður getur gert eitthvað klikkað. Það er aðallega tvennt sem stuðar mig við fjölspilunina. Það fyrsta er að mér finnst vanta fleiri spilunarmöguleika og meiri fjölbreytni. Ég geri þó ráð fyrir því að það muni gerast seinna meir og þar að auki kostar leikurinn ekki nema 40 dali á Steam og 40 evrur í PSstore. Uppfært: EA hefur gefið út að ekki standi til að gefa út fleiri spilunarmöguleika eða viðbætur. Star Wars Squadrons getur verið æðislega skemmtilegur og uppfyllir ákveðna æsku/fullorðinsdrauma.Motive Studios Hitt er að mér finnst eins og það mættu vera fleiri spilarar í hverju borði. Fimm og fimm er takmarkað en á móti kemur að óreiðan myndi aukast verulega með fleiri spilurum. Ég hef tekið sérstaklega eftir því að þegar maður mætir liðum sem eru að vinna vel saman, þá skíttapar maður og það hratt. Fimm á móti fimm er kannski bara fínt? Ég veit! Bætum við spilunarmöguleika þar sem fleiri spilarar keppa en höldum annars fimm gegn fimm í aðalspilunarmöguleikunum. Ég er svo snjall! Negldi tvo fugla með einu grjóti. Motive Studios og EA eiga hrós skilið fyrir hvernig haldið er á þróun fjölspilunarinnar. Þú færð reynslustig fyrir að spila og fyrir að standa þig vel. Þegar maður hækkar í stigi, fær maður stig sem maður getur notað til að kaupa nýjan búnað í geimflaugarnar. Þar að auki fær maður dýrðarstig fyrir að leysa ákveðin verkefni og þau notar maður svo til að breyta útliti geimflauganna. Þetta er mjög einfalt og þægilegt. Ekkert er um að hægt sé að borga sig til sigurs, prjálvarning til sölu eða neitt slíkt kjaftæði. Við þetta má bæta að hægt er að spila leikinn í VR. Sjálfur á ég ekki slíkan búnað en miðað við það sem ég hef lesið er það skemmtilegt en erfitt vegna mikillar hreyfingar. Samantekt-ish Star Wars: Squadrons er fínn leikur, sem ég vona að verði betri í náinni framtíð með frekari fjölspilunarmöguleikum. Einspilun leiksins er góð og setur upp flottar orrustur þar sem maður getur leikið sér og gert flott hluti. Hún er þó ekki krefjandi og bætir litlu við Star Wars-heiminn. Lykilatriðið er samt að það er gaman að fljúga í leiknum og gaman að berjast. Maður upplifir ákveðna draumóra og hefur gaman af.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira